Þetta 5 ára sjarmatröll heillar ekki aðeins móður sína hér upp úr skónum með söng sínum heldur alla netheima. En þetta myndband hefur slegið í gegn og drengurinn brætt hjörtu út um allan heim.
Hann syngur lag Joe Cocker’s „You Are So Beautiful“ á svo einlægan hátt að það er ekki skrýtið að netheimar hafi fallið fyrir honum.
DeLeatra, móðir litla Josiah, segir að sér líði eins og stórkostlegustu móður í heimi þegar hann syngur svona fyrir hana. En hann lætur ekki sönginn nægja því meðan hann syngur strýkur hann kinn hennar og ástin skín úr andlitinu.
Yndislegt 🙂
Sjáðu líka þessa litlu 2 ára snúllu HÉR syngja með Adele