Hann vildi ekki vera þekktur sem strákurinn með krabbameinið og ákvað því þegar hann var rúmlega 7 ára gamall að læra á fiðlu. Og í dag er hann þekktur sem strákurinn er spilar á fiðlu.
Tyler Butler-Figueroa var ekki nema 4 ára þegar hann greindist með hvítblæði. Hann segist hafa verið lagður í einelti í skólanum út af krabbameininu og börnin hafi búið til sögur um að meinið hans væri smitandi svo það væri best að forðast hann. En það var þetta sem dró Tyler að fiðlunáminu.
Hann skellti sér síðan í prufur í Americas Got Talent á dögunum og heillaði alla upp úr skónum – og Simon Cowell sagðist ætla að senda öllum þeim er lögðu hann í einelti skilaboð og henti um leið í gullna hnappinn.