Tom Cruise var gestur hjá Jimmy Fallon í þætti hans síðasta mánudagskvöld. Þar kepptu þeir tveir í „mæmi“ eða „lip sync“ eins og það er kallað – þeir sem sagt syngja lögin aðeins með því að hreyfa varirnar. Cruise fór alveg á kostum í sínum tveimur lögum og þá sérstaklega því síðara. Þetta er eitthvað sem er virkilega skemmtilegt á að horfa!