Eitt skot af tekíla á dag kemur heilsunni í lag

Margir, ef ekki flestir, tengja tekíla við salt og sítrónu og eitthvað sem drukkið er í partýum. En í Mexíkó, þaðan sem tekíla er upprunnið, er það yfirleitt ekki drukkið á þennan máta. Búið til úr blárri agave plöntu Mexíkanar nota tekíla til að enda góða máltíð og þá er það einnig notað sem krydd með mat. Tekílahefðin í Mexíkó er rík enda er þetta þeirra drykkur. Tekíla er búið til úr agave plöntu sem þekkt er sem bláa agave...

Skoða

Meðhöndlun hvítlauksins skiptir miklu máli varðandi bragð – Hér eru fjórar aðferðir

Hvítlaukur er einstaklega hollur, góður og gefur matnum mikið bragð. Örlítill hvítlaukur, eða mikið af honum eins og ég vil hafa það, getur algjörlega breytt bragði matarins og er alveg ómissandi í eldhúsinu. Jamie Oliver gefur okkur góð ráð En vissir þú að það skiptir máli hvernig við meðhöndlum hvítlaukinn upp á bragðið að gera? Listakokkurinn Jamie Oliver er með það alveg á hreinu. Hvernig við skerum, söxum og kremjum hann gefur...

Skoða

Fullkomið meðlæti – brakandi stökkt og gott grænmeti í ofni

Þetta er hið fullkomna meðlæti og stútfullt af góðum næringarefnum fyrir okkur. Þar sem mér finnst meðlætið skipta miklu máli er ég sífellt að prófa eitthvað nýtt og þetta hér tikkar í öll boxin hjá mér. Algjörlega frábært í miðri viku og dásamlegt með helgarmatnum. Og síðan er þetta svo einfalt – en það skiptir auðvitað miklu máli. Það sem þarf 2 ½ bolli rósakál, snyrt og skorið til helminga 1 góð gulrót, snyrt og skorin í...

Skoða

Svakalega einföld en algjörlega ómótstæðileg Oreo ostakaka

Þú þarft hvorki að vera listakokkur né snilldar bakari til að töfra fram þessa ómótstæðilegu Oreo ostaköku. Þetta er ósköp einfalt og það þarf ekkert að baka. Svo er kakan auðvitað alveg svakalega góð. Einfalt og gott – alveg eins og við viljum hafa það! Þessi klikkar ekki og er algjörlega frábær sem eftirréttur og á veisluborðið. Það sem þarf Oreo kexkökur 2 msk bráðið smjör 250 ml rjómi 100 gr rjómaostur 3 msk flórsykur ¼ tsk...

Skoða

Fljótlegar, einfaldar og ótrúlega góðar hvítlauks brauðstangir

Flestir kannast við það að langa í eitthvað gott en vita ekki hvað það á að vera. Að finnast ekkert vera til en nenna engan veginn út í búð. Svo ekki sé minnst á sísvanga unglingana sem virðast botnlausir þegar kemur að mat. Góðar og tekur enga stund Ein stórgóð redding eru hvítlauksbrauðstangir. Það tekur enga stund að útbúa þær og það er einfalt að eiga hráefnin heima því þau geymast vel. Stangirnar eru auðvitað frábært meðlæti með...

Skoða

Einstaklega einfalt og dásamlega gott pastagratín

Ertu orðin leið/ur á venjulegu hakki og spagettí? Prófaðu þá þetta einfalda pastagratín! Þetta er virkilega einfalt og klárlega eitthvað sem allir í fjölskyldunni verða sáttir með – stórir sem smáir. Enda getur ofnbakað hakk og pasta með ostasósu ekki klikkað. Hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit deilir hér með okkur þessari einföldu og góðu uppskrift. Það sem þarf Pastagratín soðið pasta (t.d. skrúfur eða makkarónur) kjötsósa...

Skoða

Einfaldur og fljótlegur mangókjúklingur á pönnu

Þessi uppskrift að mangókjúklingi er ekki alveg hefðbundin því bæði er kjúklingurinn á pönnu en ekki bakaður í ofni – og auk þess inniheldur hún sýrðan rjóma. Dásamlega bragðgóður Þetta er dásamlega bragðgóður réttur sem er tilvalinn í miðri viku því hann er það einfaldur í gerð. Og verið alveg óhrædd að nota sterkt mango chutney því sýrði rjóminn mildar það og eftir situr ljúffengt bragð. Það er hún Svava á Ljúfmeti og...

Skoða

Frábær trix sem láta kökumix bragðast eins og heimatilbúnar kökur

Hverjum finnst ekki þægilegt og einfalt að grípa í pakka af tilbúnu kökumixi annað slagið! Maður hefur jú ekki alltaf tíma til að gera allt frá grunni. Nákvæmlega þess vegna er gott að eiga t.d. vinkonu eins og hana Betty Crocker. Kökumix er svo auðvelt og svo eru þessar pakkakökur líka flestar svo góðar. Og það sem er enn betra er að það má auðveldlega gera kökurnar betri og láta þær líta út fyrir að vera bakaðar frá grunni. Við...

Skoða

Frábær uppskrift að ofnbökuðu blómkáli – Nú geta allir borðað blómkál

Einhverra hluta vegna hefur mér aldrei þótt blómkál neitt sérstaklega gott og þar af leiðandi hefur það sjaldan verið á borðum á mínu heimili. Já ég veit, en það er bara þannig þegar maður er matargat og sælkeri að þá þarf helst allt að vera svo gott sem maður lætur ofan í sig. Þess vegna leggst maður stundum í sortir, eins og sagt er. Blómkál og túrmerik En hér er þessi fína uppskrift að ofnbökuðu blómkáli sem ég er virkilega ánægð...

Skoða

Ótrúlega einföld og fullkomin leið til að skera lauk, tómata og fleira

Hver hefur ekki stundum lent í vandræðum með að skera lauk? Laukurinn rennur til, losnar og fer út um allt og verkið tekur lengri tíma en nauðsynlegt er. Frábær og einföld lausn En hér er frábær lausn við því og það eina sem þarf er hárgreiða, svona greiða sem er notuð til að ýfa og lyfta krulluðu hári. Og það má auðvitað skera fleira en lauk með þessari aðferð, eins og t.d. tómata, sítrónur, agúrkur og fleira. Algjör snilld! Sjáðu...

Skoða

Einstaklega fljótlegur og góður fiskur í kókoskarrý

Þessi fiskur er alveg frábær réttur á virkum dögum – enda er uppskriftin bæði einföld og fljótleg. Þetta gerist varla einfaldara. Hér er þessi fína uppskrift að steiktum fiski í kókoskarrý. En það er hún Svava vinkona okkar á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir þessari uppskrift með okkur. Það sem þarf ýsu- eða þorskflök (ca 600-800 g) 2 dl hveiti 1 dl mjólk 1 tsk karrý ½ tsk timjan 1 egg 2 msk kókosmjöl salt pipar Aðferð Öllu...

Skoða

Einfaldasti grjónagrautur í heimi – Ofnbakaður og góður

Grjónagrautur er uppáhald margra, og þá sérstaklega krakka og unglinga. Við fullorðna fólkið hér á Kokteil erum reyndar hrifin af góðum grjónagraut og finnst alltaf fínt að fá graut. Að standa yfir pottinum En það eru margir sem nenna ekki að standa yfir pottinum og elda grjónagraut. Og það verður að viðurkennast að grjónagrautur krefst þess að yfir honum sé staðið svo hann festist ekki eða brenni við við botninn. Þess vegna er þessi...

Skoða

Brakandi stökkur ofnbakaður hafragrautur með bláberjum og bönunum

Vantar þig góða og einfalda uppskrift að hollum morgunverði? Hér er dásamleg uppskrift að ofnbökuðum ljúffengum hafragrauti með bláberjum og bönunum. Svo slær grauturinn líka í gegn hjá þeim sem yfirleitt eru ekkert sérstaklega hrifnir af hafragrauti. Þetta er tilvalinn morgunmatur til að útbúa um helgar og njóta í rólegheitum með fjölskyldunni. Og svo má geyma hann fram í vikuna og hita upp. Það sem þarf 1 msk kókosolía 2 bollar...

Skoða

Rosalega góð og fjölskylduvæn mexíkósk kjötsúpa

Það er fátt betra á köldum og dimmum vetrardögum en heit og góð súpa. Hér er uppskrift að æðislegri mexíkóskri kjötsúpu sem hentar allri fjölskyldunni. Það tekur stutta stund að útbúa hana og tilvalið að bera hana fram með nachos flögum eða nýbökuðu baguette brauði. Hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit deilir hér með okkur þessari uppskrift sem við mælum með núna í kuldanum. Það sem þarf 200 gr nautahakk 1 laukur, fínhakkaður 1 rifið...

Skoða

Hrærð egg á þrjá vegu – Á enskan, franskan og amerískan máta

Hrærð egg eru algjörlega ómissandi í dögurðinn, eða „brunch“ eins og við gjarnan köllum þessa máltíð sem er blanda af morgunmat og hádegismat. En hrærðu eggin þurfa ekki alltaf að vera eins því þau má útbúa á fleiri en einn veg. Hrærð egg á þrjá vegu Það má til dæmis gera hrærð á enskan máta, franskan eða á amerískan máta. Í myndbandinu hér að neðan sýnir Jamie Oliver okkur hvernig hann gerir eggin sín á þessa þrjá vegu. Það sem þarf...

Skoða