34 lífslexíur sem allar konur þurfa á að halda

Þegar við eldumst áttum við okkur sífellt betur á lífinu og hvernig við viljum lifa því. En það er samt alltaf jafn gott að fá smá áminningu um hvernig við getum gert líf okkar enn betra – það eru nefnilega oft þessir litlu hlutir sem geta gjörsamlega gert gæfumuninn. Hér eru 34 atriði sem eru fín lífslexía fyrir okkur allar   1. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt – en það er samt gott. 2. Ef þú ert í vafa farðu þér þá hægt....

Skoða

Tíu snilldar leiðir til að nota alla stöku sokkana sem safnast upp

Allir sem sjá um þvottinn á sínu heimili þekkja það að sitja uppi með nokkra staka sokka eftir dag í þvottahúsinu. Við klórum okkur alltaf jafnmikið í hausnum yfir þessu en af einhverri óskiljanlegri ástæðu týnist annar helmingurinn af parinu oftar en við viljum sætta okkur við. En ekki hafa áhyggjur og alls ekki henda þessum munaðarlausu sokkum í ruslið. Það er nefnilega hægt að nýta þá í eitt og annað. Hér eru frábærar hugmyndir 1....

Skoða

Lengdu lífið og hægðu á öldrunarferlinu með þessum sjö atriðum

Þrátt fyrir að við getum aldrei komið alveg í veg fyrir öldrun líkamans er engu að síður ýmislegt sem við getum gert til að hafa áhrif á það. Hvernig við eldumst og hvað við lifum lengi hefur mikið með lífshætti okkar að gera. Vissulega eru alltaf undantekningar á því og virðast stundum ólíklegustu þættir og lífshættir einkenna langlíft fólk. Hér eru sjö þættir sem eru taldir geta hjálpað okkur að hægja á ferlinu Ólífuolía Olían er...

Skoða

Gómsætar hollustu nammikúlur – Bæði vegan og ekki

Þessar girnilegu og gómsætu kúlur eru algjört sælgæti en samt mun hollari en þig grunar. Þær má líka útbúa þær annað hvort vegan eða ekki. Kúlurnar eru frábær eftirréttur, orkubiti, snarl, sælgæti og bara ef þig langar í eitthvað virkilega gott. Svo er alveg einstaklega einfalt að útbúa þær – sem okkur finnst auðvitað mikill kostur. Það sem þarf 1 bolli döðlur 1 bolli Rice Krispies ½ bolli kakó 2-3 msk mjólk að eigin vali (fer eftir...

Skoða

Nákvæmlega þess vegna ættirðu að borða avókadó á hverjum degi

Hér eru 7 góðar ástæður fyrir því að borða avókadó á hverjum einasta degi. 1. Góð fita Avókadó, eða lárperan, er stútfull af góðri fitu – sömu góðu fitunni og er í ólífuolíu. Þess vegna er lárperan sérstaklega góð fyrir hjartaheilsu okkar. 2. Gerir þig mettan Þá getur þessi góða fita og auk þess trefjarnar í lárperunni haft hemil á hungrinu. Rannsóknir sýna að máltíðir og réttir sem innihalda avókadó eru saðsamir og gera okkur...

Skoða

Dýrindis súkkulaði- og bananakökulengjur

Það er alltaf jafn notalegt að eiga eitthvað heimabakað með kaffinu um helgar – og þessar dýrindis lengjur hér svíkja svo sannarlega ekki.  Svo er þetta líka frekar einfalt í framkvæmd. Það eru Dumle bananakaramellurnar sem gefa lengjunum bananabragð og þetta er auðvitað algjört æði. Hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit deilir hér með okkur þessari uppskrift. Það sem þarf 150 g smjör við stofuhita 3,75 dl hveiti 1,5 dl sykur 3 msk...

Skoða

Þetta er nokkuð sem öll yngstu börn ættu að kannast við – Þótt þau séu fullorðin

Það er gaman og áhugavert að skoða áhrif systkinaraðar á einstaklinginn. Því það er víst margsannað mál að hún skiptir máli – það er að segja hvar í röðinni þú ert og hvaða áhrif það hefur á persónuleika þinn. Eldri systkinum finnst til dæmis oft yngsta barnið njóta ýmissa forréttinda sem þau nutu ekki. En hér eru 12 merki þess að þú ert yngsta barnið 1. Foreldrar þínir nenntu ekki að spá í þetta Þegar þú fæddist voru foreldrar...

Skoða

Pör sem deila húsverkunum stunda meira kynlíf

Það er þetta með húsverkin, hjónabandið og kynlífið. Samkvæmt könnun sem framkvæmd var árið 2002 kom í ljós að hjón stunduðu minna kynlíf ef eiginmaðurinn hjálpaði til við heimilisverkin – sem sumum fannst hljóma ótrúverðugt. Þegar Matt Johnson prófessor og sérhæfður fjölskylduráðgjafi las í þessa könnun þá hugsaði hann með sér að þetta gæti ekki verið. Ekki miðað við hans reynslu af fjölskyldu- og hjónaráðgjöf í gegnum tíðina....

Skoða

Frábær aðferð til að hreinsa glerið í ofnhurðinni án eiturefna

Hver þekkir það ekki að glerið í ofnhurðinni á bakaraofninum er grútskítugt! Með tímanum verður glerið bæði skýjað og skítugt svo erfitt getur verið að sjá inn í ofninn. Frábær aðferð Það getur reynst erfitt að ná glerinu skínandi hreinu. En hér er frábær aðferð – þar sem einungis er notast við náttúruleg efni. Að sjálfsögðu er það matarsódinn sem kemur hér við sögu, en við þreytumst seint á því að fjalla um eiginleika og...

Skoða

Þær eru yfir 100 ára og alveg dásamlegar – Og með frábær ráð fyrir okkur

Við ættum að gefa okkur tíma til að hlusta á eldra fólkið okkar. Þau hafa reynsluna og vita um hvað lífið snýst – og ættu því að geta miðlað af reynslu sinni og gefið okkur góð ráð. Þessar tvær dásamlegu konur hér í myndbandinu voru 101 árs og 104 ára þegar þetta myndband var gert. Þær voru spurðar út í það hvernig maður öðlast hamingjuna… og það stóð ekki á svarinu. Betty, 101 árs, segir að allt of margir haldi að...

Skoða

Börn útivinnandi mæðra standa sig vel og eru umhyggjusöm

Í gegnum tíðina hafa fjölmargar útivinnandi mæður haft nagandi samviskubit yfir því að vera of mikið í burtu frá börnum sínum. Og margar þeirra hafa á köflum upplifað sig sem ekki nógu góðar mæður. Ekki svo slæmt En nú geta allar þessar mæður andað léttar því samkvæmt rannsóknum er þetta ekki talið há börnunum til langs tíma litið. Rannsókn sem framkvæmd var við Harvard Business School í Bandaríkjunum þykir sýna fram á að dætur...

Skoða

Þetta er allra besta hreyfingin og eitt besta meðal sem völ er á

Með hærri aldri eiga ýmsar breytingar sér stað í líkama okkar og á það bæði við karla og konur. Til að takast á við líkamlegar breytingar er mikilvægt að huga að réttri hreyfingu. Besta lyfið sem við eigum kost á Ganga er ein besta hreyfing sem völ er á og hana er hægt að stunda næstum hvar sem er og hvenær sem er. Og svo kostar það ekkert að ganga. Gangan getur gert þér afar gott og haft jákvæð áhrif á marga kvilla sem angra til...

Skoða

Parmesanbuff í rjómasósu – Dásamlegur hversdagsmatur

Þetta parmesanbuff er frábær hversdagsmatur – en hversdagsmatur sem gæti skammlaust verið helgarmatur og á borðum í matarboðum. Hversdagsmatur sem getur ekki annað en vakið lukku. Parmesan osturinn gefur buffunum gott bragð sem nýtur sín einnig vel í sósunni. Það er eiginlega nokkurs konar nostalgía yfir þessu dásamlega buffi. Hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit deilir hér með okkur þessari uppskrift. Það sem þarf 700 g nautahakk...

Skoða

Hveitilaus döðlu- og súkkulaðikaka með karamellu og sjávarsalti

Þetta er engin venjulega döðlukaka, en hún er draumi líkust. Stútfull af dökku súkkulaði og döðlum – og ekkert hveiti. Maður fær hreinlega vatn í munninn að hugsa um hana. Það er nefnilega fátt betra en súkkulaði, döðlur og karamella með sjávarsalti – og þegar þetta allt kemur saman í einni og sömu kökunni þá kætast bragðlaukarnir. Uppskriftin að þessari himnesku köku er fengin hjá henni Mörthu Stewart. Það sem þarf Fyrir...

Skoða

Hér eru tíu eldhúsráð sem þú vilt kunna

Hver hefur ekki áhuga á því að læra ný eldhúsráð og trix? Við hér erum alla vega alltaf jafn hrifin af góðum húsráðum – enda getur maður sífellt á sig blómum bætt í þeim efnum. Hér eru tíu einföld eldhúsráð sem þú vilt kunna               1. Að skera lauk án þess að tárast Þetta hafði maður ekki hugsað út í – en með því að setja laukinn inn í frysti áður en hann er skorinn losnar maður við það...

Skoða