Lagið hennar Dolly Parton, Jolene, hefur heillað marga frá því það kom út árið 1974.
Það á einnig við hina tveggja ára gömlu Sophiu sem syngur þetta vinsæla lag á meðan hún leikur sér.
Móðir hennar náði þessu dásamlega myndbandi af henni þar sem hún sat og söng af innlifun – og síðan hefur það farið eins og eldur í sinu um netheima.
Og Dolly sjálf, sem sá myndbandið, heillaðist af þessu litla krútti. Enda engin furða þar sem Sophia litla er aðeins tveggja ára gömul.