Þetta er eitthvað sem við ættum öll að gera fyrir framan spegil áður en við förum út í daginn.
Byggja okkur sjálf upp og ákveða innra með okkur að góður dagur sé í vændum.
Þessi faðir kennir hér dóttur sinni að vera jákvæð, full sjálfstraust og ánægð með sig án þess þó að líta niður á aðra – og aldrei að gefast upp þótt henni mistakist.
Það sem hann lætur hana meðal annars hafa eftir sér er:
Ég er sterk.
Ég er klár.
Ég er dugleg.
Ég er falleg.
Ég ber virðingu fyrir öðrum.
Ég er ekkert betri en aðrir.
Enginn er betri en ég.
Ég er stórkostleg.
Ég er frábær.
Sjáðu myndbandið hér