Vissir þú að það er lítil íbúð uppi í Eiffel-turninum? Þessa íbúð lét Gustave Eiffel, hönnuður turnsins, gera fyrir sig þegar hann var að leggja lokahönd á verkið árið 1889.
Inni í íbúðinni var líka lítil rannsóknarstofa sem hann fyllti af nýjustu tækjum og tólum þess tíma.
Besta útsýnið í allri París
Íbúðin er með eitt besta útsýnið í allri Parísarborg og hafa margir reynt að fá hana leigða og lánaða en allt komið fyrir ekki. Alveg sama hvað boðið hefur verið. Gustave sjálfur þvertók líka fyrir það meðan hann lifði og leyfði engum að nota plássið.
Í dag er íbúðin opin almenningi til að skoða eða rétt að kíkja inn í. Mikið af innanstokksmunum og öðru í íbúðinni er enn það sama en síðan hefur verið bætt við eftirmyndum (vaxstyttum) af Gustave og Thomas Edison.
Svona lítur þetta út í dag
Og hér eru gamlar myndir af íbúðinni