Þrátt fyrir að vera bæði blindur og einhverfur lét hinn 22 ára gamli Kodi Lee það ekki stoppa sig í að mæta í prufur fyrir nýjustu þáttaröðina af Americas Got Talent.
Þegar Kodi var lítill tóku foreldrar hans eftir því að hann unni tónlist og segir móðir hans tónlistina gjörsamlega hafa bjargað lífi hans og gert honum kleift að lifa í þessum heimi.
Þetta er ein magnaðasta áheyrnaprufa sem við höfum séð. Hafðu vasaklútinn við höndina!