Þessi þrjú systkini mættu í prufur í nýjustu þáttaröð America´s Got Talent sem var að hefja göngu sína og grættu dómarana auk þess að fá standandi lófatak og fjögur já.
Þau Joshua 27 ára, Bethany 24 ára og Manny 21 árs fluttu lag ti heiðurs móður sinni sem lést úr krabbameini fyrir tveimur árum. En móðir þeirra lést aðeins 4 mánuðum eftir að hún greindist.
Texti lagsins er saminn út frá sjónarhorni móður þeirra – eins og hún talaði til þeirra síðasta mánuðinn sem hún lifði.
Einstaklega einlægt og fallegt!