Þetta fallega spænska myndband sýnir hversu stórkostleg áhrif tónlist getur haft.
Þeir sem standa á bak við þetta átak vinna með Alzheimer-sjúklingum en vilja leita óhefðbundinna leiða og nota tónlist til að láta fólkinu líða betur í stað of mikilla lyfja. Lyf hafa neikvæðar aukaverkanir en það hefur tónlistin hins vegar alls ekki.
Þau segja þetta góðan kost með öðrum leiðum eins og hæfilegri lyfjagjöf og auk þess sé þetta mun ódýrara en margt annað. Og það besta er að þetta virkar!
Þessi aðferð miðast fyrst og fremst við manneskjuna og hennar lífsgæði – og tónlistin gerir lífið svo sannarlega betra.
Sjón er sögu ríkari!