Hvað ætli mörgum konum finnist þær eyða of miklum tíma í hár sitt?
Það getur tekið langan tíma að gera sítt hár fínt og því gott að kunna réttu trixin til að grípa í þegar tíminn er naumur.
Frábært í sumar
Krullur og strandarliðir, svona eins og þú sért nýkomin af ströndinni, passa svo vel yfir sumartímann. Þótt margir haldi að það kosti mikla vinnu og fyrirhöfn að gera hárið þannig þá þarf svo alls ekki að vera.
Hér eru tvær frábærar og auðveldar aðferðir sem gott er að kunna, en það besta er auðvitað að þær virka.
Aðferð I
Settu gott efni í rakt hárið, eitthvað sem heldur liðunum í því og mótar hárið – eða gott saltsprey.
Skiptu hárinu síðan í tvo hluta. Ef hárið er þunnt gæti verið nóg að hafa bara einn hluta og ef það er mjög þykkt gætu þrír hlutar gert galdurinn.
Snúðu upp á hárið og þurrkaðu með blásaranum. Ef hlutarnir eru fleiri en einn endurtaktu eins oft og þarf.
Notaðu fingurna til að greiða varlega úr hárinu og til að lyfta því aðeins. Settu hársprey yfir að lokum.

Mynd: Popsugar
Aðferð II
Taktu rakt hárið og skiptu því í fjóra hluta, settu teygjur í hárið og búðu til fjögur tögl.
Spreyjaðu létt yfir hvert tagl með hárspreyi.
Snúðu síðan upp á hárið í þá átt sem þú vilt að hárið liðist. Frá andliti eða að andliti.
Snúðu eins lengi og þú getur og búðu svo til lítinn snúð úr hárinu. Festu snúðinn vel með spennum.
Þurrkaðu hárið með hárblásara. Því lengur sem þú þurrkar hárið því þéttari verða liðirnir.
Þegar hárið er þurrt er losað um spennurnar og teygjurnar teknar úr hárinu.
Notaðu fingurna til að greiða í gegnum hárið og losa um krullurnar.
Settu hársprey yfir hárið að lokum.

Myndir: Darlene-howdoesshe