Það er gott að kyssa – En veistu hvað kossaflensið getur gert?

Hvað jafnast á við kossaflens og kelerí? Ekkert að mínu mati, þrátt fyrir að það sé margt sem kemst nálægt því. En góður koss… er einfaldlega best í heimi. En vissir þú þetta um kossa? Kossaflens bætir húðina, eykur blóðflæði, hindrar tannskemmdir og getur jafnvel linað hinn versta höfuðverk. Kelerí og kossar auka endorfínflæðið í líkamanum, en endorfín er okkar náttúrulega verkjalyf. Þegar það leysist úr læðingi er talið að það...

Skoða

Einstaklega einfaldur og fljótlegur eftirréttur

Þegar strákarnir mínir voru litlir bjó ég stundum til eftirrétt handa þeim sem við kölluðum spariskyr. Um daginn gerði ég nýja útfærslu af spariskyri sem vakti ekki minni lukku en sú gamla. Það eru í raun engin hlutföll í þessu heldur bara gert eftir tilfinningu. Rjómi er þeyttur og hrærður saman við vanilluskyr þannig að skyrið verði létt í sér. Oreokex er mulið og síðan er skyr og kex sett á víxl í skál eða glas. Endið á að setja...

Skoða

Þessir 9 hlutir eru það besta í lífinu – Og þeir kosta ekki krónu

Öll vitum við að tilvera okkar hér á jörðinni er takmörkuð, en allt of oft gleymist að hver dagur er dýrmætur. Einmitt þess vegna erum við kannski ekkert alltaf með hugann við það að nýta tíma okkar vel. Lífið er óvissuferð Það má segja að lífið sé nokkurs konar óvissuferð – við vitum aldrei fyrir víst hvar við endum eða hvenær og þótt við skipuleggjum og undirbúum okkur vel þá getur allt breyst á svipstundu. Og þegar maður fer...

Skoða

Þrjár einfaldar hátíðargreiðslur fyrir stutt hár

Þrátt fyrir að hár þitt sé frekar stutt er ekki þar með sagt að þú getir ekki breytt til og skellt í fallega hátíðargreiðslu. Það er nefnilega allt hægt! Svo til þess að sýna ykkur hvað hægt er að gera eru hér 3 flottar útgáfur af hátíðargreiðslu fyrir stutt hár sem ekki eru flóknar.

Skoða

Þessi safi er alveg hreint frábær við uppþembu og bólgum í líkamanum

Þrátt fyrir að vatnsmelónur séu 92% vatn innihalda þær engu að síður fullt af næringarefnum sem eru góð fyrir okkur. Má þar t.d. nefna B-1, B-2, B-3 og B-6 vítamín, fólinsýru, magnesíum, fosfór, kalíum, sink og lycopene. Það er því vel þess virði að bæta vatnsmelónum inn í mataræðið enda eru þær afar frískandi og tilvalið að nota þær í góðan og hollan drykk. Þessi melónudrykkur er frábær við bólgum og uppþembu í líkamanum Uppskriftin...

Skoða

Japönsk vatnsmeðferð sem talin er allra meina bót

Þessi vatnsmeðferð er alveg sáraeinföld, en hún er kennd við Japan því upphafsmaður hennar er japanskur læknir. Læknir þessi helgaði líf sitt rannsóknum á afleiðingum ofþornunar. Ekki er nóg með að þetta sé ofur einfalt heldur benda vísindalegar rannsóknir til þess að meðferðin raunverulega virki. En hvað er vatnið talið gera fyrir heilsuna? Sannað þykir að vatnsmeðferðin geti hjálpað til við að koma í veg fyrir liðagigt, bakverki,...

Skoða

Frábært trix til að steikja beikon á pönnu – Án alls sóðaskapsins

  Ef þér finnst beikon gott og færð aldrei nóg af því… en finnst hins vegar sóðalegt og leiðinlegt að steikja það er hér frábært trix fyrir þig. Stökkt og gott Við þekkjum það öll hvað allt verður subbulegt þegar maður steikir beikon á pönnu – en það er ekki þar með sagt að maður vilji hætta að steikja það á þann hátt. Þess vegna tökum við þessu trixi fagnandi. Beikonið verður fullkomlega steikt, stökkt og gott...

Skoða

Bíddu, er hún 65 ára? Og hvert er leyndarmálið?

Leikkonan Dana Delany lítur alveg ótrúlega vel út miðað við aldur. Enda segist hún oft fá þá spurningu hvert leyndarmálið sé. Dana hefur leikið í fjölda bíómynda og sjónvarpsþátta og margir muna eflaust eftir henni úr þáttunum um hinar vinsælu Desperate Housewives. Og þetta er leyndarmálið Í myndbandinu hér að neðan er viðtal við Dönu þar sem hún er gestur í sjónvarpsþætti Steve Harvey í Bandaríkjunum. En Steve hefur einmitt á orði að...

Skoða

Vissir þú að ananas hefur lækningamátt?

Ananas er stútfullur af góðum næringarefnum og þá meinum við STÚTFULLUR. Í honum er að finna eina bestu uppsprettu C-vítamíns og fullnægir til dæmis einn bolli af ananas dagsþörf líkamans á þessu mikilvæga vitamíni. Þá inniheldur ananas líka meðal annars magnesíum og nokkur B-vítamín. Ananas getur virkað eins og lyf  Ananas hjálpar til við að vinna gegn bólgum í líkamanum, hefur góð áhrif á eðlilegt blóðflæði og getur því komið í veg...

Skoða

Eyðir þú oft peningum í óþarfa? – Hér eru ráð við því

Það er ótrúlegt hvað við getum stundum verið dugleg að eyða peningunum okkar í einhvern óþarfa. Margt af því sem við kaupum er eitthvað sem við getum alveg lifað án þá og þá stundina. Ekki satt? Þessi ráð gætu hjálpað Auðvitað er það í fínu lagi að leyfa sér að kaupa eitthvað annað slagið. En ef þú er ein/n af þeim sem ert alltaf að kaupa einhvern óþarfa og ert í sífelldri baráttu við sjálfa/n þig áður en þú festir kaup á einhverju...

Skoða

Bakaðar og gómsætar pepperoni pizza kartöflur

Fáir slá hendinni á móti brakandi pepperoni pizzu, eða bakaðri kartöflu með góðri steik, mmm… En að sameina þetta tvennt er eitthvað sem fáum hefur dottið í hug. Við á Kokteil kynnum því til leiks bakaða pepperoni pizzakartöflu. Hefurðu smakkað? Hún er stjarnfræðilega góð svo ekki sé meira sagt. Svo er líka einfalt og fljótlegt að matreiða hana.  Það sem þú þarft Bakaða kartöflu Ólífuolíu Salt og pipar Rifinn ost Pepperoni...

Skoða

Snilldar ráð til að gera háu hælana þægilegri

Hvaða kona elskar ekki skó og háa hæla? Þrátt fyrir að það geti verið kvöl og pína að klæðast þeim heila kvöldstund þá lætur maður sig hafa það. Það er bara þess virði. Þolum víst ekki nema 34 mínútur á háum hælum Það er reyndar búið að sýna fram á að konur sem ganga á hælum geta verið í þeim í 34 mínútur áður en þær fara að finna fyrir óþægindum, það er ekki meira en það. Samt dansaði maður á hælum klukkutímunum saman hér í eina tíð....

Skoða

Gómsætur bakaður Brie í áramótaveisluna

Bakaðir ostar eru í miklu uppáhaldi hjá mér og geri ég þannig reglulega. Þessa uppskrift nota ég mikið enda alveg með eindæmum góð. Þetta er einn af þeim réttum sem klárast fljótt… reyndar allt of fljótt. Það er tilvalið að nota Jólabrie (þegar hann fæst) í þennan rétt þar sem hann er stærri en t.d. venjulegur Camembert. Bakaður Brie á svo sannarlega við í áramótaveislunni. Það sem þarf 1 stk Jólabrie eða annan stóran Brie ost ¼...

Skoða

Dásamlegt jóla Tiramisu úr smiðju Jamie Oliver

Það er algjörlega ómissandi að fá góðan eftirrétt um jólin. Hvort sem maður borðar hann strax eftir mat eða gæðir sér á honum seinna um kvöldið þá er gott að fá eitthvað ljúffengt og sætt. Hér er dásamleg uppskrift að jóla Tiramisu úr smiðju snillingsins Jamie Oliver en Jamie segir konu sína kjósa þessa útgáfu yfir þá venjulegu. Þessi verður svo sannarlega prófuð um jólin! Það sem þarf 200 ml rjóma 100 gr dökkt súkkulaði, t.d. 70% Nóa...

Skoða

Þessi greiðsla tekur fimm mínútur – Ótrúlega flott

  Já takk, við erum sko meira en til í þessa flottu greiðslu sem hægt er að henda upp á 5 mínútum. Nú þegar jól og áramót eru á næsta leiti eru margar konur sem kjósa að setja hárið upp af því tilefni en fæstar höfum við mikinn tíma í slíkt á þessum tíma. Fyrir uppteknar konur er það auðvitað snilld að geta skellt hárinu svona glæsilega upp þegar tíminn er lítill. Bæði smart og...

Skoða