Súkkulaði er greinilega til margra hluta nytsamlegt… fyrir utan hvað það er nú gott.
Nú hafa vísindamenn komist að því að súkkulaði er stórgott við hósta. Já þú getur slept hunanginu og sítrónunni og fengið þér súkkulaði í staðinn ef hósti er að angra þig.
Alltaf gott að fá sönnun fyrir því að súkkulaði sé gott fyrir okkur. En vísindamennirnir vilja meina að súkkulaði sé betra við hósta en t.d. hunang og/eða sítróna.
Súkkulaði róar hósta
Þetta segir prófessor Alyn Morice og bendir á rannsókn því til stuðnings. Rannsóknin leiddi í ljós að súkkulaði geti róað hósta og þótt einhverjum finnist það ótrúlegt þá bendir Alyn á að niðurstöðurnar séu skotheldar. En nýtt lyf sem inniheldur kakó þykir sýna betri virkni en t.d. linctus sem notað er í hóstameðal.
Kakó er málið
Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að þeir sjúklingar sem tóku lyf sem innihélt kakó voru mun betri og með minni einkenni hósta eftir 2 daga á lyfinu. Þetta er ekki fyrsta og eina rannsóknin sem sýnir fram á virkni súkkulaðis við hósta. Því önnur eldri rannsókn leiddi í ljós að theobromine, sem er í súkkulaði, sé betra til að bæla niður þörfina til að hósta en t.d. codeine sem er venjulega í hóstmeðali. Það er sem sagt kakóið í súkkulaðinu sem hefur þessi góðu áhrif.
Það er þó ekki nóg að fá sér heitt kakó/súkkulaði til að minnka hóstann því drykkurinn stoppar of stutt í hálsinum til að ná almennilegri virkni. Málið er að sjúga súkkulaði og láta það leika um hálsinn en það myndar húðun sem verndar taugaendana og dregur um leið úr þörfinni til að hósta.
Þannig að næst þegar hósti þjakar þig þá er um að gera að sjúga súkkulaði í stað hálsbrjóstsykurs.