Við erum alltaf jafn hrifin af því þegar við getum farið í eldhús- og/eða baðskápana til að finna gagnlega hluti sem hægt er að nota á marga vegu.
Og tannkrem er eitt af því sem býður upp á ansi hreint marga notkunarmöguleika.
Já, tannkrem er nefnilega ekki bara gott fyrir tennurnar.
Hér eru 10 leiðir til að nota tannkrem á annað en tennurnar
1.Til að hreinsa bletti
Það getur verið erfitt að ná pennableki eða varalit úr flíkum og öðru. En tannkremið getur bjargað því.
Bleyttu svæðið lítillega og settu síðan örlítið af tannkremi á blettinn. Láttu þetta liggja í nokkrar mínútur. Hreinsaðu síðan tannkremið í burtu með vatni og þurrkaðu svæðið alveg. Það má líka bursta yfir svæðið með tannbursta ef erfitt er að ná litnum í burtu.
2. Til að minnka rispur
Þú getur líka notað tannkremið á snjallsímann þinn og tölvuskjáinn – en hvoru tveggja vill gjarnan rispast. Settu tannkrem í mjúkan klút og þurrkaðu af skjánum en það ætti að draga úr rispunum.
Þá má einnig nota sömu aðferð á geisladiska og DVD-diska.
3. Til að fægja silfrið
Flest eigum við eitthvað úr silfri og vitum hvað það getur fallið á það. Að þvo silfrið með tannkremi og vatni getur gert undur og stórmerki. En silfrið ætti að verða eins og nýtt, glitrandi og skínandi eftir slíka meðferð.
4. Til að hreinsa gull, demanta og skartið þitt
Notaðu mjúkan tannbursta, skál með ylvolgu vatni og rakan klút til að hreinsa skartið þitt svo það skíni sem aldrei fyrr. En gættu þess að fara mjúkum höndum um þetta og þurrkaðu síðan skartið á eftir með þurru mjúku handklæði eða klút.
5. Til að hreinsa bletti af veggjum
Þú getur notað tannkremið til að ná burtu blettum af veggjum, eins og t.d. eftir vaxliti eða aðra liti. Skrúbbaðu vegginn með tannkreminu.
6. Á straujárnið
Það má einnig nota tannkrem til að hreinsa botninn á straujárninu en hann vill einmitt oft verða klístraður og óhreinn.
7. Til að ná vondri lykt af höndum
Prófaðu að nota tannkrem til að losna við t.d. hvítlaukslykt eða fisklykt og aðra lykt af höndum eftir að þú hefur verið að vinna í eldhúsinu. Notaðu tannkremið eins og sápu og þvoðu þér um hendurnar.
8. Til að þrífa blöndunartækin og vaskinn á baðinu
Tannkrem er frábært hreinsiefni fyrir vaskinn og blöndunartækin á baðherberginu. Það hjálpar til við að fjarlægja ryð og skít svo allt verður skínandi á ný.
9. Til að lífga upp á glerið í sturtunni
Við vitum öll hvað glerið í sturtunni getur orðið skýjað og leiðinlegt. Prófaðu að setja tannkrem í rakan klút til að þrífa glerið.
10. Til að ná glasafari af viðarhúsgögnum
Nuddaðu yfir svæðið með tannkremi og mjúkum klút.