Jói og Thea halda uppi stuðinu í Valsheimilinu á hverjum laugardegi með sínum fjörugu Zumba tímum. Næsta laugardag, 21. mars kl. 10:00, ætla þau að bjóða upp á fyrirlestur í Gamla salnum á undan Zumba partýinu. Þar mun Margrét Leifsdóttir, heilsumarkþjálfi og arkitekt, vera með uppörvandi fyrirlestur um hvað það er sem skiptir máli varðandi heilsuna. Er það grænmetið eða golfið? Hvað stjórnar hverju í því?
Hvernig væri að byrja laugardaginn á því að fræðast aðeins um heilbrigði og hollustu og skella sér svo í fjörugt Zumba partý á eftir? Það er alltaf brjálað fjör í Zumba.
Skemmtileg og hressandi leið til að byrja helgina!
Mynd: Margrét Leifsdóttir heilsumarkþjálfi