Það getur reynst karlmönnum erfitt þegar hárið fer að þynnast og verða sumir svartsýnir og neikvæðir í eigin garð. Auðvitað er ekkert skemmtilegt að missa hárið en það má ýmislegt gera við hár sem er farið að þynnast.
Snýst um klippinguna og hárvörurnar
Margir frægir, flottir og aðlaðandi karlmenn hafa lært að gera það besta úr hárleysinu og sumir gera út á hárlaust höfuðið.
Þegar við tölum um hár karlmanna sjáum við oft ekki fyrir okkur einhverjar flottar greiðslur en það hefur samt mikið breyst og menn nota t.d. í dag mun meira af hárvörum til að móta hár sitt en hér áður fyrr. Og það má vel móta og forma hár sem er farið að þynnast svo úr verði flott greiðsla.
Í dag má fá sjampó sem gerir hárið þykkara, efni í hárið sem gefur því fyllingu og lyftingu og hársprey sem lætur hárið virka þykkara. Það er um að gera að nýta sér allar þessar nýju vörur því hárvörur eru ekki bara fyrir konur. Eins getur verið gott að nota hárblásarann til að fá meiri lyftingu í hárið.
Þeir eru flottir
Þessir flottu menn hér að neðan sýna og sanna að þynnra hár er engin fyrirstaða til að líta vel út. Málið er að gera það besta úr því sem maður hefur en hafa ber í huga að klippingin sjálf skiptir auðvitað miklu máli.
Hönnuðurinn Tom Ford er alltaf ótrúlega flottur.
Leikarinn George Clooney með allt sitt á hreinu.
Leikaranum Jude Law tekst vel upp í sínum greiðslum.
Leikarinn Daniel Craig – þeir gerast ekki mikið svalari
Söngvarinn Bono er alltaf flottur.