Eitt nýjasta hótel landsins er hreint út sagt algjör paradís á jörð

Ég var svo lánsöm að fá að dvelja á einu nýjasta hóteli landsins um daginn og hef varla haldið vatni síðan af hrifningu.

Í mínum huga er þetta hrein paradís á jörð – enda þurfti bókstaflega að draga mig í burtu því ég hefði svo gjarnan viljað vera þar miklu lengur.

Paradís Bláa Lónsins

Þessi paradís er staðsett í Grindavík eða nánar tiltekið í Bláa Lóninu. Já, það er risið lúxushótel í Bláa Lóninu. Hótelið heitir The Retreat og er í anda fallegra boutique hótela – og eru 62 herbergi á hótelinu.

Öll hönnun og innréttingar eru afar vel heppnuð og allt vel úthugsað. Hér eru það jarðarlitirnir sem fá að njóta sín og er grátt, grænt og blátt ríkjandi sem kallast á við hraunið, mosann og lónið fyrir utan.

Herbergin eru rúmgóð og falleg með gluggum frá lofti niður í gólf með útsýni út í hraunið og blátt lónið. Einnig er hægt að fá stórar svítur sem klárlega á eftir að nýtast erlendum stórstjörnum vel þar sem þeim stendur til boða þyrlupallur með beinum aðgangi að svítunni – og auðvitað með aðgengi í lónið sjálft beint úr herberginu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einkalón

Það sem auðvitað er mesti kosturinn við að vera gestur á The Retreat er að gestir hafa aðgang að einkalóninu sem tilheyrir hótelinu og er lokað öllum öðrum. Ég og ferðafélagi minn höfðum til dæmis þetta lón út af fyrir okkur, já okkar eigið Bláa Lón, sem í mínum huga er algjör draumur í dós enda forfallinn Bláa Lóns aðdáandi.

Á hótelinu er auðvitað mikil áhersla á heilsuræktina eða svokallað spa. Það svæði er rúmgott og má finna fullt af afdrepum til að slaka á. Þar er t.d. slökunarherbergi með arni í miðjunni, gufubað, eggin flottu sem hanga niður úr loftinu og Blue Lagoon Ritual svæðið en þar er farið í ferðalag með eiginleikum Bláa Lónsins, þ.e. með kísil, þörungum og steinefnum lónsins. En hægt er að kaupa aðgang að heilsuræktinni án þess að vera gestur á hótelinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frábær matur

The Retreat býður gestum upp á tvo veitingastaði, Moss er mikill gourmet staður þar sem hver réttur er eins og listaverk og bragðið eftir því. Áhersla er á ferskt úrvals hráefni og topp íslenska matargerð. Ég fékk að upplifa þvílíka stórveislu fyrir bragðlaukana en ekki síður fyrir augað, sem í mínum huga er alveg jafn mikilvægt. Húsgögnin á Moss vekja upp vissa nostalgíu en þau eru unnin upp úr gamalli íslenskri hönnun og minna mann svolítið á húsgögnin heima hjá afa og ömmu hér í den.

Hinn staðurinn, The Lounge, er í heilsræktarhluta hótelsins með útsýni út í lónið. Þetta er kjörinn staður fyrir hádegisverð og léttan drykk. Þar var virkilega gott að gera vel við sig í hádegisverði eftir nokkra tíma í lóninu og slaka enn meira á með notalega þjónustu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Algjörlega endurnærð

Anddyri (lobby) hótelsins er ótrúlega flott, bjart, rúmgott og auðvitað með útsýni út á lónið. Reyndar sér maður lónið næstum alls staðar á hótelinu. Ég má líka til með að minnast á vínkjallarann sem er grafinn niður í hraunið – algjörlega magnað.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þjónustan á hótelinu er vinaleg og góð og allt andrúmsloft með eindæmum afslappað. Það er ekki hægt annað en að koma endurnærður heim eftir dvöl á The Retreat –  sem þýðir einfaldlega að allt hefur heppnast eins vel og lagt var upp með. Þarna vildi ég vera daglega…

 

 

 

 

Jóna Pétursdóttir – kokteillinn@gmail.com

Deildu þessari grein á
  • Nýtt
  • Heilsa og útlit
  • Lífið og lífsstíll
  • Matur og drykkur
  • Menning
  • Myndbönd

Karlmenn eru svo miklu mýkri en margar konur halda

Alveg eins og karlmenn eiga oft erfitt með að skilja okkur konur þá...

Lætur þú þarfir annarra alltaf ganga fyrir?

Ert þú týpan sem lætur alltaf aðra ganga fyrir en situr svo sjálf á...

Eru fimmtugar konur í dag eins og fertugar hér áður?

Íslenskar konur eiga góða möguleika á því að ná háum aldri og við...

Brjálæðislega góðir heimagerðir BBQ hamborgarar á grillið

Þessir heimagerðu hamborgarar eru brjálæðislega góðir. Og ekki er...

Átta einföld ráð sem allir hlauparar ættu að kunna

Það eru margir sem eru duglegir að binda á sig hlaupaskóna og skokka...

Þess vegna eiga mæður og unglingsdætur oft erfitt samband

Móðirin segir eitthvað og kemur jafnvel með einhverjar ásakanir sem...

Granatepli eru góð fyrir heilsuna – Svona nærðu fræjunum auðveldlega úr þeim

Granatepli er ávöxtur sem er afar ríkur af næringarefnum. Hann er...

Hættulegra að sofa of mikið en of lítið

Það greinilega borgar sig ekki miðað við nýlega rannsókn að snúa...

Hættulegra að sofa of mikið en of lítið

Það greinilega borgar sig ekki miðað við nýlega rannsókn að snúa...

Höfuðverkur og konur yfir fertugt – Hver er ástæðan fyrir höfuðverknum?

Afar algengt er að konur yfir fertugt þjáist af höfuðverk sem rekja má...

Þetta er oftast fyrsta einkenni þess að þú sért komin á breytingaskeið

Heldurðu að þú sért kannski komin á breytingaskeiðið, en ert ekki...

Mikil kyrrseta slæm andlegri heilsu og eykur hættu á kvíðaröskun

Margir sitja allan daginn í vinnunni og „slaka“ svo á í sófanum...

Þetta ættirðu að forðast varðandi hárið þegar þú eldist

Þegar konur eldast verða breytingar bæði á húð og hári. Vissar...

Fólk um og yfir fimmtugt klárara og með hærri greindarvísitölu

Margar konur á vissum aldri hafa áhyggjur af því að þær séu...

Margar konur á breytingaskeiði án þess að átta sig á því

Finnst þér líkami þinn orðinn frekar óútreiknanlegur? Lætur hann...

Átta skotheld förðunarráð fyrir húð sem er farin að eldast

Hér eru átta stórgóð förðunarráð fyrir húð sem er byrjuð að...

Karlmenn eru svo miklu mýkri en margar konur halda

Alveg eins og karlmenn eiga oft erfitt með að skilja okkur konur þá...

Lætur þú þarfir annarra alltaf ganga fyrir?

Ert þú týpan sem lætur alltaf aðra ganga fyrir en situr svo sjálf á...

Eru fimmtugar konur í dag eins og fertugar hér áður?

Íslenskar konur eiga góða möguleika á því að ná háum aldri og við...

Átta einföld ráð sem allir hlauparar ættu að kunna

Það eru margir sem eru duglegir að binda á sig hlaupaskóna og skokka...

Þess vegna eiga mæður og unglingsdætur oft erfitt samband

Móðirin segir eitthvað og kemur jafnvel með einhverjar ásakanir sem...

Láttu ekki eftirsjána naga þig þegar þú eldist – Kannastu við þetta?

Það er eitt og annað sem þú munt líklega sjá eftir þegar þú...

Tuðandi mömmur eru ávísun á velgengni í lífinu

Tuðaði mamma þín í þér þegar þú varst unglingur? Og þú þoldir...

Er konan þín á breytingaskeiði? – Hér eru nauðsynleg ráð fyrir þig!

Á breytingaskeiði getur konum liðið illa og þær vita stundum ekkert...

Brjálæðislega góðir heimagerðir BBQ hamborgarar á grillið

Þessir heimagerðu hamborgarar eru brjálæðislega góðir. Og ekki er...

Granatepli eru góð fyrir heilsuna – Svona nærðu fræjunum auðveldlega úr þeim

Granatepli er ávöxtur sem er afar ríkur af næringarefnum. Hann er...

Gómsætur og einfaldur ís – Og ekki margar hitaeiningar

Langar þig í ís en vilt ekki allar hitaeiningarnar sem honum fylgja? Hér...

Ljúffengt mexíkóskt kjúklingatacos undir ostabræðingi

Mexíkóskir réttir tróna hátt á okkar lista yfir góðan mat. Það er...

Meiriháttar súkkulaðibitakökur með brúnuðu smjöri, karamellu og sjávarsalti

Jólaundirbúningurinn er hafinn á mínu heimili og smákökubakstur kominn...

Æðisleg Nutellabananakaka – Þessi klikkar ekki

Hvernig væri að skella í eina góða bananaköku um helgina! Þessi hér...

Ljúffeng súpa sem er svo sannarlega góð fyrir heilsuna

Það er fátt betra en góð og næringarrík súpa á köldum...

Milljón dollara hakk og spagettí sem allir elska

Hér er kominn hinn fullkomni fjölskylduréttur og klárt mál að þetta...

Þetta eru tuttugu rómantískustu bíómyndir allra tíma

Hvað er meira kósý en að kúra uppi í sófa þegar kalt er úti og...

Tíu frábærar bíómyndir sem fá þig til að gleyma lífsins áhyggjum

Þegar veðrið er ekki upp á sitt besta, maður er jafnvel lokaður inni...

Þetta eru eftirminnilegustu kossar allra tíma

Kossar í bíómyndum verða gjarnan eftirminnilegir – og oft eru...

Jólalög og ljúfir tónar á Þorláksmessu í Hörpu – Frítt inn og allir velkomnir

  Margir leggja leið sína í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu...

Mahler og Mussorgsky á Óperudögum í Hannesarholti

  Þau Aron Axel Cortes barítónsöngvari og Hrönn Þráinsdóttir...

Skelltu þér á ókeypis tónleika Óperunnar í Hörpu – Notalegt í hádeginu

Íslenska óperan býður upp á í vetur, eins og undanfarna vetur,...

Svona hefurðu aldrei heyrt lagið Jolene áður… frábær A capella flutningur

Dolly Parton er afskaplega hæfileikarík og þá ekki eingöngu sem...

Gætir þú lifað án tónlistar?

Hvernig væri tilveran án tónlistar? Tónlist er stór hluti af menningu...

Er eitthvað krúttlegra en þetta? – Gleðipilla dagsins!

Lítil börn og hundar eru auðvitað bara dásemd. Og þetta litla krútt...

Faðir brúðarinnar neitaði að halda ræðu og gerði þetta í staðinn

Faðir brúðarinnar ákvað að halda ekki hefðbundna ræðu í...

Tónlist gerir kraftaverk fyrir Alzheimer-sjúklinga – Sjáðu myndbandið

Þetta fallega spænska myndband sýnir hversu stórkostleg áhrif tónlist...

85 ára afi stelur senunni í brúðkaupi í hlutverki blómastúlku

Þetta myndband bræðir mann alveg. En þessi 85 ára afi stal senunni í...

Þessi litla ódýra jólaauglýsing hefur gjörsamlega brætt netheima

Það á oftar en ekki við að minna er meira og það sannar þessi litla...

Dáleiddu salinn og dómarana með töfrandi hreyfingum – Alveg magnað

Þessi hópur stúlkna frá Líbanon, 31 talsins, eru keppendur í nýjustu...

Stóð uppi sem sigurvegari 89 ára gamall – Aldrei of seint að láta draumana rætast

Við höfum lengi talað fyrir því að maður er aldrei, nei ALDREI, of...

65 ára gamall leikari fær magnaða yfirhalningu

Hann er 65 ára gamall leikari í New York og hafði ekki farið í...