Það getur verið virkilega taugatrekkjandi að mæta í prufur í eina stærstu hæfileikakeppni í heimi. Og því fékk hinn 22 ára gamli Gruffyd að finna fyrir þegar hann mætti á dögunum í prufur í Britain´s Got Talent.
Hann fór brösulega af stað og það endaði með því að Simon stoppaði hann enda tóku taugarnar völdin.
En hann fékk að byrja upp á nýtt með öðru lagi og þá tók stjarna hans að skína sem leiddi til þess að allt varð kolvitlaust í salnum – Amanda henti sér á gullna hnappinn sem þýðir að Gruffyd flýgur áfram í undanúrslit. Og vinir hans sátu með tárin í augunum úti í sal.