Heimalagaður ferskur og hollur jógúrtís er eitthvað sem óþarfi er að láta á móti sér.
Það er einkar ljúft að gæða sér á slíkri hollustu nú yfir sumartímann – og án þess að hafa áhyggjur af of miklum hitaeiningum. Svo er þetta líka svo fljótlegt að útbúa.
Fimm útgáfur
Hér eru 5 útgáfur af ferskum jógúrtís og það þarf enga sérstaka ísvél til að útbúa hann heldur er nóg að eiga matvinnsluvél, töfrasprota eða blandara.
Frískandi og gott í sumar.
1. Jarðarberjaís
2 bollar frosin jarðarber
2 msk hunang
¼ bolli (60 gr) hrein jógúrt, t.d. grísk jógúrt
½ msk ferskur sítrónusafi
Aðferð
Setjið jarðarber, hunang, jógúrt og sítrónusafa í matvinnsluvél.
Maukið í 2 til 3 mínútur eða þar til blandan er orðin kremkennd.
Passið að fara vel niður á botninn til að gæta þess að engir bitar verði eftir.
Setjið í form/dós/box og frystið í að minnsta kosti 6 tíma og helst yfir nótt.
Ísinn geymist í frysti í allt að einn mánuð.
2. Með ananas og kókos
2 bollar frosinn ananas
2 msk hunang
¼ bolli hrein jógúrt, t.d. grísk jógúrt
½ msk ferskur sítrónusafi
2 msk ristaðar kókosflögur
Aðferð
Setjið ananas, hunang, jógúrt og sítrónusafa í matvinnsluvél.
Maukið í 2 til 3 mínútur eða þar til blandan er orðin kremkennd.
Passið að fara vel niður á botninn til að gæta þess að engir bitar verði eftir.
Bætið kókosflögunum við með sleif.
Setjið í form/dós/box og frystið í að minnsta kosti 6 tíma og helst yfir nótt.
Ísinn geymist í frysti í allt að einn mánuð.
3. Með banana- og súkkulaðibragði
2 bollar frosnir niðurskornir bananar (ca 2 meðalstórir bananar)
2 msk hunang
¼ bolli (60 gr) hrein jógúrt, t.d. grísk jógúrt
⅓ bolli kakóduft (40 gr)
2 tsk vanilludropar
Aðferð
Setjið banana, hunang, jógúrt, kakó og vanilludropa í matvinnsluvél.
Maukið í 2 til 3 mínútur eða þar til blandan er orðin kremkennd.
Passið að fara vel niður á botninn til að gæta þess að engir bitar verði eftir.
Setjið í form/dós/box og frystið í að minnsta kosti 6 tíma og helst yfir nótt.
Ísinn geymist í frysti í allt að einn mánuð.
4. Með mangó- og límónubragði
2 bollar frosnir mangóbitar
2 msk hunang
¼ bolli (60 gr) hrein jógúrt, t.d. grísk jógúrt
½ msk ferskur sítrónusafi
niðurrifinn börkur af einni límónu
Aðferð
Setjið mangó, hunang, jógúrt og sítrónusafa í matvinnsluvél.
Maukið í 2 til 3 mínútur eða þar til blandan er orðin kremkennd.
Passið að fara vel niður á botninn til að gæta þess að engir bitar verði eftir.
Rífið niður börk af einni límónu og hrærið saman við blönduna með sleif.
Setjið í form/dós/box og frystið í að minnsta kosti 6 tíma og helst yfir nótt.
Ísinn geymist í frysti í allt að einn mánuð.
Og svo er þessi svona aðeins meiri dekurís í lokin.
5. Kökudeigsís
1 bolli hrein jógúrt, t.d. grísk jógúrt
225 gr rjómaostur, t.d. Philadelphia
3 msk hunang
3 tsk vanilludropar
3 msk kökuskraut
Aðferð
Setjið rjómaostinn, hunang, jógúrt og vanilludropa í matvinnsluvél.
Maukið í 2 til 3 mínútur eða þar til blandan er orðin kremkennd.
Passið að fara vel niður á botninn til að gæta þess að engir bitar verði eftir.
Bætið kökuskrautinu út í blönduna og hrærið saman með sleif.
Setjið í form/dós/box og frystið í að minnsta kosti 6 tíma og helst yfir nótt.
Ísinn geymist í frysti í allt að einn mánuð.
Sjáðu hér hvernig þetta er gert
Jóna Ósk Pétursdóttir
kokteillinn@gmail.com