Við erum algjörlega heilluð af þessu 12 ára stelpuskotti – en hún er alveg hreint frábær.
Hún Darci er komin í úrslit í einni stærstu hæfileikakeppni í heimi, America´s Got Talent, og við trúum því að hún muni vinna.
Hæfileikar hennar eru óumdeilanlegir, en hún er betri búktalari en flestir þeir fullorðnu sem við höfum séð í gegnum tíðina. Hún syngur ótrúlega vel, er afar fyndin og skemmtileg og hefur mikinn sviðssjarma.
Þetta atriði Darci, sem kom henni í úrslitin, er hreint út sagt frábært!