Svona lýsir vefjagigt sér – Ítarlega farið í einkenni, greiningu og meðferð

Vefjagigt (e. fibromyalgia syndrome) er langvinnur sjúkdómur eða heilkenni
(e. syndrome) sem samanstendur af fjölmörgum einkennum frá hinum ýmsu líffærakerfum. Helstu einkenni eru langvinnir og útbreiddir verkir frá stoðkerfi, almennur stirðleiki, yfirþyrmandi þreyta og svefntruflanir.

Önnur algeng einkenni eru órólegur ristill, ofurnæm þvagblaðra, fótapirringur, kuldanæmi, dauðir fingur (e. Raynaud´s phenomenon), dofi í útlimum, bjúgur, kraftminnkun, úthaldsleysi, minnisleysi, einbeitingarskortur og depurð.

Vefjagigtin getur þróast á löngum tíma og viðkomandi gerir sér litla grein fyrir í fyrstu að eitthvað óeðlilegt sé í gangi. Verkir sem hlaupa til dag frá degi, stirðleiki og yfirþyrmandi þreyta af og til eru oft byrjunareinkennin. Einkennin eru ekki viðvarandi í fyrstu, koma og fara, ný einkenni bætast við. Smám saman vindur sjúkdómurinn upp á sig þar til einkenni hverfa ekki langtímum saman. Einkennin eru mjög mismunandi milli einstaklinga, bæði af fjölda og hversu slæm þau eru.

Lítill skilningur

Vefjagigt getur verið mildur sjúkdómur þar sem viðkomandi heldur nær fullri færni og vinnugetu, þrátt fyrir verki og þreytu, en hann getur líka verið mjög illvígur og rænt einstaklinginn allri orku þannig að hann er vart fær um annað en að sofa og matast. Oftar rænir vefjagigtin aðeins hluta af færni til vinnu og athafna daglegs lífs. Þar sem ekki sjást nein ummerki um sjúkdóminn, hvorki á sjúklingnum, né í almennum læknisrannsóknum þá hafa þessir einstaklingar oft á tíðum mætt litlum skilningi heilbrigðisstarfsfólks, aðstandenda, vina eða vinnuveitenda. Enn þann dag í dag telja sumir að vefjagigt sé í raun ekkert annað en verkjavandamál sem geti talist eðlilegur hluti af lífinu og enn aðrir telja að um sé að ræða “ruslafötu greiningu” það er að allt sé kallað vefjagigt sem ekki er hægt að greina sem aðra “almennilega sjúkdóma”.

Á undanförnum árum hafa verið gerðar fjölmargar rannsóknir á vefjagigt sem hafa leitt í ljós að truflun er í starfssemi margra líffærakerfa hjá fólki með vefjagigt m.a. í tauga-hormóna kerfi líkamans ( e. neurohormonal abnormality), ósjálfráða taugakerfinu ( e. autonomic nervous system dysfunction) og truflun er á framleiðslu ýmissa hormóna ( e. reproductive hormone dysfunction).

Svefntruflanir sem eru eitt af höfuðeinkennum vefjagigtar eru taldar orsakaþáttur fyrir mörgum einkennum einkum þreytu og stoðkerfisverkjum.

Algengi

Niðurstöður rannsókna á algengi* (e. prevalence) vefjagigtar víða um veröld eru mismunandi. Talið hefur verið að vefjagigt hrjái 2 – 13 % fólks á hverjum tíma (1-5). Líklega er það of há tala því yfirlitsgrein frá 2006 reiknar með að algengi vefjagigtar sé á bilinu 0,66% – 4,4%, en höfundarnir skoðuðu 30 rannsóknargreinar sem uppfylltu skilyrði um greiningu á vefjagigt í þýði.

Vefjagigt finnst hjá báðum kynjum, en er algengari hjá konum en körlum og er hlutfallið a.m.k. 3 – 4 konur á móti einum karli. Sjúkdómurinn er þekktur í öllum aldurshópum og er algengastur hjá konum á miðjum aldri, en börn, unglingar og aldraðir geta líka fengið vefjagigt. Fáar og ófullnægjandi rannsóknir eru til um algengi vefjagigtar meðal barna og unglinga.

Vefjagigt greinist í öllum þjóðfélagshópum, en er þó algengari meðal fátækra þjóðfélagshópa, innflytjenda og þeirra sem eru illa staddir félagslega. Vefjagigt er m.a. nokkuð algeng meðal Amish fólks eða hjá um 7% fullorðinna . Þetta er forvitnileg niðurstaða þar sem vefjagigt hefur af sumum verið tengd við nútíma lífstíl, streitu og álagi sem Amish fólk sneiðir hjá.

Ein rannsókn hefur verið gerð til að meta algengi vefjagigtar og langvinnra útbreiddra verkja á Íslandi (9). Niðurstaða þeirrar rannsóknar bendir til að algengi vefjagigtar sé mjög hátt hér á landi eða 9,8% hjá konum og 1,3% hjá körlum. Algengi langvinnra útbreiddra verkja reyndist vera 26,9% hjá konum og 12,9% hjá körlum. Heildarsvörun rannsóknarinnar var einungis 53,4% sem takmarkar ályktunarhæfni á niðurstöðum rannsóknarinnar. Samkvæmt þessum rannsóknarniðurstöðum þá gætu yfir 20 þúsund einstaklingar, á aldrinum 18-79 ára, verið haldnir vefjagigt hér á landi.

*Algengi (e. prevalence) sjúkdóma segir til um hversu margir einstaklingar eru haldnir sjúkdómi á hverjum tímapunkti, en tíðni (e. incidence) sjúkdómstilfella segir til um hversu margir einstaklingar eru greindir með sjúkdóminn ár hvert.

Greining

Ekki er hægt að greina eða staðfesta að um vefjagigtarheilkennið sé að ræða með hefðbundnum blóðrannsóknum. Í byrjun er þó nauðsynlegt að gera ýmsar rannsóknir til að útiloka aðra sjúkdóma sem hafa svipuð einkenni og vefjagigt.

Sú aðferð sem mest er notuð til að staðfesta að um vefjagigt sé að ræða er greiningaraðferð sem félag bandarískra gigtlækna gaf út 1990 (the American College of Rhemotology), en sú greining byggir á að sjúklingur sé að öllum líkindum með vefjagigt ef hann hafi haft útbreidda verki í minnst 3 mánuði og sé aumur í minnst 11 af þeim 18 kvikupunktum sem lýst er hér fyrir neðan.

Aðferð til greiningar vefjagigtar:

Saga um útbreidda verki – Skilgreining

Verkir eru taldir útbreiddir þegar eftirfarandi er uppfyllt: 

Verkir bæði í hægri og vinstri líkamshluta, verkir bæði ofan og neðan mittis. Að auki verkir tengdir hryggsúlu þ.e. í hálsi, framan á brjósti, brjóstbaki eða mjóbaki. Mjóbaksverkir eru taldir til verkja neðan mittis.

Verkir við þreifingu á 11 af 18 kvikupunktum – Skilgreining
Verkur, við þreifingu verður að vera til staðar í a.m.k. 11 af eftirfarandi 18 kvikupunktum:

Occiput: Við vöðvafestur í hnakkarót
Neðri hluti háls: Framanvert á hálsi beggja vegna ofan við viðbein við 5.-7. hálslið
Trapezíus: Á miðjum efri hluta trapezíus vöðvans
Supraspinatus: Ofan herðablaða nær hryggsúlu, beggja vegna
Annað rif: Á bringunni í hæð við annað rif , beggja vegna
Á olnboga: Utanvert á olnbogum á báðum handleggjum
Gluteal: Hliðlægt á mjöðmum, beggja vegna
Greater trochanter (mjaðmahnúta): Aftanvert á mjaðmahnútum, beggja vegna
Hné: Innavert á hnjám í hæð við miðja hnéskel

Fyrir utan a.m.k. 11 jákvæða kvikupunkta þarf að vera saga um útbreidda verki, viðvarandi þreytu, stirðleika, svefntruflanir þar sem viðkomandi fær ekki nægilega nærandi svefn. Þessi einkenni verða að hafa varað í a.m.k. 3 mánuði.

Þessi greiningaraðferð hefur verið gagnrýnd í mörgum nýlegum rannsóknum, einkum hvort að þreifing á kvikupunktum sé nægilega ábyggileg greiningaraðferð. Þessi greiningaraðferð er sú eina sem við höfum í dag og er nokkuð örugg ef vel er eftir henni farið og útilokað er með hefðbundnum rannsóknum að um annan sjúkdóm sé að ræða.

Rannsóknir

Greining vefjagigtar byggir fyrst og fremst á sögu og skoðun, en ekki á niðurstöðum hefðbundinna læknarannsókna. Blóðprufur, segulómun og fleiri rannsóknir reynast í flestum tilvikum eðlilegar hjá fólki með vefjagigt og síþreytu. En blóðrannsókn er nauðsynleg til að útiloka aðra sjúkdóma.

Svefnrannsókn er stundum gerð til að greina hverskonar svefntruflun er um að ræða.
Margar rannsóknir staðfesta ýmsar truflanir á líkamsstarfsemi vefjagigtarsjúklinga m.a. starfsemi vöðva og miðtaugakerfis, en þær eru ekki gerðar að öllu jöfnu.

Orsakir vefjagigtar og síþreytu

Margir þættir eru taldir orsaka vefjagigt. Ekki er vitað um neinn ákveðinn orsakaþátt sem getur skýrt allar myndir vefjagigtar, en margar mismunandi kenningar eru á lofti. Það sem er einkennandi fyrir vefjagigt er ofurnæmi í líkamanum fyrir allskyns áreitum sem talið er vera vegna truflunar í starfsemi miðtaugakerfisins.

Líklega eru orsakaþættirnir margir og það virðist sem að margir ólíkir þættir geti hrint af stað ferli sem að lokum veldur vefjagigtarheilkenni. Sumir einstaklingar eru útsettari fyrir vefjagigt. Hjá þeim finnst kannski ekkert sérstakt sem kom sjúkdómnum af stað, meðan aðrir sjúklingar hafa orðið fyrir meiriháttar líkamlegum og/eða andlegum áföllum og hjá enn öðrum eru kannski upptökin einhver veirusýking eða jafnvel matareitrun.
Undir hlekkjunum hér til hliðar er farið í nokkrar hugsanlega orsakir vefjagigtar.

Einkenni

Einkenni vefjagigtar eru fjölmörg, en aukið verkjanæmi og þreyta eru þau algengustu. Einstaklingsbundið er hversu mörg og hvaða einkenni hver hefur. Hér fyrir neðan er listi yfir einkenni sem geta fylgt vefjagigt. Þessi einkenni geta verið fylgikvilli annarra sjúkdóma því er mikilvægt að leita til læknis til að fá úr því skorið hvort að um vefjagigt sé að ræða.

Þekkt einkenni vefjagigtar eru m.a.:

• Útbreiddir verkir

• Einkenni frá vöðvum – vöðvaverkir, “triggerpunktar”, vöðvaslappleiki

• Morgunstirðleiki

• Liðverkir

• Svefntruflanir

• Þreyta

• Einkenni frá…

Lesa meira HÉR

Deildu þessari grein á
  • Nýtt
  • Heilsa og útlit
  • Lífið og lífsstíll
  • Matur og drykkur
  • Menning
  • Myndbönd

Það er gott að kyssa – En veistu hvað kossaflensið getur gert?

Hvað jafnast á við kossaflens og kelerí? Ekkert að mínu mati, þrátt...

Einstaklega einfaldur og fljótlegur eftirréttur

Þegar strákarnir mínir voru litlir bjó ég stundum til eftirrétt handa...

Þessir 9 hlutir eru það besta í lífinu – Og þeir kosta ekki krónu

Öll vitum við að tilvera okkar hér á jörðinni er takmörkuð, en allt...

Þrjár einfaldar hátíðargreiðslur fyrir stutt hár

Þrátt fyrir að hár þitt sé frekar stutt er ekki þar með sagt að...

Þessi safi er alveg hreint frábær við uppþembu og bólgum í líkamanum

Þrátt fyrir að vatnsmelónur séu 92% vatn innihalda þær engu að...

Japönsk vatnsmeðferð sem talin er allra meina bót

Þessi vatnsmeðferð er alveg sáraeinföld, en hún er kennd við Japan...

Frábært trix til að steikja beikon á pönnu – Án alls sóðaskapsins

  Ef þér finnst beikon gott og færð aldrei nóg af því… en...

Bíddu, er hún 65 ára? Og hvert er leyndarmálið?

Leikkonan Dana Delany lítur alveg ótrúlega vel út miðað við aldur....

Þrjár einfaldar hátíðargreiðslur fyrir stutt hár

Þrátt fyrir að hár þitt sé frekar stutt er ekki þar með sagt að...

Japönsk vatnsmeðferð sem talin er allra meina bót

Þessi vatnsmeðferð er alveg sáraeinföld, en hún er kennd við Japan...

Vissir þú að ananas hefur lækningamátt?

Ananas er stútfullur af góðum næringarefnum og þá meinum við...

Þessi greiðsla tekur fimm mínútur – Ótrúlega flott

  Já takk, við erum sko meira en til í þessa flottu greiðslu sem...

Konur hrjóta líka – Þótt þær haldi öðru fram

Konur um og yfir fimmtugt kvarta frekar en karlar á sama aldri yfir...

Afar mikilvægt fyrir allar konur – og þá sérstaklega konur yfir fertugt

Mælt er með því að hver kona skoði sjálf og þreifi brjóst sín í...

Hættulegra að sofa of mikið en of lítið

Það greinilega borgar sig ekki miðað við nýlega rannsókn að snúa...

Höfuðverkur og konur yfir fertugt – Hver er ástæðan fyrir höfuðverknum?

Afar algengt er að konur yfir fertugt þjáist af höfuðverk sem rekja má...

Það er gott að kyssa – En veistu hvað kossaflensið getur gert?

Hvað jafnast á við kossaflens og kelerí? Ekkert að mínu mati, þrátt...

Þessir 9 hlutir eru það besta í lífinu – Og þeir kosta ekki krónu

Öll vitum við að tilvera okkar hér á jörðinni er takmörkuð, en allt...

Bíddu, er hún 65 ára? Og hvert er leyndarmálið?

Leikkonan Dana Delany lítur alveg ótrúlega vel út miðað við aldur....

Eyðir þú oft peningum í óþarfa? – Hér eru ráð við því

Það er ótrúlegt hvað við getum stundum verið dugleg að eyða...

Snilldar ráð til að gera háu hælana þægilegri

Hvaða kona elskar ekki skó og háa hæla? Þrátt fyrir að það geti...

Karlmenn eru svo miklu mýkri en margar konur halda

Alveg eins og karlmenn eiga oft erfitt með að skilja okkur konur þá...

Lætur þú þarfir annarra alltaf ganga fyrir?

Ert þú týpan sem lætur alltaf aðra ganga fyrir en situr svo sjálf á...

Eru fimmtugar konur í dag eins og fertugar hér áður?

Íslenskar konur eiga góða möguleika á því að ná háum aldri og við...

Einstaklega einfaldur og fljótlegur eftirréttur

Þegar strákarnir mínir voru litlir bjó ég stundum til eftirrétt handa...

Þessi safi er alveg hreint frábær við uppþembu og bólgum í líkamanum

Þrátt fyrir að vatnsmelónur séu 92% vatn innihalda þær engu að...

Frábært trix til að steikja beikon á pönnu – Án alls sóðaskapsins

  Ef þér finnst beikon gott og færð aldrei nóg af því… en...

Bakaðar og gómsætar pepperoni pizza kartöflur

Fáir slá hendinni á móti brakandi pepperoni pizzu, eða bakaðri...

Gómsætur bakaður Brie í áramótaveisluna

Bakaðir ostar eru í miklu uppáhaldi hjá mér og geri ég þannig...

Dásamlegt jóla Tiramisu úr smiðju Jamie Oliver

Það er algjörlega ómissandi að fá góðan eftirrétt um jólin. Hvort...

Æðislegir snickersbitar á aðventu

Nú á aðventu er smákökubakstur á fullu á mörgum heimilum. Margir...

Gómsætar jólalegar súkkulaðikökur með Bismark súkkulaði

Þær gerast nú varla mikið jólalegri smákökurnar… hvað þá...

Þetta eru tuttugu rómantískustu bíómyndir allra tíma

Hvað er meira kósý en að kúra uppi í sófa þegar kalt er úti og...

Tíu frábærar bíómyndir sem fá þig til að gleyma lífsins áhyggjum

Þegar veðrið er ekki upp á sitt besta, maður er jafnvel lokaður inni...

Þetta eru eftirminnilegustu kossar allra tíma

Kossar í bíómyndum verða gjarnan eftirminnilegir – og oft eru...

Jólalög og ljúfir tónar á Þorláksmessu í Hörpu – Frítt inn og allir velkomnir

  Margir leggja leið sína í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu...

Mahler og Mussorgsky á Óperudögum í Hannesarholti

  Þau Aron Axel Cortes barítónsöngvari og Hrönn Þráinsdóttir...

Skelltu þér á ókeypis tónleika Óperunnar í Hörpu – Notalegt í hádeginu

Íslenska óperan býður upp á í vetur, eins og undanfarna vetur,...

Svona hefurðu aldrei heyrt lagið Jolene áður… frábær A capella flutningur

Dolly Parton er afskaplega hæfileikarík og þá ekki eingöngu sem...

Gætir þú lifað án tónlistar?

Hvernig væri tilveran án tónlistar? Tónlist er stór hluti af menningu...

Langt leidd af Alzheimer en kemur alltaf tilbaka þegar hún syngur

Það er afar sárt fyrir aðstandendur Alzheimers-sjúklinga að horfa upp...

Er eitthvað krúttlegra en þetta? – Gleðipilla dagsins!

Lítil börn og hundar eru auðvitað bara dásemd. Og þetta litla krútt...

Faðir brúðarinnar neitaði að halda ræðu og gerði þetta í staðinn

Faðir brúðarinnar ákvað að halda ekki hefðbundna ræðu í...

Tónlist gerir kraftaverk fyrir Alzheimer-sjúklinga – Sjáðu myndbandið

Þetta fallega spænska myndband sýnir hversu stórkostleg áhrif tónlist...

85 ára afi stelur senunni í brúðkaupi í hlutverki blómastúlku

Þetta myndband bræðir mann alveg. En þessi 85 ára afi stal senunni í...

Þessi litla ódýra jólaauglýsing hefur gjörsamlega brætt netheima

Það á oftar en ekki við að minna er meira og það sannar þessi litla...

Dáleiddu salinn og dómarana með töfrandi hreyfingum – Alveg magnað

Þessi hópur stúlkna frá Líbanon, 31 talsins, eru keppendur í nýjustu...

Stóð uppi sem sigurvegari 89 ára gamall – Aldrei of seint að láta draumana rætast

Við höfum lengi talað fyrir því að maður er aldrei, nei ALDREI, of...