Þarftu að hressa þig við og ná þér upp úr leiðindum og depurð?
Þá skaltu skella Queen á fóninn – því vísindamenn við Háskólann í Missouri í Bandaríkjunum hafa komist að því með rannsóknum sínum að lagið Don´t Stop Me Now sé hamingjusamasta lag í heimi.
Tónlistin gerir okkur gott
Við vitum öll, enda er það sannað mál, að tónlist lætur okkur líða vel og hjálpar til við að gera okkur hamingjusamari.
Um 2000 Bretar sem þátt tóku í rannsókninni voru látnir hlusta á líflega tónlist og niðurstaða varð sem sagt sú að Don´t Stop Me Now er það lag sem lætur fólki líða best.
Auðvitað eru skiptar skoðanir á þessu eins og öllu öðru og vilja sumir meina að rannsóknin sé ekki nógu stór til að skera úr um þetta.
En við ætlum að leyfa okkur að vera sammála vísindunum að þessu sinni. Enda er Don´t Stop Me Now frábært lag sem gerir mann bæði kátan og glaðan – og hækkar um leið hamingjustuðulinn.
Og þá er bara að hlusta á hamingjusamasta lag í heimi