Þetta litla krútt kemst við þegar hún heyrir Andrea Bocelli syngja.
Hér er um að ræða útgáfu af laginu „Time To Say Goodbye“ sem Andrea syngur með leikbrúðunni Elmo úr Sesame Street.
Foreldrarnir ákváðu að spila þetta fyrir stúlkuna fyrir svefninn en bjuggust ekki við því að tilfinningarnar myndu bera hana ofurliði.
Já tónlistin getur svo sannarlega gert ótrúlegustu hluti.