Bananabrauð er fastur liður á mörgum heimilum enda tilvalið að henda í eitt slíkt þegar bananar eru að verða ofþroskaðir. Þá er þetta líka góð leið til að borða hollt.
Enn hollari útgáfa
En hér er komin enn hollari útgáfa af bananabrauðinu og leynivopnið í þessari uppskrift er avókadó. Okkur hér finnst nefnilega allt með avókadó svo gott enda kostir þess ótvíræðir. á
Prófaðu þessa uppskrift sem er full af góðri fitu, trefjum og öðrum næringarefnum. Frábært t.d. í morgunmatinn!
Það sem þarf
1 ½ bolli möndlumjöl
1 tsk lyftiduft
¼ tsk matarsódi
2 tsk kanill
½ tsk salt
225 gr avókadó (ca 2 heil)
2 meðalstórir og vel þroskaðir banana
3 msk kókosolía
2 tsk vanilludropar
5 msk hlynsíróp
1 stórt egg
½ bolli saxaðar hnetur (og ef vill má bæta kókosflögum eða súkkulaðibitum við)
Aðferð
Hitið ofninn að 175 gráðum.
Smyrjið form með kókosolíu.
Blandið möndlumjöli, lyftidufti, matarsóda, kanil og salti saman í skál, og setjið til hliðar.
Setjið avókadó og banana í matvinnsluvél og hrærið vel saman.
Bætið þá kókosolíunni, vanilludropunum, sírópinu og egginu saman við og blandið vel saman.
Blandið síðan avókadó blöndunni saman við möndumjöls blönduna og hrærið vel saman.
Setjið deigið í form og bakið í miðjum ofni í 55 til 65 mínútur, þar til brauðið er orðið gullinbrúnt. Stingið í brauðið með tannstöngli til að vera viss um að það sé bakað.
Látið brauðið síðan kólna á grind í um 10 mínútur.
Og njótið!