Þrjár einfaldar hátíðargreiðslur fyrir stutt hár

Þrátt fyrir að hár þitt sé frekar stutt er ekki þar með sagt að þú getir ekki breytt til og skellt í fallega hátíðargreiðslu. Það er nefnilega allt hægt! Svo til þess að sýna ykkur hvað hægt er að gera eru hér 3 flottar útgáfur af hátíðargreiðslu fyrir stutt hár sem ekki eru flóknar.

Skoða

Japönsk vatnsmeðferð sem talin er allra meina bót

Þessi vatnsmeðferð er alveg sáraeinföld, en hún er kennd við Japan því upphafsmaður hennar er japanskur læknir. Læknir þessi helgaði líf sitt rannsóknum á afleiðingum ofþornunar. Ekki er nóg með að þetta sé ofur einfalt heldur benda vísindalegar rannsóknir til þess að meðferðin raunverulega virki. En hvað er vatnið talið gera fyrir heilsuna? Sannað þykir að vatnsmeðferðin geti hjálpað til við að koma í veg fyrir liðagigt, bakverki,...

Skoða

Vissir þú að ananas hefur lækningamátt?

Ananas er stútfullur af góðum næringarefnum og þá meinum við STÚTFULLUR. Í honum er að finna eina bestu uppsprettu C-vítamíns og fullnægir til dæmis einn bolli af ananas dagsþörf líkamans á þessu mikilvæga vitamíni. Þá inniheldur ananas líka meðal annars magnesíum og nokkur B-vítamín. Ananas getur virkað eins og lyf  Ananas hjálpar til við að vinna gegn bólgum í líkamanum, hefur góð áhrif á eðlilegt blóðflæði og getur því komið í veg...

Skoða

Þessi greiðsla tekur fimm mínútur – Ótrúlega flott

  Já takk, við erum sko meira en til í þessa flottu greiðslu sem hægt er að henda upp á 5 mínútum. Nú þegar jól og áramót eru á næsta leiti eru margar konur sem kjósa að setja hárið upp af því tilefni en fæstar höfum við mikinn tíma í slíkt á þessum tíma. Fyrir uppteknar konur er það auðvitað snilld að geta skellt hárinu svona glæsilega upp þegar tíminn er lítill. Bæði smart og...

Skoða

Konur hrjóta líka – Þótt þær haldi öðru fram

Konur um og yfir fimmtugt kvarta frekar en karlar á sama aldri yfir svefnleysi og svefnröskunum – en ákveðin óregla á svefni er algeng hjá konum á þessum aldri. Einnig er ekki óalgengt að konur sem aldrei hefur heyrst í á nóttunni byrji á breytingaskeiði að hrjóta eins og tröll. Sumar konur geta ekki einu sinni sofið fyrir hrotunum í sjálfum sér og vakna oft á nóttu. Þótt mörgum finnist það ekkert sérstaklega dömulegt að hrjóta...

Skoða

Afar mikilvægt fyrir allar konur – og þá sérstaklega konur yfir fertugt

Mælt er með því að hver kona skoði sjálf og þreifi brjóst sín í hverjum mánuði. Með því að þekkja brjóstin vel gerir þú þér frekar grein fyrir því þegar og ef einhverjar breytingar verða á þeim. Einu sinni í mánuði Gildi þessarar sjálfskoðunar er sérstaklega mikilvægt fyrir konur sem komnar eru yfir fertugt. Krabbameinsfélagið mælir með því að brjóstin séu þreifuð einu sinni í mánuði og þá helst viku til tíu dögum eftir að blæðingar...

Skoða

Hættulegra að sofa of mikið en of lítið

Það greinilega borgar sig ekki miðað við nýlega rannsókn að snúa sér á hina hliðina og svífa aftur í inn í draumalandið. Alla vega getur það víst haft afar slæm áhrif á heilsuna að sofa mikið meira en 8 stundir á nóttu. En vísindamenn segja meiri svefn en það geta aukið líkurnar á heilablóðfalli umtalsvert eða um heil 146%. Rannsókn með 290.000 þáttakendum Rannsóknin, sem framkvæmd var af sérfræðingum við The New York University...

Skoða

Höfuðverkur og konur yfir fertugt – Hver er ástæðan fyrir höfuðverknum?

Afar algengt er að konur yfir fertugt þjáist af höfuðverk sem rekja má til hormónasveifla. Margar konur á frjósemisskeiði fá höfuðverk við byrjun eða lok blæðinga og/eða við egglos. Konur á breytingaskeiði geta hins vegar fengið höfuðverk hvenær sem er þar sem hormónasveiflurnar eru óútreiknanlegar. Hormónar og aftur hormónar Flest bendir til þess að orsök hormónatengdra höfuðverkja megi rekja til hormónsins estrógens. Mígreni þjakar...

Skoða

Þetta er oftast fyrsta einkenni þess að þú sért komin á breytingaskeið

Heldurðu að þú sért kannski komin á breytingaskeiðið, en ert ekki viss? Eitt fyrsta einkenni þess að þú sért gengin í hinn stóra klúbb kvenna á breytingaskeiði eru óreglulegar blæðingar. Þetta eru oftast fyrstu merki þess að líkamsstarfsemin sé að breytast en breytingar á blæðingum eru ein helstu og jafnframt leiðinlegustu einkenni (fyrir utan hitakófin auðvitað) tímabilsins fyrir tíðahvörf. Miklar, litlar, stuttar, langar...

Skoða

Mikil kyrrseta slæm andlegri heilsu og eykur hættu á kvíðaröskun

Margir sitja allan daginn í vinnunni og „slaka“ svo á í sófanum heima á kvöldin. Kyrrseta er orðin svo miklu meiri en hún var hér áður fyrr og er því eðlilegt að áhrif hennar séu skoðuð. Eins og flestir vita er það ekki gott líkamlegri heilsu að sitja of mikið og getur það aukið hættuna á ýmsum líkamlegu kvillum og sjúkdómum. En nú þykir sýnt að kyrrsetan hafi alvarleg áhrif á andlega heilsu og geti byggt upp kvíða hjá einstaklingum....

Skoða

Þetta ættirðu að forðast varðandi hárið þegar þú eldist

Þegar konur eldast verða breytingar bæði á húð og hári. Vissar hárgreiðslur og ákveðnir hárlitir sem áður virkuðu gera allt í einu ekkert fyrir þig. Þess vegna þarf að endurskoða bæði greiðsluna og hárlitinn þegar aldurinn færist yfir. Litaraftið er ekki lengur það sama og því passar ekki endilega lengur að vera með hvítt aflitað hár. Því er víst þannig farið að sumt getur látið konur líta út fyrir að vera eldri en þær eru á meðan...

Skoða

Fólk um og yfir fimmtugt klárara og með hærri greindarvísitölu

Margar konur á vissum aldri hafa áhyggjur af því að þær séu staðnaðar, minnið sé farið að gefa sig og að gáfunum hraki með hverju árinu. Kannski líður mörgum karlmönnum eins en hjá konum tengist þetta líka oft breytingaskeiðinu. En á því tímabili vill minnið einmitt oft vera gloppótt. Ekkert klárar lengur Þetta er eitthvað sem konur hafa heyrt, þ.e. að þær séu ekki jafn klárar fimmtugar og þær voru þrítugar. Þær hafa fengið að heyra...

Skoða

Margar konur á breytingaskeiði án þess að átta sig á því

Finnst þér líkami þinn orðinn frekar óútreiknanlegur? Lætur hann kannski ekki lengur að stjórn? Ertu að pirra þig á smámunum sem skipta nákvæmlega engu máli? Og ertu allt oft þreytt og uppgefin? Eru blæðingarnar orðnar óreglulegar eða breyttar? Finnst þér þú kannski líka stundum vera orðin gömul og svolítið fúl? Þú vaknar bara ekki einn morguninn og veist það Ef þú hefur svarað flestu af þessu játandi þá ertu að öllum líkindum komin á...

Skoða

Átta skotheld förðunarráð fyrir húð sem er farin að eldast

Hér eru átta stórgóð förðunarráð fyrir húð sem er byrjuð að eldast. Litaraft húðarinnar breytist með aldrinum og fínar línur og hrukkur fara að sjást. Því er ekki úr vegi að draga nýjar áherslur og finna lausnir sem henta þessum breytingum. Átta frábær ráð 1. Næring Mikilvægt er að næra húðina og þá sérstaklega þegar við eldumst. Í hvert skipti sem þú hreinsar húðina berðu þá gott nærandi krem á hana strax á eftir. Ef þú ætlar síðan...

Skoða

Leyfðu gráu lokkunum að njóta sín – Það er bæði fallegt og töff

Í dag þykir grátt hár bara töff og þá ekki einungis hjá eldri konum því þær yngri lita hár sitt grátt. Stjörnur eins og til dæmis söngkonurnar Rihanna og Lady Gaga hafa báðar skartað síðu gráu hári. Litatónarnir eru margbreytilegir og það er til grár tónn sem klæðir hvern og einn. Já, gráa hárið þykir smart í dag. Hvernig væri að leyfa gráu lokkunum að njóta sín? Með því er hægt að spara töluvert – bæði í tíma og peningum. En konur...

Skoða