Þessi yndislegu mæðgin mættu í prufur í Britain´s Got Talent. Hann er 16 ára gamall og mætti þarna með móður sinni og saman heilluðu þau dómarana með sérstöku og nánu sambandi sínu. Jamie hafði skráð sig í prufur en nokkrum dögum fyrir prufurnar fóru að renna á hann tvær grímur og bað hann því móður sína að koma með sér til stuðnings.
Mel spurði Jamie áður en þau fóru á svið hvort hún mætti knúsa hann á sviðinu og hvort honum væri sama. Hann hélt það nú enda myndi hann hvort eð er faðma hana.
Þetta er einstaklega fallegur flutningur hjá þeim.
Dómararnir fundu þetta einstaka samband þeirra og var ákvörðun þeirra auðveld.