Hún Grace er tólf ára stelpa sem semur bæði sín eigin lög og texta, syngur með sinni hásu rödd sem brotnar á stundum og spilar undir á ukulele. Og hún er algjört ÆÐI!
Hér er hún komin áfram í undanúrslit í America´s Got Talent þar sem hún heillaði alla með þessu sæta lagi sem hún samdi um eldri systur sína. En þær eru afar góðar vinkonur og systir hennar stendur þétt við bakið á Grace í þessu ævintýri.
Grace er á hraðferð á leið með að verða stjarna og Simon Cowell segist þess fullviss að við munum öll líta til baka á þessa frammistöðu hennar í keppninni seinnar meir… þegar hún verður orðin stór stjarna!!!