Einstaklega einfaldur og fljótlegur eftirréttur

Þegar strákarnir mínir voru litlir bjó ég stundum til eftirrétt handa þeim sem við kölluðum spariskyr. Um daginn gerði ég nýja útfærslu af spariskyri sem vakti ekki minni lukku en sú gamla. Það eru í raun engin hlutföll í þessu heldur bara gert eftir tilfinningu. Rjómi er þeyttur og hrærður saman við vanilluskyr þannig að skyrið verði létt í sér. Oreokex er mulið og síðan er skyr og kex sett á víxl í skál eða glas. Endið á að setja...

Skoða

Þessi safi er alveg hreint frábær við uppþembu og bólgum í líkamanum

Þrátt fyrir að vatnsmelónur séu 92% vatn innihalda þær engu að síður fullt af næringarefnum sem eru góð fyrir okkur. Má þar t.d. nefna B-1, B-2, B-3 og B-6 vítamín, fólinsýru, magnesíum, fosfór, kalíum, sink og lycopene. Það er því vel þess virði að bæta vatnsmelónum inn í mataræðið enda eru þær afar frískandi og tilvalið að nota þær í góðan og hollan drykk. Þessi melónudrykkur er frábær við bólgum og uppþembu í líkamanum Uppskriftin...

Skoða

Frábært trix til að steikja beikon á pönnu – Án alls sóðaskapsins

  Ef þér finnst beikon gott og færð aldrei nóg af því… en finnst hins vegar sóðalegt og leiðinlegt að steikja það er hér frábært trix fyrir þig. Stökkt og gott Við þekkjum það öll hvað allt verður subbulegt þegar maður steikir beikon á pönnu – en það er ekki þar með sagt að maður vilji hætta að steikja það á þann hátt. Þess vegna tökum við þessu trixi fagnandi. Beikonið verður fullkomlega steikt, stökkt og gott...

Skoða

Bakaðar og gómsætar pepperoni pizza kartöflur

Fáir slá hendinni á móti brakandi pepperoni pizzu, eða bakaðri kartöflu með góðri steik, mmm… En að sameina þetta tvennt er eitthvað sem fáum hefur dottið í hug. Við á Kokteil kynnum því til leiks bakaða pepperoni pizzakartöflu. Hefurðu smakkað? Hún er stjarnfræðilega góð svo ekki sé meira sagt. Svo er líka einfalt og fljótlegt að matreiða hana.  Það sem þú þarft Bakaða kartöflu Ólífuolíu Salt og pipar Rifinn ost Pepperoni...

Skoða

Gómsætur bakaður Brie í áramótaveisluna

Bakaðir ostar eru í miklu uppáhaldi hjá mér og geri ég þannig reglulega. Þessa uppskrift nota ég mikið enda alveg með eindæmum góð. Þetta er einn af þeim réttum sem klárast fljótt… reyndar allt of fljótt. Það er tilvalið að nota Jólabrie (þegar hann fæst) í þennan rétt þar sem hann er stærri en t.d. venjulegur Camembert. Bakaður Brie á svo sannarlega við í áramótaveislunni. Það sem þarf 1 stk Jólabrie eða annan stóran Brie ost ¼...

Skoða

Dásamlegt jóla Tiramisu úr smiðju Jamie Oliver

Það er algjörlega ómissandi að fá góðan eftirrétt um jólin. Hvort sem maður borðar hann strax eftir mat eða gæðir sér á honum seinna um kvöldið þá er gott að fá eitthvað ljúffengt og sætt. Hér er dásamleg uppskrift að jóla Tiramisu úr smiðju snillingsins Jamie Oliver en Jamie segir konu sína kjósa þessa útgáfu yfir þá venjulegu. Þessi verður svo sannarlega prófuð um jólin! Það sem þarf 200 ml rjóma 100 gr dökkt súkkulaði, t.d. 70% Nóa...

Skoða

Æðislegir snickersbitar á aðventu

Nú á aðventu er smákökubakstur á fullu á mörgum heimilum. Margir gera líka konfekt og aðra sæta og góða mola. Það er vel þess virði að henda í þessa uppskrift hér að girnilegum og fljótlegum snickersbitum. Þetta tekur enga stund að útbúa og við getum lofað því að bitarnir renna ljúflega ofan í mannskapinn. Uppskriftin er frá Svövu á Ljúfmeti og lekkerheit. Það sem þarf 1 krukka hnetusmjör ca 350 g 1 1/2 dl sýróp 1 dl sykur 9 dl...

Skoða

Gómsætar jólalegar súkkulaðikökur með Bismark súkkulaði

Þær gerast nú varla mikið jólalegri smákökurnar… hvað þá betri! Jólalegar súkkulaðikökur Mér finnst rjómasúkkulaðið með bismark frá Nóa Siríus afskaplega gott. Og ég er virkilega ánægð með þessar smákökur sem  eru einstaklega jólalegar og bragðgóðar. Það passar afar vel með myntunni að hafa kökurnar dökkar og dásamlegt að finna myntuna í munninum á eftir Þessar sóma sér vel á jólakaffiborðinu. Það sem þarf 2 ½ bolli hveiti 1 tsk...

Skoða

Dýrindis spagettí með hollu og mjúku avókadó pestó

Avókadó er ein af þessum fæðutegundum sem passa með næstum öllum mat. Og hér notum við það með spagettí. Avókadó er stútfullt af góðri fitu og er þess vegna sérstaklega gott fyrir hjartað. Rannsóknir sýna að réttir sem innihalda avókadó eru saðsamir og gera fólk saddara lengur. Þessi ljúffengi pastaréttur hér að neðan er einfaldur, hollur og góður. Það sem þarf 350 gr spagettí 2 avókadó 1 hvítlauksrif 1 búnt vorlaukur safi úr 1...

Skoða

Góð hnífatækni er mikilvæg í eldhúsinu – Tileinkaðu þér þessa grunntækni

Það er algjörlega nauðsynlegt að hafa hnífatæknina á hreinu í eldhúsinu. Ekki aðeins auðveldar það vinnuna við matseldina heldur sparar það líka tíma að gera þetta rétt – já og kemur í veg fyrir að maður slasi sig. Í fyrsta lagi er auðvitað afar mikilvægt að nota góða og beitta hnífa. Þannig að ef hnífarnir þínir bíta ekki blautan skít eins og sagt er þá borgar sig að fjárfesta í áhaldi eða tæki til að skerpa þá. Grunnreglurnar...

Skoða

Brjálæðislega góðir heimagerðir BBQ hamborgarar á grillið

Þessir heimagerðu hamborgarar eru brjálæðislega góðir. Og ekki er verra að hafa  fullkomnar franskar með. “Ég las einhvern tímann hjá Jamie Oliver að það geri gæfumuninn að pensla hamborgara með blöndu af sinnepi og Tabasco á meðan þeir eru grillaðir. Það hefur reynst mér vel að fylgja því sem hann segir og líkt og áður hefur hann rétt fyrir sér, hamborgararnir verða súpergóðir við þetta. Annað sem mér þykir gott að setja á...

Skoða

Granatepli eru góð fyrir heilsuna – Svona nærðu fræjunum auðveldlega úr þeim

Granatepli er ávöxtur sem er afar ríkur af næringarefnum. Hann er geysivinsæll út um allan heim en samt eru margir sem forðast að kaupa hann því þeir vita ekki hvernig á að meðhöndla ávöxtinn og ná fræjunum úr. En ekki hika við að nota granatepli því hér er rétta aðferðin. Svona og akkúrat svona nærðu fræjunum úr granateplum Aðferð Skerðu granateplið til helminga og brjóttu það í sundur. Eins getur þú skorið endana af og síðan skorið...

Skoða

Gómsætur og einfaldur ís – Og ekki margar hitaeiningar

Langar þig í ís en vilt ekki allar hitaeiningarnar sem honum fylgja? Hér er þá ísinn fyrir þig! Þetta er bæði hollt og gott – og alveg einstaklega einfalt. Alveg eins og við viljum hafa það. Þú þarft ekki nema tvö hráefni til að útbúa þetta góðgæti. Frábært til að narta í þegar nammipúkinn bankar upp á. Það sem þarf 4 meðalstórir banana (eða 3 stórir) 4 msk litlir dökkir súkkulaðidropar Aðferð Opnið bananana, takið hýðið af og...

Skoða

Ljúffengt mexíkóskt kjúklingatacos undir ostabræðingi

Mexíkóskir réttir tróna hátt á okkar lista yfir góðan mat. Það er alltaf ákveðin stemning að bjóða upp á mexíkanskt og virðist það falla að smekk flestra. Hér er rosalega girnileg uppskrift að kjúklingatacos sem hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit segir að hafi slegið í gegn á sínu heimili. Í skeljum eða kökum Réttinn má bera fram í stökkum tacoskeljum, mjúkum tortillakökum eða bara með salati og nachos. Hér er hann borinn fram í...

Skoða

Meiriháttar súkkulaðibitakökur með brúnuðu smjöri, karamellu og sjávarsalti

Jólaundirbúningurinn er hafinn á mínu heimili og smákökubakstur kominn á skrið. Enda styttist í aðventu og smákökur eru til þess að borða á aðventunni. Nýjar rosalega góðar kökur Það alltaf jafn gaman að prófa eitthvað nýtt og þessar kökur hér eru alveg svakalega góðar. Ég er virkilega ánægð með þær – enda slógu þær í gegn hjá fjölskyldumeðlimum. Þegar deigið er bragðgott þá veit það á gott. Já ég smakkaði deigið, bara gat ekki...

Skoða