Eitt nýjasta hótel landsins er hreint út sagt algjör paradís á jörð

Ég var svo lánsöm að fá að dvelja á einu nýjasta hóteli landsins um daginn og hef varla haldið vatni síðan af hrifningu.

Í mínum huga er þetta hrein paradís á jörð – enda þurfti bókstaflega að draga mig í burtu því ég hefði svo gjarnan viljað vera þar miklu lengur.

Paradís Bláa Lónsins

Þessi paradís er staðsett í Grindavík eða nánar tiltekið í Bláa Lóninu. Já, það er risið lúxushótel í Bláa Lóninu. Hótelið heitir The Retreat og er í anda fallegra boutique hótela – og eru 62 herbergi á hótelinu.

Öll hönnun og innréttingar eru afar vel heppnuð og allt vel úthugsað. Hér eru það jarðarlitirnir sem fá að njóta sín og er grátt, grænt og blátt ríkjandi sem kallast á við hraunið, mosann og lónið fyrir utan.

Herbergin eru rúmgóð og falleg með gluggum frá lofti niður í gólf með útsýni út í hraunið og blátt lónið. Einnig er hægt að fá stórar svítur sem klárlega á eftir að nýtast erlendum stórstjörnum vel þar sem þeim stendur til boða þyrlupallur með beinum aðgangi að svítunni – og auðvitað með aðgengi í lónið sjálft beint úr herberginu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einkalón

Það sem auðvitað er mesti kosturinn við að vera gestur á The Retreat er að gestir hafa aðgang að einkalóninu sem tilheyrir hótelinu og er lokað öllum öðrum. Ég og ferðafélagi minn höfðum til dæmis þetta lón út af fyrir okkur, já okkar eigið Bláa Lón, sem í mínum huga er algjör draumur í dós enda forfallinn Bláa Lóns aðdáandi.

Á hótelinu er auðvitað mikil áhersla á heilsuræktina eða svokallað spa. Það svæði er rúmgott og má finna fullt af afdrepum til að slaka á. Þar er t.d. slökunarherbergi með arni í miðjunni, gufubað, eggin flottu sem hanga niður úr loftinu og Blue Lagoon Ritual svæðið en þar er farið í ferðalag með eiginleikum Bláa Lónsins, þ.e. með kísil, þörungum og steinefnum lónsins. En hægt er að kaupa aðgang að heilsuræktinni án þess að vera gestur á hótelinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frábær matur

The Retreat býður gestum upp á tvo veitingastaði, Moss er mikill gourmet staður þar sem hver réttur er eins og listaverk og bragðið eftir því. Áhersla er á ferskt úrvals hráefni og topp íslenska matargerð. Ég fékk að upplifa þvílíka stórveislu fyrir bragðlaukana en ekki síður fyrir augað, sem í mínum huga er alveg jafn mikilvægt. Húsgögnin á Moss vekja upp vissa nostalgíu en þau eru unnin upp úr gamalli íslenskri hönnun og minna mann svolítið á húsgögnin heima hjá afa og ömmu hér í den.

Hinn staðurinn, The Lounge, er í heilsræktarhluta hótelsins með útsýni út í lónið. Þetta er kjörinn staður fyrir hádegisverð og léttan drykk. Þar var virkilega gott að gera vel við sig í hádegisverði eftir nokkra tíma í lóninu og slaka enn meira á með notalega þjónustu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Algjörlega endurnærð

Anddyri (lobby) hótelsins er ótrúlega flott, bjart, rúmgott og auðvitað með útsýni út á lónið. Reyndar sér maður lónið næstum alls staðar á hótelinu. Ég má líka til með að minnast á vínkjallarann sem er grafinn niður í hraunið – algjörlega magnað.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þjónustan á hótelinu er vinaleg og góð og allt andrúmsloft með eindæmum afslappað. Það er ekki hægt annað en að koma endurnærður heim eftir dvöl á The Retreat –  sem þýðir einfaldlega að allt hefur heppnast eins vel og lagt var upp með. Þarna vildi ég vera daglega…

 

 

 

 

Jóna Pétursdóttir – kokteillinn@gmail.com

Deildu þessari grein á
  • Nýtt
  • Heilsa og útlit
  • Lífið og lífsstíll
  • Matur og drykkur
  • Menning
  • Myndbönd

Tvær ótrúlega einfaldar leiðir til að gera krullur og strandarliði í hárið

Hvað ætli mörgum konum finnist þær eyða of miklum tíma í hár...

Þetta finnst konum fráhrindandi í fari karla sem eru kærulausir með útlitið

Munið þið eftir þeirri umræðu frá því í gamla daga að konur sem...

Sumarlegur og æðislegur kokteill – Áfengur eða óáfengur

Þessi dásemdar kokteill er sannkallaður sumardrykkur sem minnir okkur á...

Dásamlegt súkkulaði bananabrauð – Ein besta uppskrift sem þú finnur

Það er leikur einn að henda í þetta dásamlega súkkulaði bananabrauð...

Losnaðu við andfýlu – því hún er alveg ferlega fráhrindandi

Flestir eru líklega sammála um að andfýla sé eitthvað sem þeir vilja...

Hugsar þú nógu vel um sjálfa/n þig og þína andlegu líðan? – Hér eru mikilvæg atriði

Allt of margir eru vanir og of vel þjálfaðir í því að hugsa vel um...

Svona er agúrkuvatn ótrúlega gott fyrir líkamann

Hefurðu prófað agúrkuvatn? Ef ekki ættir þú kannski að skoða það...

Mikilvægt að þrífa uppþvottavélina – og svona gerir þú það

Vissir þú að það er afar mikilvægt að þrífa uppþvottavélina á...

Tvær ótrúlega einfaldar leiðir til að gera krullur og strandarliði í hárið

Hvað ætli mörgum konum finnist þær eyða of miklum tíma í hár...

Svona er agúrkuvatn ótrúlega gott fyrir líkamann

Hefurðu prófað agúrkuvatn? Ef ekki ættir þú kannski að skoða það...

Hér eru fimm einkenni þess að þú neytir of mikils sykurs

Sykur er hluti af okkar daglega lífi – því hvort sem okkur líkar...

Hver er besta svefnstellingin – og sefur þú í þeirri bestu eða verstu

Góður svefn er síður en svo sjálfsagður og því fær maður betur að...

Er gott fyrir brjóstin að sofa í brjóstahaldara?

Í gegnum tíðina hafa verið uppi ýmsar hugmyndir og kenningar um brjóst...

Mikilvægt að borða rétt fyrir hormóna líkamans

Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá hafa hormónar líkamans mikið...

Að láta klippa á sig topp getur alveg yngt mann um nokkur ár

Ef þig langar að breyta til og ert orðin hundleið á hárinu þínu...

Að vakna rennandi sveitt og þvöl um miðja nótt – Algengt vandamál

Konur á vissum aldri þurfa að kljást við eitt og annað sem tengist...

Þetta finnst konum fráhrindandi í fari karla sem eru kærulausir með útlitið

Munið þið eftir þeirri umræðu frá því í gamla daga að konur sem...

Losnaðu við andfýlu – því hún er alveg ferlega fráhrindandi

Flestir eru líklega sammála um að andfýla sé eitthvað sem þeir vilja...

Hugsar þú nógu vel um sjálfa/n þig og þína andlegu líðan? – Hér eru mikilvæg atriði

Allt of margir eru vanir og of vel þjálfaðir í því að hugsa vel um...

Mikilvægt að þrífa uppþvottavélina – og svona gerir þú það

Vissir þú að það er afar mikilvægt að þrífa uppþvottavélina á...

GJAFALEIKUR – Við gefum miða á geggjaða Elvis tónleika Bjarna Ara

Bjarni Ara hefur gjarnan verið kallaður Elvis okkar Íslendinga en hann...

Snúðu gæfunni þér í vil og tileinkaðu þér þessi 5 atriði

Þekkir þú einhvern sem þér finnst vera alveg fáránlega...

Meira en helmingur hjóna hugsar um skilnað – Og það er víst staðreynd

Ef þú ert gift/ur og hefur verið að hugsa um skilnað að undanförnu er...

Þetta hefur hamingjusama fólkið vanið sig á – Því hamingjan er val

Þótt fólk geti átt erfitt með að sætta sig við það þá er það...

Sumarlegur og æðislegur kokteill – Áfengur eða óáfengur

Þessi dásemdar kokteill er sannkallaður sumardrykkur sem minnir okkur á...

Dásamlegt súkkulaði bananabrauð – Ein besta uppskrift sem þú finnur

Það er leikur einn að henda í þetta dásamlega súkkulaði bananabrauð...

Ljúffeng sænsk súkkulaðikaka deluxe

Sænskar kladdkökur eru bæði einstaklega góðar og einfaldar í...

Hættu að steikja beikonið og notaðu frekar þessa frábæru aðferð

Ef þú ert vanur/vön að steikja beikonið á pönnu er kominn tími til...

Dásemdar sítrónukaka – eins og þessi sem fæst á Starbucks

Sítrónukaka er eitt það besta sem við fáum. Hún er svo frískandi,...

Klassísk frönsk súkkulaðikaka með fílakaramellum

Frönsk súkkulaðikaka er ein af þessum góðu kökum sem maður fær...

Dúnmjúk fyllt og afar einföld súkkulaðikaka með dásamlegu kremi

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst afskaplega gott að eiga einfaldar,...

Svona gerir þú fullkomin hleypt egg á þrjá vegu – eins og Egg Benedict

Hver kannast ekki við Egg Benedict? Þessi dásemd er í uppáhaldi hjá...

Þetta eru eftirminnilegustu kossar allra tíma

Kossar í bíómyndum verða gjarnan eftirminnilegir – og oft eru...

Jólalög og ljúfir tónar á Þorláksmessu í Hörpu – Frítt inn og allir velkomnir

  Margir leggja leið sína í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu...

Mahler og Mussorgsky á Óperudögum í Hannesarholti

  Þau Aron Axel Cortes barítónsöngvari og Hrönn Þráinsdóttir...

Skelltu þér á ókeypis tónleika Óperunnar í Hörpu – Notalegt í hádeginu

Íslenska óperan býður upp á í vetur, eins og undanfarna vetur,...

Tíu frábærar bíómyndir sem fá þig til að gleyma lífsins áhyggjum

Þegar veðrið er ekki upp á sitt besta og maður er í letistuði er...

Svona hefurðu aldrei heyrt lagið Jolene áður… frábær A capella flutningur

Dolly Parton er afskaplega hæfileikarík og þá ekki eingöngu sem...

Gætir þú lifað án tónlistar?

Hvernig væri tilveran án tónlistar? Tónlist er stór hluti af menningu...

Vissir þú að það er leyniíbúð uppi í Eiffel-turninum?

Vissir þú að það er lítil íbúð uppi í Eiffel-turninum? Þessa...

Tólf ára sem dreymir um að syngja á Broadway fær gullna hnappinn og grætir dómarana

Hann er 12 ára gamall og dreymir um að verða Broadway stjarna – og...

Þetta er sko enginn venjulegur kór – Enda fengu þau gullna hnappinn

Krakkarnir í Detroit Youth Choir mætti ásamt stjórnanda sínum í prufur...

Hann stoppar þessa 12 ára stelpu og lætur hana syngja aftur – Og hún neglir það!

Hún er 12 ára gömul og mætti á dögunum í prufur í stærstu...

Ellefu ára fiðluleikari er lifði af krabbamein fær gullna hnappinn frá Simon Cowell

Hann vildi ekki vera þekktur sem strákurinn með krabbameinið og ákvað...

Ótrúleg viðbrögð dýranna í skóginum við spegli

Franskur ljósmyndari kom spegli fyrir í skógum Afríku til að ná myndum...

Einhverfur og blindur heillar alla með stórkostlegum flutningi í hæfileikakeppni

Þrátt fyrir að vera bæði blindur og einhverfur lét hinn 22 ára gamli...

Tíu ára stelpa slær í gegn með frábærum söng og frumsömdu lagi

Þótt hún Giorgia sé ekki nema 10 ára gömul tókst henni að heilla...

Skólakór grætir dómarana og ærir salinn með taumlausri gleði og einlægni

Þau eru á aldrinum 4 til 11 ára og áttu sumir í hópnum sér þann...