Þegar veðrið er ekki upp á sitt besta, maður er jafnvel lokaður inni og í letistuði er fátt betra en að kúra í sófanum og horfa á notalegar og skemmtilegar myndir.
Á þannig stundum vill maður helst horfa á myndir sem láta manni líða vel og fá mann til að gleyma lífsins áhyggjum.
Þess vegna tókum við saman lista yfir tíu bíómyndir sem gott er að gleyma sér yfir.
1. Mamma Mia!
Sól, sjór, sandur og frábær tónlist. Er hægt að biðja um meira!
2. Bridget Jones Diary
Þessi mynd er auðvitað bara skemmtileg og leikararnir frábærir.
3. Eat Pray Love
Matur, ást og menning – og Julia Roberts. Klikkar ekki!
4. Crazy, Stupid, Love
Og enn meiri ást og smá fíflagangur og leikaravalið ekki af verri endanum.
5. What Happens In Vegas
Þessi tvö eru stórskemmtileg og auðvitað kemur ástin líka við sögu hér.
6. The Untouchable
Franskt meistaraverk! Ef þú ert ekki búin/n að sjá hana þá er tími til kominn. Góð blanda af húmor og alvöru.
7. French Kiss
Franskur koss… og ástin. Þessa getum við horft á aftur og aftur…
8. When Harry Met Sally
Þessi er klassík og alltaf jafn góð. Enda kann hún Meg Ryan að láta mann hlæja.
9. It´s Complicated
Þessi tvö eru auðvitað bara frábær… og þess vegna er vel hægt að sjá hana einu sinni enn.
10. Notting Hill
Ást og grín – og svo fáum við einfaldlega ekki nóg af Hugh Grant og Juliu Roberts.