Tuðandi mömmur eru ávísun á velgengni í lífinu

Tuðaði mamma þín í þér þegar þú varst unglingur? Og þú þoldir það ekki – ekki satt? Nöldrar þú ef til vill líka í þinni eigin dóttur? Gengur betur Núna geturðu kannski þakkað móður þinni fyrir nöldrið því rannsóknir sýna fram á að unglingsstúlkur sem eiga mæður sem nöldra í þeim og gera ákveðnar kröfur til þeirra gengur betur í lífinu. Ekki fá samviskubit yfir nöldrinu Rannsókn sem framkvæmd var í Háskólanum í Essex á Englandi á...

Skoða

Er konan þín á breytingaskeiði? – Hér eru nauðsynleg ráð fyrir þig!

Á breytingaskeiði getur konum liðið illa og þær vita stundum ekkert hvernig þær eiga að bregðast við þeim breytingunum sem þær eru að ganga í gegnum. En mitt í öllum þessum breytingum leiða víst fæstar konur hugann að því hvernig mökum þeirra líður. Þær átta sig því ekki á að líklega líður makanum ekkert allt of vel né því hversu óöruggur hann getur verið með tilfinningar konu sinnar gagnvart sér. Hver er þessi nýja kona? Ekki er...

Skoða

Gómsætur og einfaldur ís – Og ekki margar hitaeiningar

Langar þig í ís en vilt ekki allar hitaeiningarnar sem honum fylgja? Hér er þá ísinn fyrir þig! Þetta er bæði hollt og gott – og alveg einstaklega einfalt. Alveg eins og við viljum hafa það. Þú þarft ekki nema tvö hráefni til að útbúa þetta góðgæti. Frábært til að narta í þegar nammipúkinn bankar upp á. Það sem þarf 4 meðalstórir banana (eða 3 stórir) 4 msk litlir dökkir súkkulaðidropar Aðferð Opnið bananana, takið hýðið af og...

Skoða

Þetta ættirðu að gera með mömmu þinni – Áður en það er of seint

Mæðgur eru eins ólíkar og þær eru margar og það sama á augljóslega við um sambönd mæðgna. Sumar mæðgur eru bestu vinkonur á meðan aðrar eiga í erfiðleikum með að vera saman – og svo eru það þessar sem eru þarna einhvers staðar á milli. Hún lifir lengur En það má ekki gleymast að, eins og með allt annað í lífinu, þá getum við ekki fengið að hafa mæður okkar hjá okkur út lífið. Svo hvort sem þið eruð bestu vinkonur eða ekki þá er...

Skoða

Að eignast börn seinna á lífsleiðinni getur haft töluverða kosti í för með sér

Þeir sem hafa talið það ekki vera skynsamlegt að eiga börn seinna á lífsleiðinni ættu að endurskoða afstöðu sína því ný rannsókn sýnir fram á hið gagnstæða. Við heyrum gjarnan um hættuna á ýmsum heilsufarslegum kvillum sem aukast þegar konur ákveða að fresta barneignum þar til síðar á ævinni – nú og svo tikkar auðvitað líkamsklukkan. Ekki hafa samviskubit En þær konur sem hafa haft eitthvað samviskubit yfir því vali sínu að...

Skoða

Það eru þessir 50 litlu og einföldu hlutir sem gera okkur ánægð, glöð og hamingjusöm

Í mínum huga er hamingjan eitt það mikilvægasta í lífinu og merkilegt nokk þá er hún ekki alltaf nákvæmlega það sem við teljum að hún sé. Hamingjuna er nefnilega ekki hægt að kaupa, hana er ekki hægt að selja og þú getur ekki fengið hana að láni. Hamingjan er alfarið þín og hún sprettur úr þínum innstu hugarfylgsnum. Ekki bíða eftir að hamingjan komi til þín Þegar fólk hugsar um hamingjuna einblínir það yfirleitt á stóru hlutina og...

Skoða

Höfuðverkur og konur yfir fertugt – Hver er ástæðan fyrir höfuðverknum?

Afar algengt er að konur yfir fertugt þjáist af höfuðverk sem rekja má til hormónasveifla. Margar konur á frjósemisskeiði fá höfuðverk við byrjun eða lok blæðinga og/eða við egglos. Konur á breytingaskeiði geta hins vegar fengið höfuðverk hvenær sem er þar sem hormónasveiflurnar eru óútreiknanlegar. Hormónar og aftur hormónar Flest bendir til þess að orsök hormónatengdra höfuðverkja megi rekja til hormónsins estrógens. Mígreni þjakar...

Skoða

Ljúffengt mexíkóskt kjúklingatacos undir ostabræðingi

Mexíkóskir réttir tróna hátt á okkar lista yfir góðan mat. Það er alltaf ákveðin stemning að bjóða upp á mexíkanskt og virðist það falla að smekk flestra. Hér er rosalega girnileg uppskrift að kjúklingatacos sem hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit segir að hafi slegið í gegn á sínu heimili. Í skeljum eða kökum Réttinn má bera fram í stökkum tacoskeljum, mjúkum tortillakökum eða bara með salati og nachos. Hér er hann borinn fram í...

Skoða

Viltu spara tíma á morgnana? – Hér eru frábær ráð til þess

Hefurðu takmarkaðan tíma til að gera þig klára á morgnana? Og ertu kannski eins og við; alltaf að leita leiða til að auðvelda hlutina og spara tíma? Hér eru nokkur ráð sem við þekkjum af eigin raun og sem ráðgjafar okkar mæla með. Fer of mikill tími í förðunina? Ef þér finnst það tímafrekt að setja meik á þig á morgnana, með öllu því sem tilheyrir, ættirðu að prófa BB krem eða jafnvel CC krem. Þú þarft hvort eð er að setja á þig...

Skoða

Prjónaðu þetta flotta teppi á 4 tímum – Æðisleg jólagjöf sem þú gerir sjálf/ur

Svona stór og gróf teppi eru virkilega flott og notkunarmöguleikar þess eru ótalmargir. Það er til dæmis mjög smart að leggja svona teppi á rúmendann ofan á sængina eða rúmteppið – og þau er mjög flott til að leggja í sófann. Gerðu það sjálf/ur En það sem er mesta snilldin við þau er að það tekur ekki nema um fjóra tíma að gera eitt svona stykki. Það þarf reyndar sérstaklega gróft efni í þau enda teppin alveg einstaklega gróf....

Skoða

Snilldar ráð sem losar þig við frosnar bílrúður á núll einni

Ískaldur morgunn og það þarf að skafa frosnar rúðurnar á bílnum. Sumir setja reyndar bílinn í gang og miðstöðina á fullt og bíða svo þar til þetta er bráðnað – á meðan hamast aðrir á sköfunni. Frábært trix En það er til önnur mun þægilegri aðferð sem tekur enga stund… hviss bamm búmm og frostið er farið af rúðunni. Þeir sem hafa prófað segja þetta svínvirka! Fáðu þér sprautubrúsa og ísóprópanól (eða ísvara) sem ætti að...

Skoða

Meiriháttar súkkulaðibitakökur með brúnuðu smjöri, karamellu og sjávarsalti

Jólaundirbúningurinn er hafinn á mínu heimili og smákökubakstur kominn á skrið. Enda styttist í aðventu og smákökur eru til þess að borða á aðventunni. Nýjar rosalega góðar kökur Það alltaf jafn gaman að prófa eitthvað nýtt og þessar kökur hér eru alveg svakalega góðar. Ég er virkilega ánægð með þær – enda slógu þær í gegn hjá fjölskyldumeðlimum. Þegar deigið er bragðgott þá veit það á gott. Já ég smakkaði deigið, bara gat ekki...

Skoða

Besta svefnlyfið finnur þú í þessu kryddi í eldhússkápunum þínum

Ertu orðin þreytt/ur á því að liggja andvaka kvöld eftir kvöld og ná hreinlega ekki að sofna? Og svo loksins þegar þú sofnar eftir langan tíma þá hringir vekjaraklukkan stuttu seinna! Góður svefn er síður en svo sjálfsagður og flestir lenda einhvern tímann í því að geta ekki sofnað á kvöldin – og hjá sumum er svefnleysti viðvarandi vandamál. Þegar erfitt er að sofna geta góð ráð verið dýr. Endalausar byltur í rúminu og að telja kindur...

Skoða

Þetta er oftast fyrsta einkenni þess að þú sért komin á breytingaskeið

Heldurðu að þú sért kannski komin á breytingaskeiðið, en ert ekki viss? Eitt fyrsta einkenni þess að þú sért gengin í hinn stóra klúbb kvenna á breytingaskeiði eru óreglulegar blæðingar. Þetta eru oftast fyrstu merki þess að líkamsstarfsemin sé að breytast en breytingar á blæðingum eru ein helstu og jafnframt leiðinlegustu einkenni (fyrir utan hitakófin auðvitað) tímabilsins fyrir tíðahvörf. Miklar, litlar, stuttar, langar...

Skoða

Æðisleg Nutellabananakaka – Þessi klikkar ekki

Hvernig væri að skella í eina góða bananaköku um helgina! Þessi hér slær pottþétt í gegn enda blandast hér saman bananar og Nutella –  og það getur nú tæpast klikkað. Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur uppskrift að Nutellabananaköku. Það sem þarf 2 bollar hveiti ¾ tsk matarsódi ½ tsk salt ¼ bolli mjúkt smjör 1 bolli sykur 2 stór egg 1¼ bolli stappaður þroskaður banani 1 tsk vanilludropar ⅓ bolli mjólk ¾...

Skoða