Hún er 12 ára gömul og mætti á dögunum í prufur í stærstu hæfileikakeppni í heimi, Americas Got Talent.
Ansley Burns er með mikla rödd en Simon Cowell var ekki sáttur með prufuna í byrjun og fannst tónlistin undir algjörlega ómöguleg. Hann fór því fram á það við þessa 12 ára stelpu að hún syngi án undirleiks – og hún gjörsamlega rúllaði því upp!
Sjón er sögu ríkari…