Tíðni brjóstakrabbameins í Japan er heilum 66 prósentum lægri en til dæmis í Bandaríkjunum. Þetta er nokkuð mikill munur og því forvitnilegt að skoða hver ástæðan geti verið.
Er joðskorti um að kenna?
Sérfræðingar hafa velt því töluvert fyrir sér hvort joðskorti geti verið um að kenna – það er að hvers vegna konur í Japan séu með meira af joð í líkamanum en konur í vestrænum löndum. En joð er steinefni sem binst hormónum skjaldkirtilsins.
Þessir sömu sérfræðingar telja að joð sé eitt það besta sem við getum sett í líkamann til að sporna gegn líkum á brjóstakrabbameini. Þótt joð sé helst tengt skjaldkirtli þá er eðlilegt að brjóstin geymi líka mikið magn þess og því getur joðskortur verið alvarlegt heilsufarslegt vandamál fyrir konur.
Meiri hætta á brjóstakrabbameini
Joð er til að mynda mikilvægt fyrir ungabörn og afar nauðsynlegt fyrir þroska heilans en það joð sem börnin þurfa fá þau einmitt með brjóstamjólk. En joðskortur er ekki eingöngu alvarlegur fyrir ungabörn því samkvæmt rannsóknum eru konur sem skortir joð í líkamann í meiri hættu á að fá brjóstakrabbamein.
Þegar líkamann skortir joð fara eggjastokkarnir sjálfkrafa að framleiða meira estrógen – og mikið magn estrógens í líkamanum getur einmitt aukið líkur á brjóstakrabbameini. Rannsóknir sýna fram á að joðskortur í brjóstvef geti bent til frumubreytinga sem síðan leiði til krabbameins – en á hinn bóginn geti nægilegt magn joðs snúið dæminu við.
Joð úr fæðunni
Konur í Japan neyta joðs í miklu meira magni en konur í Bandaríkjunum og felst það í fæðu og lífsstíl. Sérfræðingar segja fæðu Vesturlandabúa innihalda sama sem ekkert joð. Síðan um 1920 hafa t.d. flestir Bandaríkjamenn fengið sitt joð úr venjulegu salti en síðustu áratugina hefur fólk sniðgengið það þar sem salt hefur verið talið slæmt heilsunni. Afleiðing þess er sú að frá því um 1970 hefur joðskortur fjórfaldast. Þá hafa eiturefni í umhverfinu einnig áhrif á minni joðskort.
Þar sem líkaminn framleiðir ekki joð er nauðsynlegt að fá það úr fæðunni og til að bæta úr joðskorti er gott að borða lax, túnfisk, humar, rækju, egg, trönuber, kartöflur með hýðinu og navy baunir (litlar hvítar baunir, nýrnabaunir).
En allra besta leiðin til að ná sér í joð er samt með því að borða þara og þang – sem er einmitt mikið borðað af í Japan. Þari inniheldur tíu sinnum meira joð en flestar aðrar fæðutegundir.