Enn einu sinni sprengir hún krúttskalann – Og nú spilar hún líka á ukulele

Hún Claire litla sprengir algjörlega krúttskalann í þessu myndbandi. Margir kannast við hana Claire en hún hefur sungið með pabba sínum frá því hún var pínulítil og sló í gegn í netheimum þegar hún var aðeins þriggja ára gömul. Í dag er hún sex ára. Við erum miklir aðdáendur – enda höfum við birt nokkur myndbönd með þessum litla snillingi. Hér syngur hún lag Elvis Presley, Can´t Help Falling In Love, í glænýju...

Skoða

Lionel Richie brotnar niður og hágrætur yfir söng 17 ára blindrar stúlku

Hin 17 ára gamla Shayy mætti í prufur í American Idol á dögunum og söng af svo mikilli tilfinningu að Lionel Richie gat engan veginn haldið aftur af tilfinningum sínum og hágrét. Shayy er blind en hún fékk æxli við heila og þegar helmingur þess var fjarlægður missti hún sjónina, en það var fyrir ári síðan.  Lífið hefur ekki verið auðvelt hjá þessari ungu stúlku en hún lenti í einelti vegna blindu sinnar og krakkarnir í skólanum...

Skoða

Hvetjandi og tilfinningaþrunginn flutningur kvennakórs sem barist hefur við krabbamein

Þessi kröftugi hópur kvenna snerti strengi áhorfenda og allra þeirra sem heima sátu og horfðu á þær þegar þær mættu nýlega í prufur í hæfileikaþáttinn Ireland´s Got Talent. Írskir fjölmiðlar segja að það hafi ekki verið þurrt auga á öllu Írlandi eftir flutning þeirra. Þessar konur eru alveg magnaðar, helmingur þeirra hefur barist við krabbamein og eru sumar þeirra enn að berjast – og hinn helmingurinn hefur misst einhvern úr...

Skoða

Fær hláturskast þegar hún heyrir í fyrsta sinn 11 mánaða gömul í stóru systur sinni

Þetta myndband er gleðisprengja dagsins! Scarlet litla er 11 mánaða gömul stúlka sem fæddist þremur mánuðum fyrir tímann og því fylgdu ýmis vandamál eins og til dæmis það að Scarlet missti heyrn vegna lyfja sem hún fékk. En 11 mánuðum eftir fæðinguna fékk hún heyrnartæki sem breyta öllu fyrir hana – og viðbrögðin þegar hún heyrir loksins í stóru systur sinni eru dásamleg. Þú vilt hafa hljóðstyrkinn stilltan hátt á meðan þú...

Skoða

Michael Bublé og James Corden á jólarúntinum – Þetta myndband er snilld!

Þetta glænýja myndband kom okkur heldur betur í gott skap og jólafíling enda okkar maður Michael Bublé í aðalhlutverki. Jólarúnturinn Bublé fer jólarúnt með spjallþáttastjórnandum James Corden sem slegið hefur í gegn í kvöldþáttum sínum með því að rúnta um Los Angeles með fræga söngvara. En í þessum bíltúrum er auðvitað mikið sungið. En það er ekki bara Bublé sem syngur með James í þessu myndbandi því hann hefur búið til frábært...

Skoða

Dásamleg ný jólaauglýsing þar sem Elton John er sýndur virðingarvottur

Nú er sá tími sem nýjar jólaauglýsingar detta inn. Og við hér bíðum á hverju ári spennt að sjá þessar auglýsingar sem eru oftar en ekki fallegar sögur eða ævintýri. Í Bretlandi er beðið árlega eftir auglýsingu frá stórversluninni John Lewis – en þeir þykja bera höfuð og herðar yfir aðra í slíkum auglýsingum. Nú er biðin búin og því segja Bretar jólavertíðina hafna.  Enn einu sinni hefur þeim hjá John Lewis tekist að gera...

Skoða

Eigandinn dó og hann var skilinn eftir… sjáðu hvað gerðist ári seinna

Maður fær kökk í hálsinn og tár í augun við að horfa á þetta myndband. Þetta litla skinn beið í heilt ár eftir eiganda sínum – Því þegar eigandinn dó seldu ættingjar hans húsið og skildu hundinn eftir. Til allrar hamingju er heimurinn fullur af svona góðu fólki eins og þessum einstaklingum sem björguðu hundinum og fundu honum nýtt...

Skoða

Þessi glænýja jólaauglýsing sprengir allan krúttskalann

Nú ranghvolfa kannski einhverjir augunum – En hvort sem sumum líkar betur eða verr þá hafa magir hafið sinn jólaundirbúning enda jólin í næsta mánuði. Það sem okkur finnst alltaf jafn gaman að sjá fyrir jólin eru allar erlendu, og auðvitað íslensku, jólauglýsingarnar. Stór erlend fyrirtæki leggja mörg hver mikið í sínar auglýsingar svo vel takist til. Oft eru þetta litlar sögur með boðskap. Hér er glæný jólaauglýsing frá...

Skoða

Öskrar af hlátri yfir tvíburasystur sinni – Þvílíkar krúttsprengjur

Henni finnst tvíburasystir sín svo ferlega fyndin þegar hún gerir prump hljóð – svo hún hreinlega engist um af hlátri. En systirin skilur hins vegar ekkert hvað er svona rosalega fyndið. Þvílíkar krúttsprengjur!

Skoða

Fimm bræður gleðja systur sína á einstaklega hjartnæman hátt á brúðkaupsdaginn

  Þetta dásamlega myndband minnir okkur á hvað það er sem er mikilvægast í þessu lífi. En það er fólkið okkar – fjölskyldan og góðir vinir.  Þegar brúðurin Kaley heyrði rödd látins föður síns á brúðkaupsdeginum leið næstum yfir hana. Tilfinningarnar báru hana ofurliði. En faðir hennar lést óvænt árið 2015. Kaley, sem er yngst sex systkina, var einstaklega náin föður sínum. Hún á  fimm eldri bræður.  Bræðurnir fimm komu...

Skoða

Andrea Bocelli syngur dúett með tvítugum syni sínum á væntanlegri plötu

Tenórinn Andrea Bocelli hefur glatt marga í gegnum tíðina með fallegum söng sínum. Nú er væntanleg ný plata frá honum þar sem Andrea syngur nokkra dúetta, þar á meðal með syni sínum sem verður 21 árs nú í október.  Þetta lag og myndband lofar góðu um nýju plötuna sem inniheldur allt ný lög – en heil 14 ár eru síðan Andrea gaf út plötu með nýjum...

Skoða

Hundur reynir að gera eins æfingar og eigandinn – Myndbandið hefur slegið í gegn

Myndband með þessum Stóra Dan hefur vakið mikla athygli á netinu undanfarið – enda alveg einstaklega skemmtilegt. Hundurinn, sem heitir Luca, hefur víst mjög sterkan persónuleika, er forvitinn og fylgist vel með. Luca hafði fylgst með eiganda sínum gera leikfimiæfingar þegar hann ákveður að vera með og gera eins. Óborganlega fyndið – enda hafa tugir milljóna horft á myndbandið!  Sjón er sögu ríkari.  ...

Skoða

Einmanaleiki verður sífellt algengari og alvarlegri – Og hér er barist gegn því

Höfum við gleymt því hvernig maður eignast vini? Einmanaleiki er nokkuð sem verður sífellt algengari og eru eldri einstaklingar þar stór hluti. Og þrátt fyrir að tæknin geti verið góð þá hefur hún engu að síður haft ýmsar neikvæðar afleiðingar í för með sér og algengara er að fólk einangrist. Hér er fallegt myndband sem unnið var í þeim tilgangi að berjast gegn einmanaleika.  Manstu þegar þú varst barn… og spurðir einhvern hvort...

Skoða

Er blind, aldrei lært ensku en rúllar hér upp erfiðu lagi Whitney Houston

Hún Elsie hefur aldrei verið í skóla og aldrei lært ensku – og hún er blind.  Það stendur samt ekki í henni að syngja lög sem Whitney Houston og aðrir þekktir listamenn hafa gert fræg í gegnum tíðina. Elsie býr með fjölskyldu sinni í litlu þorpi á Filippseyjum og hún hefur svo sannarlega hlotið þá náðargáfu að geta sungið.

Skoða

Amma grætur af hlátri yfir barnabók og nú er bókin að verða uppseld alls staðar

Þessi skoska amma hefur gert allt vitlaust í  netheimum og fólk grætur af hlátri með henni. Janice amma ákvað að lesa bók fyrir 4 mánaða gamalt barnabarn sitt sem endaði með því að hún komst varla í gegnum bókina þar sem hún stoppaði stöðugt og hló og hló. Myndbandið hefur farið eins og eldur í sinu um netheima og afleiðing þess er sú að bókin er nú uppseld víða – en útgefendur hafa brugðist við þessum vinsældum með því að láta...

Skoða