Góð hnífatækni er mikilvæg í eldhúsinu – Tileinkaðu þér þessa grunntækni

Það er algjörlega nauðsynlegt að hafa hnífatæknina á hreinu í eldhúsinu. Ekki aðeins auðveldar það vinnuna við matseldina heldur sparar það líka tíma að gera þetta rétt – já og kemur í veg fyrir að maður slasi sig. Í fyrsta lagi er auðvitað afar mikilvægt að nota góða og beitta hnífa. Þannig að ef hnífarnir þínir bíta ekki blautan skít eins og sagt er þá borgar sig að fjárfesta í áhaldi eða tæki til að skerpa þá. Grunnreglurnar...

Skoða

Brjálæðislega góðir heimagerðir BBQ hamborgarar á grillið

Þessir heimagerðu hamborgarar eru brjálæðislega góðir. Og ekki er verra að hafa  fullkomnar franskar með. “Ég las einhvern tímann hjá Jamie Oliver að það geri gæfumuninn að pensla hamborgara með blöndu af sinnepi og Tabasco á meðan þeir eru grillaðir. Það hefur reynst mér vel að fylgja því sem hann segir og líkt og áður hefur hann rétt fyrir sér, hamborgararnir verða súpergóðir við þetta. Annað sem mér þykir gott að setja á...

Skoða

Granatepli eru góð fyrir heilsuna – Svona nærðu fræjunum auðveldlega úr þeim

Granatepli er ávöxtur sem er afar ríkur af næringarefnum. Hann er geysivinsæll út um allan heim en samt eru margir sem forðast að kaupa hann því þeir vita ekki hvernig á að meðhöndla ávöxtinn og ná fræjunum úr. En ekki hika við að nota granatepli því hér er rétta aðferðin. Svona og akkúrat svona nærðu fræjunum úr granateplum Aðferð Skerðu granateplið til helminga og brjóttu það í sundur. Eins getur þú skorið endana af og síðan skorið...

Skoða

Gómsætur og einfaldur ís – Og ekki margar hitaeiningar

Langar þig í ís en vilt ekki allar hitaeiningarnar sem honum fylgja? Hér er þá ísinn fyrir þig! Þetta er bæði hollt og gott – og alveg einstaklega einfalt. Alveg eins og við viljum hafa það. Þú þarft ekki nema tvö hráefni til að útbúa þetta góðgæti. Frábært til að narta í þegar nammipúkinn bankar upp á. Það sem þarf 4 meðalstórir banana (eða 3 stórir) 4 msk litlir dökkir súkkulaðidropar Aðferð Opnið bananana, takið hýðið af og...

Skoða

Ljúffengt mexíkóskt kjúklingatacos undir ostabræðingi

Mexíkóskir réttir tróna hátt á okkar lista yfir góðan mat. Það er alltaf ákveðin stemning að bjóða upp á mexíkanskt og virðist það falla að smekk flestra. Hér er rosalega girnileg uppskrift að kjúklingatacos sem hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit segir að hafi slegið í gegn á sínu heimili. Í skeljum eða kökum Réttinn má bera fram í stökkum tacoskeljum, mjúkum tortillakökum eða bara með salati og nachos. Hér er hann borinn fram í...

Skoða

Meiriháttar súkkulaðibitakökur með brúnuðu smjöri, karamellu og sjávarsalti

Jólaundirbúningurinn er hafinn á mínu heimili og smákökubakstur kominn á skrið. Enda styttist í aðventu og smákökur eru til þess að borða á aðventunni. Nýjar rosalega góðar kökur Það alltaf jafn gaman að prófa eitthvað nýtt og þessar kökur hér eru alveg svakalega góðar. Ég er virkilega ánægð með þær – enda slógu þær í gegn hjá fjölskyldumeðlimum. Þegar deigið er bragðgott þá veit það á gott. Já ég smakkaði deigið, bara gat ekki...

Skoða

Æðisleg Nutellabananakaka – Þessi klikkar ekki

Hvernig væri að skella í eina góða bananaköku um helgina! Þessi hér slær pottþétt í gegn enda blandast hér saman bananar og Nutella –  og það getur nú tæpast klikkað. Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur uppskrift að Nutellabananaköku. Það sem þarf 2 bollar hveiti ¾ tsk matarsódi ½ tsk salt ¼ bolli mjúkt smjör 1 bolli sykur 2 stór egg 1¼ bolli stappaður þroskaður banani 1 tsk vanilludropar ⅓ bolli mjólk ¾...

Skoða

Ljúffeng súpa sem er svo sannarlega góð fyrir heilsuna

Það er fátt betra en góð og næringarrík súpa á köldum síðkvöldum. Og ekki er verra ef súpan er stútfull af góðum næringarefnum, eins og þessi hér. Þarna eru saman komin nokkur efni sem eru góð fyrir okkur, eins og t.d. túrmerik, hvítlaukur, gulrætur og tómatur. Uppskriftin er frá henni Svövu okkar á Ljúfmeti og lekkerheit. Gulrótar- og tómatsúpa með kókosmjólk (fyrir 4-6) Það sem þarf 1 msk kókosolía eða ólívuolía 1 laukur, hakkaður 2...

Skoða

Milljón dollara hakk og spagettí sem allir elska

Hér er kominn hinn fullkomni fjölskylduréttur og klárt mál að þetta er réttur sem allir elska. Þetta er nýtt tvist á hakk og spagettí en uppskriftin er amerísk og það er hún Svava vinkona okkar á Ljúfmeti og lekkertheit sem töfraði þetta auðveldlega fram. Það sem þarf 450 gr nautahakk (eða 1 bakki) 1 dós pastasósa 225 gr rjómaostur 1/4 bolli sýrður rjómi 225 gr kotasæla 110 gr smjör 225 gr spagettí rifinn cheddar ostur Aðferð Hitið...

Skoða

Dásamleg súkkulaðikaka með kókos – Algjör klassík

Þessi súkkulaðikaka er algjör dásemd og eitthvað sem maður bakar aftur og aftur. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því með orðum hvað hún er góð. Þetta er jú súkkulaðikaka… með bökuðum kókos. Hljómar vel, ekki satt! Hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit deilir hér með okkur uppskrift að þessu góðgæti. En Svava sker kökuna líka stundum niður í litla bita og þá er hún eins og konfektmolar Það sem þarf Botn 200 g smjör 4 egg 5 dl...

Skoða

Æðislegar Tiramisu brúnkur sem taka eftirréttinn alveg í nýjar hæðir

Tiramisu er einn okkar uppáhalds eftirréttur og þar eru eflaust margir sammála okkur. Okkur finnst brúnkur líka einstaklega góðar. Svo þegar Tiramisu og brúnkur koma saman þá verður algjör veisla. Hér er skemmtileg uppskrift að Brownie-Tiramisu kökum í bolla – frábær eftirréttur eða bara ljúft og gott með sunnudagskaffinu. Það sem þarf 1 pakki brownie-mix (t.d. Betty Crocker) 1/3 bolli espresso eða sterkt kaffi 1/3 bolli...

Skoða

Allt of góðar „spicy“ sætar kartöflur í ofni

Ég bara verð að deila með ykkur þessari æðislegu uppskrift sem er í uppáhaldi hjá mér. Sætar kartöflur eru eitt það besta sem ég fæ og ég einfaldlega fæ ekki leið á þeim. Þess vegna finnst mér ómissandi að eiga nokkrar… eða margar uppskriftir að góðum sætkartöfluréttum. Einfalt og „spicy“ Ef þig langar í eitthvað vel kryddað og gott, sem sagt eitthvað „spicy“ –  þá er þetta málið. Maður minn hvað þessar kartöflur eru...

Skoða

Einföld og góð skúffukaka sem á alltaf við

Skúffukaka er eitthvað sem er afar sígilt og flestum finnst gott. Volg skúffukaka með ískaldri mjólk er klassík. Uppskriftin að þessari köku er einföld, og þannig á það auðvitað að vera. Og hvað er betra en að skella í skúffuköku um helgar? Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér þessari uppskrift með okkur. Einföld og góð skúffukaka Það sem þarf 150 gr smjör 2 egg 3 dl sykur 2 tsk vanillusykur 2 msk kakó 4 dl hveiti...

Skoða

Dásamlega sítrónukakan hennar Nigellu

Ef þú hefur hvorki smakkað né bakað sítrónuformköku þá er sko heldur betur kominn tími til. Þetta er ein besta formkaka sem við á fáum – en sítrónukaka er einstaklega bragðgóð og frískandi. Uppskriftina að þessu ljúfmeti fékk hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit úr einni af bókunum hennar Nigellu Lawson en Svava hefur aðlagað hana að eigin þörfum. Það sem þarf 125 gr ósaltað smjör 175 gr sykur 2 stór egg rifinn börkur af 1 sítrónu...

Skoða

Æðislegar karamellubrúnkur með botni úr saltstöngum

Er þetta ekki eitthvað fyrir helgina? Þunnur og stökkur botn úr saltstöngum, mjúk brúnka sem er örlítið blaut í sér og mjúk karamella með sjávarsalti yfir. Svo ólýsanlega gott! Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur uppskriftinni að þessu góðgæti. Það sem þarf Botn 125 g saltstangir 75 g smjör, brætt 2 tsk sykur Kaka 400 g suðusúkkulaði (eða 70% súkkulaði) 175 g smjör 5 egg 4 ½ dl púðursykur 1 tsk...

Skoða