Þessi hópur stúlkna frá Líbanon, 31 talsins, eru keppendur í nýjustu þáttaröð Britains Got Talent.
Þær eru á aldrinum 13 til 25 ára og með þessu atriði gjörsamlega dáleiddu þær salinn og dómarana með töfrandi hreyfingum og dansi.
Þær sigruðu Arab´s Got Talent nú í ár og eiga eflaust eftir að fara langt í þessari keppni líka.
Magnað atriði – Sjón er sögu ríkari!