Tvær ótrúlega einfaldar leiðir til að gera krullur og strandarliði í hárið

Hvað ætli mörgum konum finnist þær eyða of miklum tíma í hár sitt? Það getur tekið langan tíma að gera sítt hár fínt og því gott að kunna réttu trixin til að grípa í þegar tíminn er naumur. Frábært í sumar Krullur og strandarliðir, svona eins og þú sért nýkomin af ströndinni, passa svo vel yfir sumartímann. Þótt margir haldi að það kosti mikla vinnu og fyrirhöfn að gera hárið þannig þá þarf svo alls ekki að vera. Hér eru tvær frábærar...

Skoða

Svona er agúrkuvatn ótrúlega gott fyrir líkamann

Hefurðu prófað agúrkuvatn? Ef ekki ættir þú kannski að skoða það að bæta því við það sem þú drekkur yfir daginn. Gúrkuvatnið er afar gott fyrir líkamann og hjálpar til við að næra hann. Auk þess getur það bætt útlitið og látið þér líða betur. Eins og allir vita er vatn mjög gott fyrir líkamann en agúrkuvatn er þó enn betra því með agúrkunum fáum við um leið bæði vítamín og steinefni. Gúrkurnar bæta þessu auka við sem við þurfum til að...

Skoða

Hér eru fimm einkenni þess að þú neytir of mikils sykurs

Sykur er hluti af okkar daglega lífi – því hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er sykur í næstum því öllu. Hvort sem það eru þau kolvetni sem við látum ofan í okkur eða drykkirnir sem við drekkum. En það er mikilvægt að vera á varðbergi að sykurneyslan fari ekki úr hófi fram því of mikil sykurneysla er varhugaverð. Of mikill sykur getur haft alvarlegar aukaverkanir og haft áhrif á lífsgæði okkar. Og þá er ekki bara verið að...

Skoða

Hver er besta svefnstellingin – og sefur þú í þeirri bestu eða verstu

Góður svefn er síður en svo sjálfsagður og því fær maður betur að kynnast þegar maður eldist. En bæði of lítill og of mikill svefn er slæmur fyrir heilsuna. Svefnstellingar okkar skipta líka miklu meira máli en margir gera sér grein fyrir. Sú stelling sem við sofum í getur meðal annars haft áhrif á hrotur, brjóstsviða og hrukkumyndun. Hér eru kostir og gallar algengustu svefnstellinganna Að sofa á bakinu Margir læknar eru sammála um...

Skoða

Er gott fyrir brjóstin að sofa í brjóstahaldara?

Í gegnum tíðina hafa verið uppi ýmsar hugmyndir og kenningar um brjóst kvenna. Af hverju þau eru svona eða hinsegin, af hverju þau síga, hvað er gott að gera fyrir þau og þar fram eftir götunum. Oft snýst þetta um að halda lögun þeirra með hærri aldri. Að sofa í brjóstahaldara? Þekkt amerísk leikkona, sem komin er yfir fimmtugt, hefur t.d. gefið lesendum glanstímarits ráð varðandi brjóstin. En sjálf þykir hún hafa afar löguleg og...

Skoða

Mikilvægt að borða rétt fyrir hormóna líkamans

Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá hafa hormónar líkamans mikið að segja um það hvernig okkur líður. Segja má að þeir stjórni skapi okkar, orku, kynhvöt, meltingu og því hvernig húð okkar lítur út. Þetta er ekki svo lítið. Hormónaójafnvægi og konur á breytingaskeiði Þess vegna er eins gott að borða rétt fyrir hormónana. Því ef við borðum ekki rétt getur myndast hormónaójafnvægi og fyrir konur sem eru t.d. á breytingaskeiði getur...

Skoða

Að láta klippa á sig topp getur alveg yngt mann um nokkur ár

Ef þig langar að breyta til og ert orðin hundleið á hárinu þínu getur verið að þvertoppur sé málið fyrir þig. Að láta klippa á sig topp gæti líka gert þig unglegri. Það skiptir miklu máli hvernig toppurinn er klipptur En það má ekki gleymast að þvertoppur krefst vinnu. Það þarf að blása hárið og laga toppinn á hverjum degi. Auk þess þarfnast toppurinn þess að hann sé snyrtur reglulega. Þá skiptir miklu máli hvernig hann er klipptur...

Skoða

Að vakna rennandi sveitt og þvöl um miðja nótt – Algengt vandamál

Konur á vissum aldri þurfa að kljást við eitt og annað sem tengist breytingum á líkamsstarfsemi þeirra. Eitt af því eru hitakóf sem gera mörgum konum lífið leitt. Þessi kóf geta skollið á hvenær dagsins sem er – en ekki nóg með það því þetta getur líka gerst í fastasvefni um miðja nótt. Næturútgáfan af hitakófi Þegar hitakóf skellur á um miðja nótt er það kallað nætursviti. Nætursviti er næturútgáfan af hitakófi og getur verið...

Skoða

Hvernig klipping hentar þínu andlitsfalli best?

Ekki hentar öllum konum sama klippingin og sama greiðslan. Ýmislegt þarf að hafa í huga þegar hárið er klippt og eitt af því er andlitsfall viðkomandi. Það fer t.d. mikið eftir andlitsfallinu hvaða hársídd hentar hverri og einni – og einnig hvort eða hvernig taka á hárið upp. Hér eru hinar dæmigerðu sex tegundir andlitsfalla teknar fyrir og hvað hentar hverju og einu þeirra. Hvað hentar þínu andlitsfalli best? Kringlótt andlit...

Skoða

Sjö frábær förðunartrix fyrir unglegra útlit

Þegar við eldumst breytist húð okkar og þá um leið þær áherslur sem við þurfum að nota við förðunina. Ekki dugir lengur að nota sömu vörur og sömu aðferðir og þegar við vorum yngri. Hér eru sjö ráð og trix, fyrir eldri húð, sem gott er að hafa á bak við eyrað við förðunina 1. Rakakrem Berðu rakakrem á andlitið áður en þú setur farða á þig. Húðin þornar með aldrinum og þarf á næringu að halda. Ef þú setur farðann beint á húðina sýgur...

Skoða

Þannig geturðu spornað við of hraðri öldrun húðarinnar

Við Íslendingar búum við myrkur og kulda stóran hluta ársins og því ekki skrýtið að þjóðin taki sólinni fagnandi þegar hún loksins lætur sjá sig. En sólardýrkendur þurfa þó að hafa í huga að of mikil sól er ekki góð fyrir húðina. Þótt hún sé okkur nauðsynleg þá getur of mikið af henni haft slæm áhrif á húðina. Kuldinn, sólin og reykingar Þeir sem helst vilja liggja heilu dagana í sólbaði ættu að endurskoða það því sólin þurrkar húðina...

Skoða

Þunglyndi karla oft dulið og einkennin eru allt önnur en hjá konum

Þunglyndi er afar erfiður sjúkdómur sem þjakar marga. Einkenni þunglyndis geta verið ólík milli kynjanna og þótt sama aðferð sé notuð til að greina þunglyndi hjá körlum og konum þá er upplifunin og þau einkenni sem sjúklingarnir helst kvarta yfir ekki þau sömu. Hér eru þau atriði sem karlar ræða helst um við lækni þegar greining á sér stað Þreyta Mikil þreyta er eitt helsta umkvörtunarefni karla – og er mun algengara að þeir...

Skoða

Frábær ráð til að eiga við þunnt hár

Konur með þunnt hár vita hversu erfitt það getur verið að eiga við hárið og að fá fyllingu í það. Auðveldar lausnir, eins og krullujárn og froða sem á að gera hárið meira, virka ekki alltaf eins og best verður á kosið. Að eiga við þunnt, flatt eða líflaust hár getur verið vinna en það er síður en svo vonlaust. Hér eru nokkur góð ráð 1. Notaðu réttu vörurnar í hárið. Fáðu ráðleggingar á hárgreiðslustofunni þinni um val á vörum. Það er...

Skoða

Konur sem neyta bólguvandandi fæðu líklegri til að þjást af þunglyndi

Talið er að 12-15 þúsund Íslendingar þjáist af þunglyndi á hverjum tíma. Sjúkdómurinn er því býsna algengur hér á landi. Fleiri konur glíma við þunglyndi en karlar. Í Bandaríkjunum er talið að fimmta hver kona þjáist af þunglyndi einhvern tíman á lífsleiðinni. Sjúkdómnum fylgja skert lífsgæði, minnkaðar lífslíkur og aukin hætta á öðrum sjúkdómum, þar á meðal eru hjarta-og æðasjúkdómur, sykursýki og ýmis krabbamein. Þunglyndi hefur...

Skoða

Margar konur upplifa þunglyndi í fyrsta sinn á miðjum aldri

Þrátt fyrir að flestar konur fari í gegnum breytingaskeiðið án teljandi erfiðleika eru ekki allar jafn heppnar. Því þetta tímabil getur reynst sumum konum afar erfitt. Skap kvenna er misviðkvæmt fyrir öllu því hormónahoppi sem á sér stað og upplifa sumar konur þunglyndi í fyrsta skipti á ævinni þegar þær fara í gegnum breytingaskeiðið. Bæði móðirin og unglingurinn með hormónana úti um allt Það mæðir oft mikið á konum á þessum aldri og...

Skoða