Þegar þurrsjampó kom á markað fyrir nokkrum árum tókum við því fagnandi. Það hefur gjörsamlega bjargað lífi okkar (og hári.) En hvað ef ég segði að bráðum verði hægt að kaupa þurrsjampó fyrir förðunarbursta?
Fyrir okkur allra lötustu
Já einmitt! Sú vara kemur á markaðinn í næsta mánuði. Bráðum þarf maður ekki lengur að eyða miklum tíma (ef maður nennir því ekki) í að þrífa förðunarburstana sína með vatni og sápu eins og maður hefur gert svo lengi.
Hægt að panta á netinu
Þessi snilldarvara kemur frá Sephora og kallast „Dry Clean Instant Dry Brush Cleaner Spray“ og kemur á markaðinn í apríl. Það eru margir á Íslandi sem þekkja vörurnar frá Sephora en ég veit ekki til þess að þær séu fáanlegar hér heima. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að hægt er að panta sér þurrsjampóið frá netverslun sephora.com og mun það kosta tæpar 2000 krónur.
Svona virka töfrarnir
Það eina sem þú gerir er að spreyja þurrsjampóinu á burstana og notar svo eldhúsbréf eða bréfþurrkur til þrífa óhreinindin af. Þvílík snilld!
Umfjöllunin birtist á cosmopolitan.com
Sigga Lund