Hvernig á að þvo brjóstahaldara og hver er besta aðferðin er nokkuð sem margar konur velta fyrir sér.
Þetta er góð hugmynd
Við vitum að það er afar gott að þvo þá í höndunum svo þeir missi ekki teygjanleika sinn, en samt finnst mörgum það svolítið mál.
Síðan er líka sagt að það sé allt í lagi að skella þeim í þvottvélina á lágu prógrammi á minnstu þeytivindu (sem er auðveldast) en við sem freistumst oft til þess vitum að spangirnar eiga á hættu að detta úr og haldarinn endist ekki eins vel.
Hvað er þá til ráða?
Jú, skelltu þér inn í eldhús og náðu í salathreinsiskálina þína (eða fáðu þér eina) og þvoðu brjóstahaldarana í henni.
Og svona gerirðu þetta
Þú hellir volgu vatni í skálina. Setur svo fljótandi þvottefni út í, lokið á, haldarann út í og hrærir þar til þú telur hann hreinan. Skolar síðan sápuna úr og skelllir honum aftur í skálina til að vinda.
Einfalt!
Brjóstahaldarinn er hreinn og tilbúinn til að leggja til þerris. Gæti ekki verið auðveldara.
Sjáðu þetta hér í myndbandinu