Er mikið stress í þínu lífi? – Hér eru sex einfaldar leiðir til að höndla það

Streita er mikil í okkar nútímasamfélagi og ansi margir lifa við stöðugt stress. Það er engum blöðum um það að fletta að stress hefur slæm áhrif á heilsuna – ekki bara andlega heldur lika líkamlega. Mikilvægt að ná slökun á hverjum degi Sérfræðingar segja mikilvægt fyrir okkur að ná að slaka á þótt ekki sé nema í stutta stund í senn, meira að segja örfáar mínútur geti hjálpað. En þeir telja það geta gert líkamanum afar gott að ná 20...

Skoða

Borðaðu þessar 7 fæðutegundir fyrir ljómandi húð og unglegt útlit

Við hér á Íslandi þurfum að huga vel að húðinni yfir vetrarmánuðina þar sem kuldinn og þurrt loftið fara ekki vel með hana. Húðin verður þurr og jafnvel grá og veitir þess vegna ekki af öllu því sem við getum gefið henni. En það er ekki nóg að kaupa fín og góð krem því mikilvægt er að veita húðinni næringu innan frá og þá skiptir miklu máli hvað við látum ofan í okkur. Hér eru nokkrar fæðutegundir sem eru góðar fyrir húðina allan...

Skoða

Ekki láta flensuna ná þér – Notaðu þessar fyrirbyggjandi aðferðir

Flensa herjar á marga bæði á haustin sem yfir veturinn og nú er tímabilið rétt að byrja svo það er eins gott að vera við öllu búinn. Það má alveg búast við því að flensan stingi sér niður á mörgum heimilum næstu vikur og mánuði. Mismunandi er hvað henni fylgir í það og það skiptið en afar algengt er að það sé kvef, hiti og hálsbólga. Margir velja að fara í flensusprautu á hverju hausti til að verja sig gegn flensunni en aðrir kjósa að...

Skoða

Þannig geturðu dregið úr líkum á hjartasjúkdómum – Ráð læknisins

Þrengsli og stíflur í kransæðum eru meðal stærstu og alvarlegustu sjúkdóma mannkyns. En kransæðasjúkdómur hrjáir þúsundir Íslendinga og er algengasta dánarorsök okkar landsmanna. Mataræðið mikilvægt Þáttur mataræðis í tilurð og framgangi hjartasjúkdóma hefur verið hitamál en eitt af því sem einkennir nýrri ráðleggingar um heilsusamlegt mataræði er áhersla á sjálfan matinn fremur en einstök næringarefni. Í stuttu máli dregur aukin...

Skoða

Þannig fer Christie Brinkley að því að líta svona vel út 65 ára

Christie Brinkley er með flottari konum sem við höfum séð og það er hreint með ólíkindum að þessi kona sé orðin 65 ára gömul. Hún varð heimsfræg í kringum 1980 þegar hún birtist þrisvar í röð á forsíðu tímaritsins Sports Illustrated Swimsuit. En hún hefur í gegnum tíðina birst á forsíðum meira en 500 tímarita. Christie og  Billy Þá varð Christie enn meira áberandi á sínum tíma er hún gekk að eiga stórsöngvarann Billy Joel árið 1994 en...

Skoða

Að eiga gott samband við börnin sín dregur úr líkum á Alzheimer

Fjölskylda okkar og mannleg samskipti geta skipt sköpum í því hvernig við eldumst og hvernig heilsufar okkar er og verður á eldri árum. Það er afar ánægjulegt til þess að vita að draga megi úr líkum á sjúkdómum eins og Alzheimer með því að eyða tíma með fólkinu sínu. Minni líkur á elliglöpum Að rækta og eiga gott samband við börnin sín veitir okkur svo sannarlega hamingju og gleði í dag. En það sem er kannski enn betra er að það að...

Skoða

Heili kvenna mun virkari en heili karla – En því fylgja líka vandamál

Því hefur lengi verið haldið fram, og grínast með, að konur geti gert tvo hluti í einu en karlar bara alls ekki. Kannski er eitthvað til í því, en rannsóknir sýna einmitt fram á að heili kvenna sé töluvert virkari á fleiri svæðum en heili karla. En þessar niðurstöður eru m.a. taldar geta útskýrt hvers vegna konur eru viðkvæmari fyrir kvíða, þunglyndi, svefnleysi og átröskunarsjúkdómum. Varpa ljósi á heilabilun Rannsóknin, sem...

Skoða

Fimm hlutir sem þú vissir líklega ekki um gráu hárin

Það á fyrir okkur öllum að liggja að verða gráhærð – en hvenær eða hvernig getur verið afar mismunandi. Sumir verða til dæmis gráhærðir mjög snemma á meðan aðrir eru á þessu eðlilega róli og svo eru einhverjir sem verða gráhærðir seint. Þá verða sumir alveg gráir á meðan aðrir verða alveg hvíthærðir. Hér eru fimm atriði sem þú kannski vissir ekki um gráa hárið 1. Þú verður ekki grá/r allt í einu Sumir segjast hafa orðið gráhærðir á...

Skoða

Er stundum erfitt að sofna á kvöldin? Prófaðu þá þetta fyrir svefninn

Að fá nægan svefn er mikilvægt upp á almennt heilsufar, bæði líkamlegt sem andlegt. Rannsóknir benda til að okkur sé nauðsynlegt að fá á milli sjö og níu tíma svefn á nóttu. Viðvarandi vandamál En góður svefn er ekkert sjálfsagður og flestir lenda einhvern tímann í því að geta ekki sofnað á kvöldin. Þá taka við endalausar byltur og snúningar sem minnka enn frekar líkurnar á því að sofna. Og hjá sumum er svefnleysi viðvarandi vandamál....

Skoða

Þessi dúndur orkuskot bæta meltinguna og efnaskiptin – Mikilvægt fyrir heilsuna

Góð melting er afar mikilvæg fyrir heilsu og almenna vellíðan. Til þess að hafa næga orku yfir daginn þarf líkaminn að geta unnið almennilega úr þeim næringarefnum sem honum eru gefin. Ef meltingin og efnaskipti líkamans eru slæm getur það bæði leitt til vanlíðunar og þess að þú verðir hálf orkulaus. Dúndur orkuskot Þessi litli drykkur hér hjálpar meltingunni og kemur henni í gang. Byrjaðu daginn á þessu skoti og meltingin ætti að...

Skoða

Frábær trix og ráð til að láta hárið virðast þykkara

Það getur verið erfitt að eiga við þunnt hár og að ná fyllingu í það. En ekkert er ómögulegt og oftast má finna lausn við öllu. Hér eru góð en einföld ráð sem geta breytt útliti hársins og hvernig er að eiga við það. Sex trix sem láta hárið líta út fyrir að vera þykkara 1. Klipptu styttur í hárið Láttu klippa hárið í styttur – en það þarf að vanda vel til verka og gera hárgreiðslukonunni/manninum það ljóst að klippa eigi hárið svo það...

Skoða

Fimm æfingar til að gera heima sem koma þér fljótt í form

Margir eru duglegir að halda sér í formi þótt þeir fari ekki í ræktina. Það er nefnilega alls ekki nauðsynlegt að kaupa sér líkamsræktarkort til að vera í formi. Til dæmis kostar ekkert að skella sér í göngutúr eða út að hlaupa. En það eitt og sér er kannski ekki nóg til að þjálfa alla vöðva líkamans. Hér eru nokkrar æfingar sem styrkja líkamann og þú getur auðveldlega gert heima – þessar æfingar ættu að hjálpa þér að komast...

Skoða

Þaulreyndur þjálfari Biggest Loser segir okkur sannleikann um aukakílóin

Þaulreyndur þjálfari Biggest Loser þáttanna er með það alveg á hreinu hvort sé mikilvægara, mataræðið eða líkamsræktin. En margir þeirra sem eru að velta þyngd sinni fyrir sér og eru að reyna passa upp á holdafarið hafa velt vöngum yfir því hvort mikilvægara sé að borða rétt eða að stunda reglulega hreyfingu. Flestir myndu líklega segja þetta jafn mikilvægt. Og þeir sem hafa atvinnu af því að ráðleggja og hjálpa fólki sem er að reyna...

Skoða

Þannig ráðleggur hjartalæknirinn okkur að borða fyrir heilsu og hjarta

Þáttur mataræðis í tilurð og framgangi hjartasjúkdóma er mikilvægur. En kransæðasjúkdómur hrjáir þúsundir Íslendinga og er algengasta dánarorsök landsmanna. Áhættuþættirnir eiga það flestir sameiginlegt að tengjast náið þeim lífsstíl sem við temjum okkur. Með lífsstílsbreytingum er því hægt að hafa jákvæð áhrif á áhættuþættina og þannig draga úr líkum á því að fá kransæðasjúkdóm. Og þar gegnir mataræðið veigamiklu hlutverki....

Skoða

Tíðni brjóstakrabbameins í Japan er mjög lág og þetta gæti verið ástæðan

Tíðni brjóstakrabbameins í Japan er heilum 66 prósentum lægri en til dæmis í Bandaríkjunum. Þetta er nokkuð mikill munur og því forvitnilegt að skoða hver ástæðan geti verið. Er joðskorti um að kenna? Sérfræðingar hafa velt því töluvert fyrir sér hvort joðskorti geti verið um að kenna – það er að hvers vegna konur í Japan séu með meira af joð í líkamanum en konur í vestrænum löndum. En joð er steinefni sem binst hormónum...

Skoða