Þetta er eitt af okkar uppáhalds myndböndum – og aðallega af því það er svo einlægt og fallegt.
Kelly liggur hér í rúminu með móður sinni sem glímir við Alzheimer, en þeir sem til þekkja vita hversu erfitt er að horfa upp á fólkið sitt hverfa inn í þennan illvíga sjúkdóm.
Kelly, sem á tvíburasystur, er dugleg að setja myndbönd af móður sinni í misjöfnu ástandi inn á youtube. Í þessu myndbandi áttar móðir hennar sig á því hver er hjá henni og Kelly finnst það afskaplega gaman í ljósi þess að þær systurnar eru eineggja tvíburar.
Þegar Kelly spyr móður sína hvort hún haldi að hún myndi liggja svona í rúminu hjá bara einhverjum svarar móðir hennar því neitandi og segir að maður hljóti að elska viðkomandi til þess að vilja liggja svona hjá honum.
Þær halda síðan áfram að spjalla – og hlæja síðan báðar sama dillandi hlátrinum.