Blanda Disney og Vivaldi saman og útkoman er frábær

Þetta finnst okkur ótrúlega flott. Þeir blanda saman Vivaldi og Disney og útkoman er frábær! Ekki skemmir heldur fyrir hvað myndbandið er skemmtilega unnið. Yndislegt svona í byrjun árs 🙂

Skoða

Syngur einn acapella … og þú mátt búast við gæsahúð

Þetta er afar fallegt og hátíðlegt hjá honum og þeir sem hrífast af acapella söng munu heillast af þessu. Hann heitir Peter Hollens og er bandarískur tónlistarmaður en þetta lag tók hann upp fyrir aðdáendur sína sem báðu hann sérstaklega um Mary Did You Know.

Skoða

Upplifðu sanna jólastemningu með Eivør á Jólasöngvum í Langholtskirkju

Það er alltaf notalegt að hlýða á Jólasöngva Kórs Langholtskirkju rétt fyrir jólin – og þar upplifir maður hina sönnu jólastemningu. Þetta voru fyrstu jólatónleikarnir sem við hér á Kokteil upplifðum enda hafa þeir verið haldnir í 38 ár. Eivør okkar allra Og nú hefur Jólasöngvum borist óvæntur liðstyrkur en Eivør Pálsdóttir verður gestur kórsins á fyrstu tveimur tónleikunum, föstudaginn 18. desember kl. 23 og laugardaginn 19.desember...

Skoða

Celine Dion söng í minningu fórnarlambanna í París – ekki þurrt auga í salnum

Bandarísku tónlistarverðlaunin voru afhent í Los Angeles í gær, þann 22. nóvember. Það sem vakti hvað mesta athygli var ræða leikarans Jared Leto og söngur Celine Dion. En hvoru tveggja var í minningu fórnarlambanna í hryðjuverkaárásunum í París í síðustu viku. Hér má sjá fallega ræðu Jared og söng Celine – en meðan á flutningi stóð mátti vart sjá þurrt auga í salnum (söngurinn hefst á 3:20 mínútu). Tregafullt og fallegt!...

Skoða

Við ætlum á jólatónleika Siggu Beinteins – langar þig líka að fara?

Sigga Beinteins er klárlega með eina bestu rödd landsins og verður hún bara betri með aldrinum. En á því áttuðum við okkur einmitt fyrir ári síðan á jólatónleikum hennar í Hörpu. Og við ætlum alveg að vera hreinskilin með það að hún kom okkur virkilega á óvart. Hún hefur bara aldrei verið betri og greinilegt að aldurinn fer vel með hana – alveg eins og gott vín 🙂 Jólatónleikar í Hörpu 4. og 5. desember Við hér á Kokteil mælum með...

Skoða

Sjáðu þennan frábæra söngvara á ókeypis tónleikum

Oddur Jónsson er í dag einn af okkar bestu söngvurum. Hann sló í gegn í hlutverki Rodrigo í Don Carlo hjá Íslensku óperunni í fyrra og var í kjölfarið útnefndur Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum. Og skyldi engan undra þar sem Oddur er bæði með frábæra rödd og mikla útgeislun á sviði. Ókeypis  tónleikar Þessa dagana heillar Oddur gesti Íslensku óperunnar í hlutverki sínu sem Figaro í Rakaranum frá Sevilla. En fyrir það...

Skoða

VÁ … áheyrendur og dómarar voru orðlaus af hrifningu

Búðu þig undir að fá gæsahúð því Jordan Smith, 21 árs þáttakandi í The Voice í Bandaríkjunum, gjörsamlega rúllar hér upp Adele-laginu „Set Fire to the Rain“. Dómarar og áheyrendur voru gjörsamlega orðlausir eftir eina glæsilegustu frammistöðu sem sést hefur í þættinum. Við þurfum varla að taka það fram að auðvitað hafði hann sigur yfir andstæðingi sínum og komst áfram í keppninni. Það verður gaman að fylgjast með...

Skoða

Syngja Hallelujah á rússnesku, arabísku og ensku

Þessar þrjár stúlkur tóku þátt í The Voice í Rússlandi á þessu ári. Við höfum auðvitað heyrt þetta fallega lag sungið ansi oft en aldrei áður á þennan hátt – það er að segja á þremur tungumálum. Einstaklega skemmtilegt ! Þetta er afar fallegt á að hlýða fyrir utan eitt lítið öskur frá einni söngkonunni sem greinilega gleymir sér í hita leiksins. Þetta er jú keppni og ýmislegt getur gerst...

Skoða

Andrea Bocelli tekur dúett með Ariana Grande … svo fallegt

Við bíðum spennt eftir Cinema nýja disknum hans Andrea Bocelli sem er væntanlegur 23. október. Á disknum er að finna tónlist úr kvikmyndum en það var gamall draumur Bocelli að gera slíkan disk. Dúettinn sem hann syngur hér með Ariana Grande er að finna á nýja disknum en það er úr myndinni Once Upon a Time in America. Auk þess prýða diskinn meðal annars lög úr The Phantom of the Opera, West Side Story, The Godfather, Scent of a Woman...

Skoða

Gæsahúðar flutningur hjá þessum tveimur snillingum

Þessi tvö eru alveg fáránlega góð. Sjáðu hvernig þau rúlla upp laginu You Raise Me Up með Josh Groban. Gæsahúð…  

Skoða

Dómararnir snúa sér allir við á fyrsta tóni

Jennie Lena er 37 ára og þáttakandi í The Voice í Hollandi. Hún hefur afburða rödd enda sneru allir dómararnir sér við um leið og hún hóf upp raust sína. Og dómararnir gátu hreinlega ekki haldið aftur af sér af ánægju á meðan hún söng. Hún söng lagið Who´s Loving You sem Michael Jackson og Jackson 5 gerðu vinsælt hér um árið. Og hún rúllaði því upp. Frábær...

Skoða

Mesta krútt allra tíma og algjört hæfileikabúnt

Hún var ótrúlega hæfileikarík lítil stelpa og eitt mesta krútt allra tíma. Hér syngur hún lagið When I Grow Up (Þegar ég verð stór) og bregður sér í nokkur gervi. Shirley gat sungið, leikið og dansað og stundum gerði hún allt þetta á sama tíma. Shirley Temple var fædd árið 1928 og lést fyrir rúmu ári síðan þá 85 ára að aldri. Í þessu myndbandi er hún um 7 ára gömul – og þvílíkir hæfileikar! Við brostum allan hringinn allan...

Skoða

Þetta eru nú meiri snillingarnir – þau eru frábær

Við höfum áður dásamað þennan A Capella sönghóp enda eru þau alveg stórkostleg. En þetta er einn besti hópur sinnar tegundar í heiminum í dag. Hér er glænýtt myndband frá þeim þar sem þau taka hið vinsæla Where Are Ü Now sem Jack Ü og Justin Bieber flytja – en þau gera þetta auðvitað á sinn hátt. Þetta er eitthvað sem maður getur hlustað á aftur og aftur og … Hér má svo sjá frábæra Michael Jackson syrpu með...

Skoða

Þrettán ára slær í gegn með Andrea Bocelli lagi

Sjónvarpsþátturinn The Voice hefur verið vinsæll bæði í Bandaríkjunum sem og Evrópu. Nokkrar þjóðir hafa bætt við barnaútgáfu af þættinum þar sem þáttakendur eru á aldrinum 8 til 14 ára. Hér sést hvar hin 13 ára Solomia tekur þátt í þýsku útgáfunni af þessum vinsæla þætti. Hún syngur Time To Say Goodbye sem Andrea Bocelli gerði vinsælt og er algjör klassík enda eitt mesta selda lag allra tíma. Um leið og hún hóf upp raust sína náði...

Skoða

Heimsfrægur sönghópur með tónleika í Hörpu

Hinn heimsfrægi breski sönghópur, The King’s Singers, mun halda tónleika í Eldborgarsal Hörpu miðvikudaginn 16. september næstkomandi. King’s Singers eru margverðlaunaðir og hafa t.d. unnið til Grammy verðlauna í tvígang, árið 2009 fyrir plötuna Simple Gifts og árið 2012 fyrir plötuna Light and Gold. Sönghópurinn sem var stofnaður árið 1968 heldur á hverju ári vel yfir hundrað tónleika víðs vegar um heiminn. Þá eru...

Skoða