Þetta er alveg frábær hugmynd og svo frískandi og gott.
Að útbúa vatnsmelónuklaka til að setja út í vatnið sitt eða sódavatnið á góðum sumardögum og kvöldum. Nú eða bara út í kokteilinn ef því er að skipta.
Þú getur í raun sett vatnsmelónuklaka út í hvaða drykk sem er, og hann frískast upp svo um munar.
Hvað þarftu?
Eina steinlausa vatnsmelónu.
Hvað þarftu að gera?
Skera vatnsmelónuna í litla kubba og leggja þá flata á bakka og bökunarpappír. Því næst setur þú bakkann með kubbunum í frysti í að minnsta kosti þrjá til fjóra klukkutíma. Að þeim tíma liðinum getur þú sett klakana í poka og geymt í frystinum. Þá eru þeir tilbúnir hvenær sem þú þarft að nota þá.
Er þetta allt og sumt?
Já, þetta er allt og sumt. Þú setur þá svo bara í drykkinn þinn eða borðar þá eina og sér þegar þig langar í eitthvað frískandi.
Þetta er svo mikil snilld.
Uppskrift fengin hjá purewow.com