Það á oftar en ekki við að minna er meira og það sannar þessi litla fallega og einfalda jólaauglýsing sem hefur brætt netheima. Stundum er einfaldleikinn einfaldlega bestur.
Fólk um allan heim hefur heillast og fengið tár í augun við að horfa á þessa krúttlegu auglýsingu sem er fyrir fjölskyldufyrirtæki er rekur byggingavöruverslun í Wales. Kostnaður við gerð auglýsingarinnar var aðeins um 15.000 krónur en það er hinn tveggja ára gamli Arthur sem er stjarna hennar. En litli snáðinn er einmitt sonur eigandans.
Svo virkilega krúttlegt og minnir okkur á að leyfa okkur það að vera barn um jólin.