Máttur tónlistar er mikill og vekur hún hjá okkur margar og ólíkar tilfinningar.
Þessi litli tveggja ára snúður var á tónleikum með fjölskyldu sinni þegar tilfinningarnar báru hann ofurliði við að hlýða á Tunglskinssónötu Beethovens í fyrsta sinn.
Litla krúttið ræður ekkert við tárin sem trilla niður kinnarnar á meðan hann hlustar á fallegu tónlistina.
Finnst ykkur hann ekki yndislegur?