Söngvarinn Freddie Mercury lést langt fyrir aldur fram og átti svo mikið eftir. Hæfileikar Freddie eru óumdeilanlegir og samdi hann bæði og söng. Hann hafði eina best rödd sem heyrst hefur enda þykja þeir kjarkaðir sem ráðast í að syngja lögin hans.
Með fallega tenórrödd
En ekki allir vita að Freddie hefði hæglega getað verið óperusöngvari þar sem hann hafði þessa fallegu tenórrödd. Tónsvið hans var ótrúlega breytt og öfundsvert, og þótt talröddin væri barítónrödd söng hann oftast með tenórrödd en gat svo líka farið niður í bassann.
Freddie hafði mikinn áhuga á ólíkum tegundum tónlistar og prófaði sig áfram með margt. Þótt hann væri aðalsöngvari hljómsveitarinnar Queen vann hann einnig með öðrum listamönnum.
Hér í myndbandinu að neðan syngur hann með Montserrat Caballe, hinni þekktu spænsku óperusöngkonu. En Freddie féll algjörlega fyrir hæfileikum hennar og hafði unun af því að vinnna með henni.
Sjáðu þennan stórkostlega flutning þeirra í Barcelona á Spáni