Þetta myndband bræðir mann alveg. En þessi 85 ára afi stal senunni í brúðkaupi hjá barnabarni sínu – en brúðurinn og afinn eru alveg einstaklega náin.
Í hlutverki blómastúlku
Upphaflega stakk Jen, brúðurin, upp á því í gríni við afa sinn að hann tæki að sér hlutverk blómastúlku í brúðkaupi hennar. Afinn samþykkti það í gríni en þegar á leið ákváðu þau að taka þetta alla leið. Ekki var þó amman yfir sig hrifin af hugmyndinni í byrjun.
Þrátt fyrir að afinn hafi verið búinn að æfa sig áður með laufblöðum sagði stressið til sín í athöfninni sjálfri og í stað þess að henda blómunum á stéttina fóru þau öll í áttina að gestunum. En það var alveg í fínu lagi því þetta vakti mikla hrifningu og kátínu meðal gestanna.
Yndislegt ♥