Æðisleg Nutellabananakaka – Þessi klikkar ekki

Hvernig væri að skella í eina góða bananaköku um helgina! Þessi hér slær pottþétt í gegn enda blandast hér saman bananar og Nutella –  og það getur nú tæpast klikkað. Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur uppskrift að Nutellabananaköku. Það sem þarf 2 bollar hveiti ¾ tsk matarsódi ½ tsk salt ¼ bolli mjúkt smjör 1 bolli sykur 2 stór egg 1¼ bolli stappaður þroskaður banani 1 tsk vanilludropar ⅓ bolli mjólk ¾...

Skoða

Ljúffeng súpa sem er svo sannarlega góð fyrir heilsuna

Það er fátt betra en góð og næringarrík súpa á köldum síðkvöldum. Og ekki er verra ef súpan er stútfull af góðum næringarefnum, eins og þessi hér. Þarna eru saman komin nokkur efni sem eru góð fyrir okkur, eins og t.d. túrmerik, hvítlaukur, gulrætur og tómatur. Uppskriftin er frá henni Svövu okkar á Ljúfmeti og lekkerheit. Gulrótar- og tómatsúpa með kókosmjólk (fyrir 4-6) Það sem þarf 1 msk kókosolía eða ólívuolía 1 laukur, hakkaður 2...

Skoða

Milljón dollara hakk og spagettí sem allir elska

Hér er kominn hinn fullkomni fjölskylduréttur og klárt mál að þetta er réttur sem allir elska. Þetta er nýtt tvist á hakk og spagettí en uppskriftin er amerísk og það er hún Svava vinkona okkar á Ljúfmeti og lekkertheit sem töfraði þetta auðveldlega fram. Það sem þarf 450 gr nautahakk (eða 1 bakki) 1 dós pastasósa 225 gr rjómaostur 1/4 bolli sýrður rjómi 225 gr kotasæla 110 gr smjör 225 gr spagettí rifinn cheddar ostur Aðferð Hitið...

Skoða

Dásamleg súkkulaðikaka með kókos – Algjör klassík

Þessi súkkulaðikaka er algjör dásemd og eitthvað sem maður bakar aftur og aftur. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því með orðum hvað hún er góð. Þetta er jú súkkulaðikaka… með bökuðum kókos. Hljómar vel, ekki satt! Hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit deilir hér með okkur uppskrift að þessu góðgæti. En Svava sker kökuna líka stundum niður í litla bita og þá er hún eins og konfektmolar Það sem þarf Botn 200 g smjör 4 egg 5 dl...

Skoða

Æðislegar Tiramisu brúnkur sem taka eftirréttinn alveg í nýjar hæðir

Tiramisu er einn okkar uppáhalds eftirréttur og þar eru eflaust margir sammála okkur. Okkur finnst brúnkur líka einstaklega góðar. Svo þegar Tiramisu og brúnkur koma saman þá verður algjör veisla. Hér er skemmtileg uppskrift að Brownie-Tiramisu kökum í bolla – frábær eftirréttur eða bara ljúft og gott með sunnudagskaffinu. Það sem þarf 1 pakki brownie-mix (t.d. Betty Crocker) 1/3 bolli espresso eða sterkt kaffi 1/3 bolli...

Skoða

Allt of góðar „spicy“ sætar kartöflur í ofni

Ég bara verð að deila með ykkur þessari æðislegu uppskrift sem er í uppáhaldi hjá mér. Sætar kartöflur eru eitt það besta sem ég fæ og ég einfaldlega fæ ekki leið á þeim. Þess vegna finnst mér ómissandi að eiga nokkrar… eða margar uppskriftir að góðum sætkartöfluréttum. Einfalt og „spicy“ Ef þig langar í eitthvað vel kryddað og gott, sem sagt eitthvað „spicy“ –  þá er þetta málið. Maður minn hvað þessar kartöflur eru...

Skoða

Einföld og góð skúffukaka sem á alltaf við

Skúffukaka er eitthvað sem er afar sígilt og flestum finnst gott. Volg skúffukaka með ískaldri mjólk er klassík. Uppskriftin að þessari köku er einföld, og þannig á það auðvitað að vera. Og hvað er betra en að skella í skúffuköku um helgar? Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér þessari uppskrift með okkur. Einföld og góð skúffukaka Það sem þarf 150 gr smjör 2 egg 3 dl sykur 2 tsk vanillusykur 2 msk kakó 4 dl hveiti...

Skoða

Dásamlega sítrónukakan hennar Nigellu

Ef þú hefur hvorki smakkað né bakað sítrónuformköku þá er sko heldur betur kominn tími til. Þetta er ein besta formkaka sem við á fáum – en sítrónukaka er einstaklega bragðgóð og frískandi. Uppskriftina að þessu ljúfmeti fékk hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit úr einni af bókunum hennar Nigellu Lawson en Svava hefur aðlagað hana að eigin þörfum. Það sem þarf 125 gr ósaltað smjör 175 gr sykur 2 stór egg rifinn börkur af 1 sítrónu...

Skoða

Æðislegar karamellubrúnkur með botni úr saltstöngum

Er þetta ekki eitthvað fyrir helgina? Þunnur og stökkur botn úr saltstöngum, mjúk brúnka sem er örlítið blaut í sér og mjúk karamella með sjávarsalti yfir. Svo ólýsanlega gott! Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur uppskriftinni að þessu góðgæti. Það sem þarf Botn 125 g saltstangir 75 g smjör, brætt 2 tsk sykur Kaka 400 g suðusúkkulaði (eða 70% súkkulaði) 175 g smjör 5 egg 4 ½ dl púðursykur 1 tsk...

Skoða

Geggjað nachos í ofnskúffu – Frábært um helgina

Hér er helgarsnarlið komið. Einfalt nachos með nautahakki í ofnskúffu. Þetta tekur enga stund að útbúa og við lofum að þetta klárast á núll einni – því þetta er svo rosalega gott. Fyrir marga Með flögunum er gott að bera fram rauða salsa, guacamole, heita ostasósu og síðan þá sósu sem hér er uppskrift að. Það má líka auðveldlega tvöfalda uppskriftina ef gera á réttinn fyrir marga. Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem...

Skoða

Mjúk amerísk súkkulaðikaka með ekta súkkulaðikremi

Þessi súkkulaðikaka er einstaklega mjúk og með miklu súkkulaðibragði – dásamleg í alla staði. Og er betri en allt sem gott er. Kakan geymist vel og helst mjúk alveg þar til hún er búin. Er ekki tilvalið að skella í eina svona fyrir fjölskylduna og sunnudagskaffið? Það er hún Svava vinkona okkar á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir þessari dásemdar uppskrift með okkur. Mjúk amerísk súkkulaðikaka 3 bollar hveiti 2½ bolli sykur 1 msk + 1...

Skoða

Kryddað og brakandi gott ofnbakað blómkál

Ég verð að viðurkenna að blómkál hefur hingað til ekki verið á óskalista hjá mér yfir gott meðlæti. Venjulegt soðið blómkál er í mínum huga ekki spennandi réttur enda ekki nógu bragðmikið. Er komið á listann En með þessu ofnbakaða og vel kryddaða blómkáli er þessi réttur klárlega orðinn einn af mínum uppáhalds. Ég bar hann fram með bleikju og hann smellpassaði með fiskinum. Og ég get ímyndað mér að hann passi alveg jafn vel með...

Skoða

Svona gerirðu algjörlega fullkomin harðsoðin egg

Þeir eru ófáir sem borða egg daglega, enda egg alveg afskaplega holl og góð. En ertu að sjóða þau rétt? Er til einhver rétt leið til að sjóða eggin? Kannski ekki og eflaust hefur hver sinn háttinn á því. En því verður samt ekki neitað að þessi aðferð sem hér um ræðir gefur þér fullkomin harðsoðin egg. Og hvernig gerir maður það? Hver kannast ekki við að lenda í því að dökkur hringur myndast í kringum rauðuna, eða að hvítan er svo föst...

Skoða

Heimagert granóla með pekanhnetum – frábært í morgunmatinn

Það er algjörlega tilvalið að útbúa þetta girnilega granola um helgina til að eiga í morgunmatinn út vikuna. En þetta er bæði ofur einfalt og fljótlegt að útbúa. Við notum þetta heimagerða granóla t.d. út í jógúrtið okkar á morgnana. Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur þessari uppskrift. Það sem þarf 3 bollar tröllahafrar 1 bolli grófsaxaðar pekanhnetur 2 tsk kanil ¼ tsk salt ½ bolli ljós púðursykur ¼...

Skoða

Dásamlegur eftirréttur – Fallegar bakaðar eplarósir

Þetta er með fallegri eftirréttum sem við höfum séð og það liggur við að hann sé of fallegur til að borða. En það er samt alls ekkert flókið að útbúa þessar gullfallegu eplarósir. Og svo er auðvitað einstaklega gaman að bjóða upp á svona fallegan eftirrétt. Það sem þarf 2 rauð epli 1/2 sítróna vatn 3 msk. aprikósumarmelaði smjördeig kanill Aðferð Kjarnhreinsið eplin og skerið í þunnar sneiðar. Setjið vatn í skál og kreistið safa úr...

Skoða