Einhleypar konur eru víst ekki allar þar sem þær eru séðar – eða svo segja þau alla vega á The New York Times.
Samkvæmt könnun sem þau gerðu kom í ljós að konur sem búa einar gera ýmislegt heima hjá sér sem þær myndu aldrei gera ef einhver væri að horfa.
Þessi listi kemur svolítið á óvart og það er spurning hvort íslenskar konur samsvari sig við hann. Hvað segja konur sem hafa búið einar eða búa einar í dag?
Hér eru 20 hlutir sem margar einhleypar konur gera víst þegar enginn sér til
1. Þær spila leiki í símanum sínum á meðan þær horfa á sjónvarpið.
2. Þær búa sér til salat í stórri skál og nota sömu skálina til að borða upp úr til að spara uppvaskið.
3. Þær skola diskana eftir notkun en vaska þá ekki nærri því alltaf upp með sápu.
4. Það sama á við um handþvott. Þær skola bara hendurnar eftir klósettferðir. Til hvers að sóa handsápunni?
5. Þær borða mat uppi í rúmi.
6. Þær drekka beint úr fernunni, hvort sem það er mjólk, safi eða gos.
7. Þær ýta ruslinu lengra ofan í ruslafötuna þegar hún er full í staðinn fyrir að fara út með ruslið, svo kveikja þær á ilmkerti ef þarf.
8. Þegar brauðmylsna, kaffikorgur og þess háttar matarleifar verða eftir á eldhúsborðinu sópa þær því gjarnan á gólfið í staðinn fyrir að setja það í ruslið.
9. Þær ganga oft í sömu sokkunum marga daga í röð þar sem þær hafa ekki alltaf tíma fyrir þvottinn.
10. Þær nota sama handklæðið mjög lengi án þess að þvo það. Sama á við um þvottastykkið á baðvaskinum sem þær taka farðann af með.
11. Þær bora í nefið og horið fer ekki alltaf í eldhúsbréf. Það lendir stundum á óheppilegum stöðum eins og undir rúmi, á hliðinni á sófanum eða á teppinu. Frekar ógeðslegt.
12. Þær fresta því oft að kaupa sér nýja túrtappa þar til allar eldhúsrúllur og klósettpappír er búinn í húsinu.
13. Þær eru óduglegar að hreinsa hárið úr hárburstanum sem verður eftir þegar þær greiða sér.
14. Þær draga það oft í langan tíma að skipta á rúminu þrátt fyrir að tíðablóð hafi slysast í lakið við síðustu blæðingar.
15. Þær fá sér stundum kartöfluflögur og ídýfu í kvöldmat og hnetusmjör í eftirrétt. Þær þurfa líka ekki að vaska upp eftir slíka máltíð.
16. Þær sofa með bangsa… sumar allavega (þær hljóta að vera undir fertugu).
17. Þær gæla við sig á ónefndum stöðum á meðan þær horfa á sjónvarpið.
18. Þær borða oft kvöldmat tvisvar þar sem sá fyrri var ekkert góður.
19. Þær taka sjálfur í gríð og erg.
20. Þær hlusta oft á sama lagið aftur og afur… og oft fimm til sex daga í röð. Og að sjálfsögðu syngja þær í hárburstann og dansa með.