Viltu bæta golfsveifluna? – Hér er leiðin til þess

Góð golfsveifla er að mörgu leyti háð því að grundvallaratriði hennar séu í lagi. Það er mikilvægt að kanna ákveðin undirstöðuatriði reglulega til þess að hámarka árangur hverju sinni og tryggja að golfsveiflan fari ekki út af sporinu. Gripið mikilvægt Einn mikilvægasti þáttur golfsveiflunnar er gripið, eina tenging líkamans við golfkylfuna. Það skiptir miklu máli að passa upp á að það ríki stöðugleiki í gripinu, það er til dæmis ekki...

Skoða

Hér er komið leyndarmálið á bak við hamingjusamt hjónaband

Sérfræðingar telja sig hafa fundið leyndarmálið á bak við hamingjusamt hjónaband. Og það felst ekki í rómantískum ferðalögum, blómvöndum eða dýrum gjöfum. Nei aldeilis ekki, því þetta leyndarmál kostar ekki krónu og ekki heldur neina vinnu. Lykilinn að góðu hjónabandi Sálfræðingar og vísindamenn við Florida State University í Bandaríkjunum telja sig hafa fundið það út að sjö til átta tíma svefn á nóttu sé einn lykilinn að góðu...

Skoða

Sautján leiðir til að ná sér í prótein án þess að borða kjöt

Það eru til ýmsar leiðir til að ná sér í prótein án þess að borða endalaust kjöt. Prótein er mikilvægt fyrir líkamann og á sinn þátt í því að byggja upp og bæta vöðva hans og þá hjálpar það til við að halda meltingunni virkri. Veitir fyllingu Prótein veitir meiri fyllingu en kolvetni og fita sem gerir það að verkum að þér finnst þú södd/saddur lengur. Ráðlagður dagskammtur af próteini er um 46 til 56 grömm á dag, fer eftir þyngd...

Skoða

Þessi 90 sekúndna æfing getur fært þér hamingjuna á silfurfati

Hver segir að það þurfi að hafa mikið fyrir því að vera hamingjusamur? Sá sem heldur því fram hefur rangt fyrir sér. Þú getur upplifað meiri hamingju núna strax. Ekki þegar náminu líkur, eða þegar aukakílóin eru farin og ekki þegar þú finnur ástina eða þegar þú nærð markmiðum þínum. Því málið er að hamingjan kemur að innan! Þetta er svo einfalt Sérfræðingar telja að hamingjan sé eitthvað sem við getum framkallað næstum hvenær sem við...

Skoða

Sjö ótrúlegar leiðir til að nota eplaedik – Náttúrulegt og ódýrt

Eplaedik hefur marga góða kosti og við verðum að viðurkenna að sumir þeirra koma virkilega á óvart. Talið er eplaedik geti læknað allt frá vörtum til flensu. Það besta er auðvitað að þetta er náttúrulegt, ekki dýrt og fæst í næstu verslun. Þess vegna telja sumir sérfræðingar að gott sé að bæta þessum súra vökva inn í fæðuna. En þess utan þá má líka nota hann á heimilinu við ótrúlegustu hluti. Hér eru 7 aðferðir til að nota eplaedik...

Skoða

Hárlausir karlmenn þykja kynþokkafyllri

Hver segir að karlmenn þurfi að hafa hár til þess að vera svalir og flottir? Enginn! Því það klæðir nefnilega marga menn afar vel að vera hárlausir. Sjálfsöruggari og sterkari Rannsóknir hafa leitt í ljós að hárlausir karlmenn þykja karlmannlegri, öflugri og sterkari en hárprúðari menn. Staðreyndin er víst sú að konum finnst karlmenn með rakað höfuð vera sjálfsöruggari. Það er því algjör óþarfi að fara á taugum þótt hárunum sé farið...

Skoða

Besta leiðin til að bora í veggi án þess að sóða út – Snilldar trix

Frábært! Nú getur þú loksins borað fyrir hillunum eða hengt upp málverk eða hvað eina sem þú þarft að bora – án þess að tengja ryksuguna og taka fram kústinn og fægiskófluna. Enginn sóðaskapur Það fylgir því nefnilega endalaus sóðaskapur að bora, það vita þeir sem til  þekkja. En ekki með þessari aðferð. Því það er ekkert mál að forðast þessi leiðindi með einföldu en frábæru trixi. Gerðu borvélina klára og náðu þér í raksápu og...

Skoða

Níu snilldar leiðir til að nota klakaboxin á heimilinu

Klakabox eru ekki endilega bara til að gera ísmola því þau má nota í svo margt annað. Það er til dæmis frábært að nota þau til að frysta hitt og þetta sem við viljum geyma og nota seinna. Hér eru níu frábærar leiðir til að nota klakaboxin                  1. Vínkubbar Það er tilvalið að eiga svona eins og eitt klakabox í frysti með hvítvíns- og rauðvínsklökum. Það er til dæmis tilvalið að grípa...

Skoða

Hún varð næstum 117 ára – Og hverju þakkaði hún langlífið?

Hin bandaríska Susannah Mushatt Jones varð næstum 117 ára og þar með tólfta elsta kona sögunnar. En hvert skyldi leyndarmálið á bak við háan aldur hennar vera? Jú, það er svefn og beikon! Eða svo taldi hún sjálf og einnig aðstandendur hennar. Alltaf verið heilsuhraust Susannah var heilsuhraust í gegnum tíðina og var vel spræk miðað við aldur þótt hún hafi tapað sjón undir lokin. Er hún var vel með á nótunum, ekki rúmföst og tók...

Skoða

Hvað segir stærðin á litla putta um persónuleika þinn?

Til eru ýmsar skemmtilegar aðferðir sem segja til um persónuleika okkar – allt frá stjörnufræði til þess hvernig við sofum. En svo er sumt sem við erum fædd með sem getur víst gefið vísbendingar um það hvernig persónuleiki okkar er og það á víst við um stærðina eða hæðina á litla putta okkar. Rétt eins og fingraför okkar eru einkennandi fyrir hvern og einn þá er litli puttinn líka einstakur fyrir okkur. Ævaforn aðferð Á bak við...

Skoða

Þetta er ástæðan fyrir því að konan þín hefur minni áhuga á kynlífi en áður

Konur eru oft óútreiknanlegar, alla vega margar, sérstaklega þegar kemur að kynlífi. Stundum eru þær í stuði og stundum ekki. Það hefur mikið með tíðahringinn að gera og allt hormónaflæðið sem honum fylgir. En það þarf ekki alltaf að vera ástæðan. Er þetta vandamálið? Ef þér finnst konan þín hafa verið til baka í kynlífinu og ekki sýnt því mikinn áhuga, þrátt fyrir að þú hafir lagt þig allan fram, gæti eitt af þessum sex atriðum (eða...

Skoða

Þrettán góð og einföld eldhúsráð sem allir ættu að kunna

Við erum alltaf jafn hrifin af góðum húsráðum enda getur maður sífellt á sig blómum bætt í þeim efnum. Góð húsráð geta nefnilega gert lífið svo miklu einfaldara. Hér eru þrettán einföld eldhúsráð sem allir ættu að kunna 1. Krem á kökur Þegar krem er sett á köku getur verið erfitt að jafna það út svo fallegt sé. Prófaðu að dýfa hnífnum í heitt vatn og renndu honum svo mjúklega yfir kökuna að ofan og yfir hliðarnar. Það sama má gera til...

Skoða

Auðveldasta leiðin til að ná límmiðum af nýjum borðbúnaði og slíku

Hver kannast ekki við að þurfa að pikka límmiða af hverjum hlut þegar keypt eru ný glös eða borðbúnaður? Það er í sjálfu sér ekkert til að kvarta yfir nema kannski fyrir það að oft á tíðum er nánast ómögulegt að ná miðunum af. Sérstaklega af nýjum glösum. Fundum lausn Maður hefur gjarnan lent í þessu með nýja matardiska og skálar – rifið miðana mjög varlega af en samt hefur meira en helmingurinn setið eftir. En hér er frábær...

Skoða

Hæfileg víndrykkja er talin draga úr líkum á þunglyndi

Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um kosti og galla þess að drekka vín. Sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á ágæti þess að drekka vín í hófi – á meðan aðrar rannsóknir sýna augljóslega hversu alvarlegar afleiðingar ofdrykkja getur haft í för með sér. Víndrykkja getur haft jákvæð áhrif á geðheilsuna Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var á Spáni á 5.500 einstaklingum af báðum kynjum þykir sýnt að víndrykkja geti haft áhrif á...

Skoða

Eitt skot af tekíla á dag kemur heilsunni í lag

Margir, ef ekki flestir, tengja tekíla við salt og sítrónu og eitthvað sem drukkið er í partýum. En í Mexíkó, þaðan sem tekíla er upprunnið, er það yfirleitt ekki drukkið á þennan máta. Búið til úr blárri agave plöntu Mexíkanar nota tekíla til að enda góða máltíð og þá er það einnig notað sem krydd með mat. Tekílahefðin í Mexíkó er rík enda er þetta þeirra drykkur. Tekíla er búið til úr agave plöntu sem þekkt er sem bláa agave...

Skoða