Vissir þú að ananas hefur lækningamátt?

Ananas er stútfullur af góðum næringarefnum og þá meinum við STÚTFULLUR. Í honum er að finna eina bestu uppsprettu C-vítamíns og fullnægir til dæmis einn bolli af ananas dagsþörf líkamans á þessu mikilvæga vitamíni. Þá inniheldur ananas líka meðal annars magnesíum og nokkur B-vítamín. Ananas getur virkað eins og lyf  Ananas hjálpar til við að vinna gegn bólgum í líkamanum, hefur góð áhrif á eðlilegt blóðflæði og getur því komið í veg...

Skoða

Eyðir þú oft peningum í óþarfa? – Hér eru ráð við því

Það er ótrúlegt hvað við getum stundum verið dugleg að eyða peningunum okkar í einhvern óþarfa. Margt af því sem við kaupum er eitthvað sem við getum alveg lifað án þá og þá stundina. Ekki satt? Þessi ráð gætu hjálpað Auðvitað er það í fínu lagi að leyfa sér að kaupa eitthvað annað slagið. En ef þú er ein/n af þeim sem ert alltaf að kaupa einhvern óþarfa og ert í sífelldri baráttu við sjálfa/n þig áður en þú festir kaup á einhverju...

Skoða

Bakaðar og gómsætar pepperoni pizza kartöflur

Fáir slá hendinni á móti brakandi pepperoni pizzu, eða bakaðri kartöflu með góðri steik, mmm… En að sameina þetta tvennt er eitthvað sem fáum hefur dottið í hug. Við á Kokteil kynnum því til leiks bakaða pepperoni pizzakartöflu. Hefurðu smakkað? Hún er stjarnfræðilega góð svo ekki sé meira sagt. Svo er líka einfalt og fljótlegt að matreiða hana.  Það sem þú þarft Bakaða kartöflu Ólífuolíu Salt og pipar Rifinn ost Pepperoni...

Skoða

Snilldar ráð til að gera háu hælana þægilegri

Hvaða kona elskar ekki skó og háa hæla? Þrátt fyrir að það geti verið kvöl og pína að klæðast þeim heila kvöldstund þá lætur maður sig hafa það. Það er bara þess virði. Þolum víst ekki nema 34 mínútur á háum hælum Það er reyndar búið að sýna fram á að konur sem ganga á hælum geta verið í þeim í 34 mínútur áður en þær fara að finna fyrir óþægindum, það er ekki meira en það. Samt dansaði maður á hælum klukkutímunum saman hér í eina tíð....

Skoða

Gómsætur bakaður Brie í áramótaveisluna

Bakaðir ostar eru í miklu uppáhaldi hjá mér og geri ég þannig reglulega. Þessa uppskrift nota ég mikið enda alveg með eindæmum góð. Þetta er einn af þeim réttum sem klárast fljótt… reyndar allt of fljótt. Það er tilvalið að nota Jólabrie (þegar hann fæst) í þennan rétt þar sem hann er stærri en t.d. venjulegur Camembert. Bakaður Brie á svo sannarlega við í áramótaveislunni. Það sem þarf 1 stk Jólabrie eða annan stóran Brie ost ¼...

Skoða

Dásamlegt jóla Tiramisu úr smiðju Jamie Oliver

Það er algjörlega ómissandi að fá góðan eftirrétt um jólin. Hvort sem maður borðar hann strax eftir mat eða gæðir sér á honum seinna um kvöldið þá er gott að fá eitthvað ljúffengt og sætt. Hér er dásamleg uppskrift að jóla Tiramisu úr smiðju snillingsins Jamie Oliver en Jamie segir konu sína kjósa þessa útgáfu yfir þá venjulegu. Þessi verður svo sannarlega prófuð um jólin! Það sem þarf 200 ml rjóma 100 gr dökkt súkkulaði, t.d. 70% Nóa...

Skoða

Þessi greiðsla tekur fimm mínútur – Ótrúlega flott

  Já takk, við erum sko meira en til í þessa flottu greiðslu sem hægt er að henda upp á 5 mínútum. Nú þegar jól og áramót eru á næsta leiti eru margar konur sem kjósa að setja hárið upp af því tilefni en fæstar höfum við mikinn tíma í slíkt á þessum tíma. Fyrir uppteknar konur er það auðvitað snilld að geta skellt hárinu svona glæsilega upp þegar tíminn er lítill. Bæði smart og...

Skoða

Æðislegir snickersbitar á aðventu

Nú á aðventu er smákökubakstur á fullu á mörgum heimilum. Margir gera líka konfekt og aðra sæta og góða mola. Það er vel þess virði að henda í þessa uppskrift hér að girnilegum og fljótlegum snickersbitum. Þetta tekur enga stund að útbúa og við getum lofað því að bitarnir renna ljúflega ofan í mannskapinn. Uppskriftin er frá Svövu á Ljúfmeti og lekkerheit. Það sem þarf 1 krukka hnetusmjör ca 350 g 1 1/2 dl sýróp 1 dl sykur 9 dl...

Skoða

Gómsætar jólalegar súkkulaðikökur með Bismark súkkulaði

Þær gerast nú varla mikið jólalegri smákökurnar… hvað þá betri! Jólalegar súkkulaðikökur Mér finnst rjómasúkkulaðið með bismark frá Nóa Siríus afskaplega gott. Og ég er virkilega ánægð með þessar smákökur sem  eru einstaklega jólalegar og bragðgóðar. Það passar afar vel með myntunni að hafa kökurnar dökkar og dásamlegt að finna myntuna í munninum á eftir Þessar sóma sér vel á jólakaffiborðinu. Það sem þarf 2 ½ bolli hveiti 1 tsk...

Skoða

Konur hrjóta líka – Þótt þær haldi öðru fram

Konur um og yfir fimmtugt kvarta frekar en karlar á sama aldri yfir svefnleysi og svefnröskunum – en ákveðin óregla á svefni er algeng hjá konum á þessum aldri. Einnig er ekki óalgengt að konur sem aldrei hefur heyrst í á nóttunni byrji á breytingaskeiði að hrjóta eins og tröll. Sumar konur geta ekki einu sinni sofið fyrir hrotunum í sjálfum sér og vakna oft á nóttu. Þótt mörgum finnist það ekkert sérstaklega dömulegt að hrjóta...

Skoða

Afar mikilvægt fyrir allar konur – og þá sérstaklega konur yfir fertugt

Mælt er með því að hver kona skoði sjálf og þreifi brjóst sín í hverjum mánuði. Með því að þekkja brjóstin vel gerir þú þér frekar grein fyrir því þegar og ef einhverjar breytingar verða á þeim. Einu sinni í mánuði Gildi þessarar sjálfskoðunar er sérstaklega mikilvægt fyrir konur sem komnar eru yfir fertugt. Krabbameinsfélagið mælir með því að brjóstin séu þreifuð einu sinni í mánuði og þá helst viku til tíu dögum eftir að blæðingar...

Skoða

Dýrindis spagettí með hollu og mjúku avókadó pestó

Avókadó er ein af þessum fæðutegundum sem passa með næstum öllum mat. Og hér notum við það með spagettí. Avókadó er stútfullt af góðri fitu og er þess vegna sérstaklega gott fyrir hjartað. Rannsóknir sýna að réttir sem innihalda avókadó eru saðsamir og gera fólk saddara lengur. Þessi ljúffengi pastaréttur hér að neðan er einfaldur, hollur og góður. Það sem þarf 350 gr spagettí 2 avókadó 1 hvítlauksrif 1 búnt vorlaukur safi úr 1...

Skoða

Góð hnífatækni er mikilvæg í eldhúsinu – Tileinkaðu þér þessa grunntækni

Það er algjörlega nauðsynlegt að hafa hnífatæknina á hreinu í eldhúsinu. Ekki aðeins auðveldar það vinnuna við matseldina heldur sparar það líka tíma að gera þetta rétt – já og kemur í veg fyrir að maður slasi sig. Í fyrsta lagi er auðvitað afar mikilvægt að nota góða og beitta hnífa. Þannig að ef hnífarnir þínir bíta ekki blautan skít eins og sagt er þá borgar sig að fjárfesta í áhaldi eða tæki til að skerpa þá. Grunnreglurnar...

Skoða

Karlmenn eru svo miklu mýkri en margar konur halda

Alveg eins og karlmenn eiga oft erfitt með að skilja okkur konur þá eigum við oft í erfiðleikum með að skilja þá. Þessar elskur virðast oft vera voða harðir en þegar betur er að gáð eru þeir flestir mjúkir inn við beinið. Stefnumótasérfræðingurinn Amber Madison ferðaðist um Bandaríkin fyrir skemmstu og fékk 1000 karlmenn til að taka þátt í könnun sem gekk út á það að svara spurningum um kynlíf, ást og stefnumót. Og hér eru niðurstöður...

Skoða

Lætur þú þarfir annarra alltaf ganga fyrir?

Ert þú týpan sem lætur alltaf aðra ganga fyrir en situr svo sjálf á hakanum? Hugsar þú fyrst og fremst um þarfir annarra? Gerirðu ekki líka oft eitthvað sem þig langar ekkert til og sleppir því sem þig virkilega langar til? Svo algengt hjá konum Þetta er ótrúlega algengt hjá konum. Yfirleitt byrjar þetta á sama tíma og þær stofna til fjölskyldu og börnin koma til sögunnar. Enda svo sem ósköp eðlilegt því lítil börn taka alla orku...

Skoða