Getur verið að það sé skrifað í stjörnurnar hvernig við eigum að haga matarvenjum okkar?
Stjörnumerkin geta víst sagt heilmikð um okkur og það hvernig við nærumst – og hvernig við ættum að borða.
Hvað segir þitt merki um það?
Vatnsberinn 20. janúar – 18. febrúar
Þú hefur mikla þörf fyrir að vera frjáls og stjórna eigin lífi. Það á líka við hvenær og hvernig þú borðar. Láttu það þess vegna eftir þér að hafa hlutina eftir þínu höfði. Ef þú vilt frekar borða sex litlar máltíðir á dag í stað þriggja er það bara í fínu lagi.
Einnig ef þú vilt borða kvöldmat klukkan fimm í stað sjö, eða þá seint um kvöldið, skaltu ekki hika við að gera það. Veittu sjálfum þér þennan sveigjanleika.
Fiskurinn 19. febrúar – 20. mars
Þú ættir að vera meira meðvitaður þegar þú borðar og gæta þess að vera með hugann við matinn. Þar sem þú þrífst á dagdraumum af því þeir næra andann ertu svo oft annars hugar þegar þú borðar. Þá missirðu sjónar á því hvað þú ert að borða og hversu mikið.
Vertu meðvitaður og á staðnum – og ekki gleyma upplifuninni við að borða og finna bragð. Þetta getur hjálpað hinum dreymandi fiski að vera meira niðri á jörðinni og í núinu.
Hrúturinn 21. mars – 19. apríl
Ekki sleppa morgunmatnum. Þú ert mjög upptekinn af fyrsta þessu og fyrsta hinu – fyrsta skiptið sem þú gerðir hitt og þetta. Svo viltu líka vera fyrstur til að gera eitthvað sem aðrir eru að reyna að gera.
Hvernig væri að taka fyrstu máltíð dagsins með trompi? Þú getur alveg verið snöggur að því að fá þér hollan morgunmat. Og það besta er að orkan nýtist þér gegnum annasaman daginn.
Nautið 20. apríl – 20. maí
Þar sem þú ert ekkert nema vaninn skaltu ekki gera snöggar breytingar á mataræði þínu. Farðu rólega í allar nýjungar og breytingar og gefðu sjálfum þér góðan tíma í að aðlagast. Ef þú vilt breyta einhverju og prófa eitthvað nýtt veldu þá bara eitt í einu og sýndu sjálfum þér þolinmæði meðan þú ert að prófa þig áfram.
Tvíburinn 21. maí – 20. júní
Þú ert meistari í að gera margt í einu og þegar þú borðar gerirðu oft eitthvað annað um leið. En það er ekki skynsamlegt fyrir þig. Einbeittu þér að matnum og því að borða því ef þú ert t.d. að vafra á netinu á meðan getur það leitt til þess að þú borðar of hratt og nýtur ekki máltíðarinnar.
Að njóta þess að borða og að sýna matnum áhuga hægir á því hversu hratt þú borðar og bætir um leið meltinguna og hversu vel líkaminn vinnur úr fæðunni.
Krabbinn 21. júní – 22. júlí
Þú ættir að njóta heimatilbúinnar máltíðar eins oft og þú getur. Að elda og undirbúa matinn er svo gefandi fyrir nærandi krabbann. Þetta er athöfn sem þú getur lagt alla þína ást í. Að elda meira heima nærir ekki aðeins líkama þinn heldur einnig sálina. Enda er heimilið þinn griðastaður og þar sem hjarta þitt slær.
HÉR má svo lesa um Ljónið, Meyjuna, Vogina, Sporðdrekann, Bogmanninn og Steingeitina.