Hinn tíu ára gamli Calum kom, sá, og heillaði salinn upp úr skónum þegar hann mætti í prufur fyrir hæfileikaþáttinn Britain´s Got Talent.
Calum sem er einhverfur notar sönginn til að gleðja sjálfan sig og aðra – en söngurinn veitir honum stuðning og hjálp. Þrátt fyrir að einhverfan geri honum erfitt fyrir félagslega hefur hann aldrei átt í vandræðum með að standa fyrir framan fólk og syngja.
Frábær frammistaða hjá þessum unga dreng enda fékk hann standandi lófatak, og já frá öllum dómurunum svo hann flaug inn í næstu umferð keppninnar.