Hin bandaríska Susannah Mushatt Jones varð næstum 117 ára og þar með tólfta elsta kona sögunnar.
En hvert skyldi leyndarmálið á bak við háan aldur hennar vera? Jú, það er svefn og beikon! Eða svo taldi hún sjálf og einnig aðstandendur hennar.
Alltaf verið heilsuhraust
Susannah var heilsuhraust í gegnum tíðina og var vel spræk miðað við aldur þótt hún hafi tapað sjón undir lokin. Er hún var vel með á nótunum, ekki rúmföst og tók einungis tvö lyf á dag.
Mikið hefur verið rætt um að of mikið kjöt sé ekki gott fyrir okkur. En þessi 116 ára kona fór ekki í gegnum einn einast dag án þess að borða kjöt. Það er því kannski svolítið mikið til í því að ekki það sama henti öllum.
Mikil kjötæta
Á hverjum einasta morgni borðaði Susannah hrærð egg með beikoni. Í hádeginu fékk hún sér oftast ávexti og á kvöldin var það kjöt og kartöflur og hún borðaði alltaf kjötið á undan. Hún var sem sagt mikil kjötæta.
Þá gætti hún þess ætíð að fá nægan svefn. En um það verður tæpast deilt að svefninn er afar stór þáttur í heilbrigði okkar.
Þetta sýnir okkur að sama fæðið hentar ekki öllum.