Þetta eru tuttugu rómantískustu bíómyndir allra tíma

Hvað er meira kósý en að kúra uppi í sófa þegar kalt er úti og myrkur stóran hluta sólarhringsins –  og horfa á rómantískar og skemmtilegar myndir? Við settum saman lista yfir tuttugu myndir sem þykja með þeim allra rómantískustu, en ekki endilega í þessari röð. Þá er bara að hringa sig upp í sófa með teppi og kveikja á kertum og kvöldið er klárt.   1. Pretty Woman                ...

Skoða

Tíu frábærar bíómyndir sem fá þig til að gleyma lífsins áhyggjum

Þegar veðrið er ekki upp á sitt besta, maður er jafnvel lokaður inni og í letistuði er fátt betra en að kúra í sófanum og horfa á notalegar og skemmtilegar myndir. Á þannig stundum vill maður helst horfa á myndir sem láta manni líða vel og fá mann til að gleyma lífsins áhyggjum. Þess vegna tókum við saman lista yfir tíu bíómyndir sem gott er að gleyma sér yfir. 1. Mamma Mia!               Sól, sjór,...

Skoða

Þetta eru eftirminnilegustu kossar allra tíma

Kossar í bíómyndum verða gjarnan eftirminnilegir – og oft eru þetta líka kossar sem áhorfandinn hefur beðið eftir með eftirvæntingu. Forboðnir, langþráðir, blautir, sætir og draumkenndir – hér eru fjórtán af eftirminnilegustu kossum allra tíma í bíómyndum.   Gone With The Wind með Clark Gable og Vivien Leigh                       Breakfast At Tiffany´s með Audrey...

Skoða

Jólalög og ljúfir tónar á Þorláksmessu í Hörpu – Frítt inn og allir velkomnir

  Margir leggja leið sína í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu og er það fastur liður hjá fjölda fólks. Þá er verið að kaupa síðustu jólagjafirnar, gera vel við sig í mat og drykk og hitta mann og annan. Kíktu í Hörpu Ef þú ert ein/n af þeim sem átt leið um miðbæinn á þessum síðasta degi fyrir jól mælum við með því að þú kíkir inn í Hörpu og hlýðir á fallega jólatónlist. En Íslenska Óperan býður gestum og gangandi upp á ljúfa tóna...

Skoða

Mahler og Mussorgsky á Óperudögum í Hannesarholti

  Þau Aron Axel Cortes barítónsöngvari og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari flytja ljóðatónleika í Hannesarholti miðvikudagskvöldið 31. október í samvinnu Óperudaga og Hannesarholts. Mahler og Mussorgsky Söngvar og dansar dauðans er ljóðaflokkur saminn af Modest Mussorgsky á áratugnum 1870-80 við ljóð Arseny Golenishchev-Kutuzov. Dauðinn spilar veigamikið hlutverk í öllum lögunum, þau lýsa á ljóðrænan hátt raunveruleika 20.aldar...

Skoða

Skelltu þér á ókeypis tónleika Óperunnar í Hörpu – Notalegt í hádeginu

Íslenska óperan býður upp á í vetur, eins og undanfarna vetur, ókeypis hádegistónleika þar sem söngvarar flytja perlur óperu- og söngbókmenntanna í Norðurljósasal Hörpu. Þriðjudaginn 26. september eru allir hjartanlega velkomnir á fallega tónleika í hádeginu klukkan 12.15 í Norðurljósum í Hörpu. Hanna Dóra og Hlín Söngkonurnar Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran og Hlín Pétursdóttir Behrens sópran flytja ásamt Snorra Sigfúsi...

Skoða

Svona hefurðu aldrei heyrt lagið Jolene áður… frábær A capella flutningur

Dolly Parton er afskaplega hæfileikarík og þá ekki eingöngu sem söngkona því hún á fjöldamörg lög sem hún hefur samið en aðrir flutt. Lagið um hana Jolene þekkja margir enda með afbrigðum gott lag. En svona hafið þið aldrei heyrt það – hér tekur Dolly þetta þekkta lag með A capella hópnum Pentatonix en hann er í sérstöku uppáhaldi hjá okkur. Ef þú ert hrifin/n af Dolly og heillast af A capella forminu máttu ekki missa af þessu!...

Skoða

Gætir þú lifað án tónlistar?

Hvernig væri tilveran án tónlistar? Tónlist er stór hluti af menningu okkar og hefur verið með manninum óralengi. Talið er að tónlist hafi haft mikil áhrif á þróun mannkyns og vilja sumir jafnvel halda því fram að án tónlistarinnar hefðum við ekki orðið mennsk. Tónlist fyrirfinnst í öllum samfélögum heimsins Þeir sem rannsakað hafa tilurð tónlistar eru ekki sammála um uppruna hennar. Margir vilja meina að tónlistin eigi rætur sínar að...

Skoða

Vissir þú að það er leyniíbúð uppi í Eiffel-turninum?

Vissir þú að það er lítil íbúð uppi í Eiffel-turninum? Þessa íbúð lét Gustave Eiffel, hönnuður turnsins, gera fyrir sig þegar hann var að leggja lokahönd á verkið árið 1889. Inni í íbúðinni var líka lítil rannsóknarstofa sem hann fyllti af nýjustu tækjum og tólum þess tíma. Besta útsýnið í allri París Íbúðin er með eitt besta útsýnið í allri Parísarborg og hafa margir reynt að fá hana leigða og lánaða en allt komið fyrir ekki. Alveg...

Skoða

Ekkert jafnast á við ást foreldra – Yndislegar myndir

Sú ást sem foreldrar bera til barna sinna er einstök. Þetta vita allir foreldrar. Það er eitthvað óútskýranlegt sem gerist þegar maður verður foreldri – eitthvað sem orð ná ekki yfir. En það er ekki bara við mannfólkið sem finnum til slíkrar ástar því það gera dýrin líka. Hér eru 10 yndislega fallegar myndir úr dýraríkinu sem sannfæra okkur um það                      ...

Skoða

Sex ára rísandi stjarna sem heillar alla upp úr skónum

Hún er ekki nema 6 ára gömul en heillar alla upp úr skónum með yndislegum flutningi sínum og heillandi sviðsframkomu. Mörgum þykir hún minna á Shirley Temple þar sem hún dansar og syngur með tvo borða í hárinu. En hún heitir Heavenly Joy og ber nafn með rentu enda er hún eins og himnesk gleði. Við sögðum ykkur frá henni fyrir tæpu ári síðan og enn heldur hún áfram að bæta sig og gleðja okkur. Hér er glænýtt myndband með henni úr nýjum...

Skoða

Óperuheimurinn heillaði hinn hæfileikaríka Freddie Mercury

Söngvarinn Freddie Mercury lést langt fyrir aldur fram og átti svo mikið eftir. Hæfileikar Freddie eru óumdeilanlegir og samdi hann bæði og söng. Hann hafði eina best rödd sem heyrst hefur enda þykja þeir kjarkaðir sem ráðast í að syngja lögin hans. Með fallega tenórrödd En ekki allir vita að Freddie hefði hæglega getað verið óperusöngvari þar sem hann hafði þessa fallegu tenórrödd. Tónsvið hans var ótrúlega breytt og öfundsvert, og...

Skoða

Þessar englaraddir syngja bæði Mozart og Michael Jackson í Hörpu

Strákarnir í Vínardrengjakórnum hafa orð á sér fyrir að syngja eins og englar enda er kórinn einn frægasti drengjakór í heimi. Og núna ætla þessar englaraddir að syngja fyrir okkur hér á landi. Tónleikarnir fara fram í Hörpu, laugardaginn 27. og sunnudaginn 28. febrúar, klukkan 15:00 báða dagana. Drengirnir hafa sungið í kapellu keisarans í Vín frá árinu 1296 og hafa þeir ásamt ásamt Vínarfílharmóníunni og Vínaróperukórnum, séð um...

Skoða

Svona hljómar „Hello“ lagið hennar Adele í reggí á Jamaíka

Eftir að Hello, nýja lagið hennar Adele, kom út hafa hinir og þessir gert sínar útgáfur af því. Enda lagið gríðarlega vinsælt. En þessi útgáfa er ansi hreint skemmtileg og kemur manni í góðan fíling. Þetta eru systkinin Rodesha and Conkarah og svona hljómar Hello á Jamaíka. Manni hlýnar bara öllum við þetta – og lætur sig dreyma um sól, sjó og sand 🙂 Kíktu  líka HÉR á þennan frábæra acapella...

Skoða

Ekki bara klókur heldur líka góður söngvari … sjáðu hann bræða dómarana

Hinn 23 ára gamli MacKenzie er bæði klókur og góður söngvari. Hann mætti í áheyrnarprufur í American Idol á dögunum og bræddi dómarana. Hann á einmitt sama afmælisdag og Harry Connick Jr og mætti á sjálfan afmælisdaginn í prufur. En hann sló alveg í gegn hjá dómurunum með því að blanda saman lögum frá þeim öllum í einn góðan flutning. Hann gerði þetta afar vel og röddin hans er mjög svo notaleg og...

Skoða