Vatnsmelóna er ein fullkomnasta fæða sem til er. Það finnst mér alla vega.
Hún er góð ein og sér og það þarf engu við hana að bæta… nema þú viljir kannski skella smá vodka saman við hana. Það er engin spurning að þetta er flott í partýið í sumar.
Það sem þú þarft
Vatnsmelóna (helst steinlausa)
Vodka að eigin vali
Hnífur til að skera
Og það er allt og sumt.
Og svona er þetta gert
Þú vilt að vatnsmelónan geti staðið í ísskápnum í nokkra daga á meðan áfengið blandast við melónukjötið. Til að gera þetta þarftu að skera smá flibba af grænu skelinni. Með þessu getur melónan staðið stöðug án þess að innihaldið leki út.
Snúðu melónunni við og skerðu passlega stórt gat í hana og vertu viss um það í þetta sinn að þú skerir niður í rauða melónukjötið. Ekki samt henda flibbanum sem þú skerð úr. Þú getur notað hann sem lok ef þú þarft að ferðast með melónuna á milli húsa.
Á þessu stigi getur þú annað hvort stungið trekt í gatið og byrjað að hella vodkanu í. En ef þú hefur ekki trekt er beinlínis hægt að hella víninu bara beint í. Ef þú gerir það þannig stingdu þá aðeins niður í gatið til að hjálpa vökvanum að komast í kjötið.
Ekki hella öllu áfenginu í einu í melónuna. Gerðu þetta á nokkrum klukkustundum eða jafnvel nokkrum dögum.
Þegar þú hefur tæmt alla flöskuna (eða það magni sem þú kýst að nota) settu þá melónuna inn í ísskáp á góðan stað.
Nú leyfirðu vodkanu að marinerast í henni í minnsta kosti sólarhring eða allt að þremur dögum. Þú vilt að þetta blandist vel saman.
Þegar þú ert tilbúin(n) að bera þetta góðgæti fram þá skerðu melónuna í hæfilegar sneiðar eða í bita.
Gleðilegt sumar 😀
Sigga Lund
Uppskrift fengin af tablespoon.com